„Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. október 2025 22:19 Óskar Þorsteinsson, þjálfari ÍA. vísir/jón gautur Skagamenn unnu frábæran sigur í Bónus deild karla gegn Álftanesi í kvöld, 76-74. Mikil spenna var undir lok leiks en Óskar Þór Þorsteinsson, þjálfari ÍA, var að vonum gríðarlega ánægður í leikslok. „Mér líður bara ógeðslega vel. Tíu sinnum betur en eftir Njarðvíkurleikinn sem var svipuð spenna. Æðislegt að klára þetta,“ sagði Óskar Þór, þjálfari Skagamanna. Skagamenn byrjuðu fyrstu tvo leikhluta leiksins illa en í bæði skiptin náðu þeir að snúa taflinu við. Þeir komu svo á flugi út í síðari hálfleikinn og litu ekki til baka eftir það. „Við byrjuðum bara að smella aðeins betur sóknarlega. Mér fannst við bara ekki hafa verið að hreyfa boltann nægilega vel. Þeir eru með geggjað varnarlið og ef við ætlum að reyna að sækja á þá einn á einn of mikið þá er það bara erfitt. Um leið og við fengum flæði í þá og réðumst á næsta mann þá fór þetta að ganga betur,“ sagði Óskar. Skagamenn fengu nú nýverið nýjan serbneskan leikmann til liðs við sig. Sá heitir Ilija Đoković og Skagamenn eru spenntir fyrir honum. Þeir eru þó nú þegar með fjóra erlenda leikmenn sem þýðir að einn þeirra þurfi að víkja. „Við ætlum að halda fimm manna æfingahóp allavega eins og er en svo bara tökum við stöðuna í framhaldinu. Okkur fannst vanta aðeins betri leikstjórn í leikina. Við erum með ellefu tapaða bolta í hálfleik. Það mun vonandi hjálpa okkur mikið. Hann mætti í gær, búinn að taka eina æfingu með liðinu og það eru mestu lætin í honum á bekknum. Ég er ánægður með hann hingað til en svo þurfum við bara að sjá hvernig hann er inná vellinum,“ sagði Óskar Þór um nýja manninn. Skagamenn kveðja íþróttahúsið á Vesturgötu eftir leikinn í kvöld og flytja loksins í nýju AvAir höllina við Jaðarsbakka. Húsið hefur lengi spilað stórt hlutverk í körfuboltanum á Akranesi. „Það er bara æðislegt að kveðja húsið svona. Mikið hrós á okkar fólk bara enn og aftur. Það er geggjuð stemning hérna og ólýsanlegt að spila fyrir þetta fólk,“ sagði þjálfari Skagamanna að lokum. Bónus-deild karla ÍA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Fleiri fréttir „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Sjá meira
„Mér líður bara ógeðslega vel. Tíu sinnum betur en eftir Njarðvíkurleikinn sem var svipuð spenna. Æðislegt að klára þetta,“ sagði Óskar Þór, þjálfari Skagamanna. Skagamenn byrjuðu fyrstu tvo leikhluta leiksins illa en í bæði skiptin náðu þeir að snúa taflinu við. Þeir komu svo á flugi út í síðari hálfleikinn og litu ekki til baka eftir það. „Við byrjuðum bara að smella aðeins betur sóknarlega. Mér fannst við bara ekki hafa verið að hreyfa boltann nægilega vel. Þeir eru með geggjað varnarlið og ef við ætlum að reyna að sækja á þá einn á einn of mikið þá er það bara erfitt. Um leið og við fengum flæði í þá og réðumst á næsta mann þá fór þetta að ganga betur,“ sagði Óskar. Skagamenn fengu nú nýverið nýjan serbneskan leikmann til liðs við sig. Sá heitir Ilija Đoković og Skagamenn eru spenntir fyrir honum. Þeir eru þó nú þegar með fjóra erlenda leikmenn sem þýðir að einn þeirra þurfi að víkja. „Við ætlum að halda fimm manna æfingahóp allavega eins og er en svo bara tökum við stöðuna í framhaldinu. Okkur fannst vanta aðeins betri leikstjórn í leikina. Við erum með ellefu tapaða bolta í hálfleik. Það mun vonandi hjálpa okkur mikið. Hann mætti í gær, búinn að taka eina æfingu með liðinu og það eru mestu lætin í honum á bekknum. Ég er ánægður með hann hingað til en svo þurfum við bara að sjá hvernig hann er inná vellinum,“ sagði Óskar Þór um nýja manninn. Skagamenn kveðja íþróttahúsið á Vesturgötu eftir leikinn í kvöld og flytja loksins í nýju AvAir höllina við Jaðarsbakka. Húsið hefur lengi spilað stórt hlutverk í körfuboltanum á Akranesi. „Það er bara æðislegt að kveðja húsið svona. Mikið hrós á okkar fólk bara enn og aftur. Það er geggjuð stemning hérna og ólýsanlegt að spila fyrir þetta fólk,“ sagði þjálfari Skagamanna að lokum.
Bónus-deild karla ÍA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Fleiri fréttir „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Sjá meira