Handbolti

Aftur­elding komst upp að hlið Hauka

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kristján Ottó átti fínan leik í kvöld.
Kristján Ottó átti fínan leik í kvöld. vísir/Anton

Afturelding sótti góðan sigur gegn Stjörnunni í Olís-deild karla í kvöld. Lokatökur 31-34 fyrir Aftureldingu.

Árni Bragi Eyjólfsson fór mikinn í liði Aftureldingar og skoraði tíu mörk. Kristján Ottó Hjálmsson og Harri Halldórsson komu næstir með sex mörk.

Sigurjón Bragi Atlason varði átta skot og var með 36 prósent markvörslu.

Ísak Logi Einarsson var atkvæðamestur í liði Stjörnunnar með sjö mörk. Patrekur Þór Guðmundsson Norðfjörð kom næstur með fimm mörk.

Afturelding og Haukar eru í efstu sætum deildarinnar eftir leikinn. Bæði lið með tólf stig. Stjarnan er í sjöunda sæti með sjö stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×