Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar 25. október 2025 09:30 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur virðist staðföst í áformum um að hækka skatta á ferðamenn með nýjum álögum án þess að gera sér grein fyrir raunverulegum áhrifum ferðaþjónustunnar á íslenskt efnahagslíf. Erlendir ferðamenn greiða þegar gífurlegar fjárhæðir í ríkissjóð í formi virðisaukaskatts, án þess að fá þjónustu á móti. Hver ferðamaður greiðir að jafnaði yfir 7.000 krónur á dag í virðisaukaskatt, sem samsvarar rúmlega 200 milljörðum króna árlega. Ferðaþjónustan er því ein stærsta tekjulind ríkissjóðs, og skilar margfalt meiri tekjum en nokkur sértæk gjaldtaka eða innviðagjöld geta gert. Reynslan sýnir jafnframt að ný gjöld, eins og innviðagjald á skemmtiferðaskip, hafa þegar haft neikvæð áhrif á bókanir og þar með tekjur. Skattahækkanir á ferðamenn eru tvíeggjað sverð. Ef ferðamönnum fækkar, minnka tekjur ríkissjóðs, jafnvel þó skattar á þá hækki. Fækkun um 100.000 ferðamenn jafngildir 10 milljarða króna tekjutapi. Fjölgun um 200.000 ferðamenn skilar 20 milljarða króna tekjuaukningu. Ferðaþjónustan eykur tekjur ríkisins án þess að krefjast mikils. Virðisaukaskattur er neytendaskattur, ekki skattur á fyrirtæki. Þau sjá aðeins um að innheimta skattinn. Það eru ferðamennirnir sem greiða hann og þannig skapa þeir hreinar nýjar tekjur fyrir ríkissjóð. Þeir eru viðbótarneytendur sem koma með nýtt fjármagn inn í hagkerfið, án þess að fá mikla opinbera þjónustu á móti. Ferðaþjónustan hefur á undanförnum árum verið ein öflugasta tekjulind ríkissjóðs, fjárfest í mannauði, tækjum, þjónustu og markaðssetningu Íslands. Hún hefur þannig fjölgað skattgreiðendum og aukið tekjur ríkissjóðs svo um munar. Að hækka skatta á atvinnugrein sem þegar skilar svona miklu er skammsýn stefna. Það er eins og að pissa í skóinn sinn og gleyma að frostið bítur þegar frá líður. Skynsamleg leið til framtíðar Árangursrík skattastefna byggir ekki á hærri prósentum heldur á heilbrigðu atvinnulífi og virku samstarfi. Ferðaþjónustan á að vera tilbúin til að vinna með stjórnvöldum að einföldum og sanngjörnum lausnum sem samræma hagsmuni ríkissjóðs og áfangastaða. Ef markmiðið er að tengja tekjur ríkissjóðs við aðgang ferðamanna að náttúru landsins, ætti að nýta núverandi kerfi í stað nýrra flókinna gjaldtaka. Ein einföld og framkvæmanleg leið væri að leggja virðisaukaskatt á bílastæðagjöld sem eru við vinsæla ferðamannastaði. Slík aðgerð hefði takmörkuð áhrif á upplifun ferðamanna, krefðist ekki nýrra stofnana eða eftirlits og tryggði ríkissjóði eðlilegt hlutfall af þeirri verðmætasköpun sem ferðaþjónustan þegar stendur undir. Höfundur er fyrrverandi varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Ferðaþjónusta Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur virðist staðföst í áformum um að hækka skatta á ferðamenn með nýjum álögum án þess að gera sér grein fyrir raunverulegum áhrifum ferðaþjónustunnar á íslenskt efnahagslíf. Erlendir ferðamenn greiða þegar gífurlegar fjárhæðir í ríkissjóð í formi virðisaukaskatts, án þess að fá þjónustu á móti. Hver ferðamaður greiðir að jafnaði yfir 7.000 krónur á dag í virðisaukaskatt, sem samsvarar rúmlega 200 milljörðum króna árlega. Ferðaþjónustan er því ein stærsta tekjulind ríkissjóðs, og skilar margfalt meiri tekjum en nokkur sértæk gjaldtaka eða innviðagjöld geta gert. Reynslan sýnir jafnframt að ný gjöld, eins og innviðagjald á skemmtiferðaskip, hafa þegar haft neikvæð áhrif á bókanir og þar með tekjur. Skattahækkanir á ferðamenn eru tvíeggjað sverð. Ef ferðamönnum fækkar, minnka tekjur ríkissjóðs, jafnvel þó skattar á þá hækki. Fækkun um 100.000 ferðamenn jafngildir 10 milljarða króna tekjutapi. Fjölgun um 200.000 ferðamenn skilar 20 milljarða króna tekjuaukningu. Ferðaþjónustan eykur tekjur ríkisins án þess að krefjast mikils. Virðisaukaskattur er neytendaskattur, ekki skattur á fyrirtæki. Þau sjá aðeins um að innheimta skattinn. Það eru ferðamennirnir sem greiða hann og þannig skapa þeir hreinar nýjar tekjur fyrir ríkissjóð. Þeir eru viðbótarneytendur sem koma með nýtt fjármagn inn í hagkerfið, án þess að fá mikla opinbera þjónustu á móti. Ferðaþjónustan hefur á undanförnum árum verið ein öflugasta tekjulind ríkissjóðs, fjárfest í mannauði, tækjum, þjónustu og markaðssetningu Íslands. Hún hefur þannig fjölgað skattgreiðendum og aukið tekjur ríkissjóðs svo um munar. Að hækka skatta á atvinnugrein sem þegar skilar svona miklu er skammsýn stefna. Það er eins og að pissa í skóinn sinn og gleyma að frostið bítur þegar frá líður. Skynsamleg leið til framtíðar Árangursrík skattastefna byggir ekki á hærri prósentum heldur á heilbrigðu atvinnulífi og virku samstarfi. Ferðaþjónustan á að vera tilbúin til að vinna með stjórnvöldum að einföldum og sanngjörnum lausnum sem samræma hagsmuni ríkissjóðs og áfangastaða. Ef markmiðið er að tengja tekjur ríkissjóðs við aðgang ferðamanna að náttúru landsins, ætti að nýta núverandi kerfi í stað nýrra flókinna gjaldtaka. Ein einföld og framkvæmanleg leið væri að leggja virðisaukaskatt á bílastæðagjöld sem eru við vinsæla ferðamannastaði. Slík aðgerð hefði takmörkuð áhrif á upplifun ferðamanna, krefðist ekki nýrra stofnana eða eftirlits og tryggði ríkissjóði eðlilegt hlutfall af þeirri verðmætasköpun sem ferðaþjónustan þegar stendur undir. Höfundur er fyrrverandi varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun