Handbolti

Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Rúnar Kárason skoraði átta mörk fyrir Fram í dag.
Rúnar Kárason skoraði átta mörk fyrir Fram í dag. Vísir/Diego

Tveir leikir fóru fram í Olís-deild karla í handbolta í dag. Íslandsmeistarar Fram unnu afar öruggan ellefu marka útisigur gegn HK og ÍBV vann nauman tveggja marka sigur gegn KA.

Eftir jafnar upphafsmínútur tóku Framarar öll völd á vellinum er liðið heimsótti HK. Á níu mínútna kafla breyttu gestirnir stöðunni úr 3-3 í 5-10 og munurinn var orðinn níu mörk þegar flautað var til hálfleiks, staðan 12-21.

Það var því í raun aðeins formsatriði fyrir Fram að klára leikinn í síðari hálfleik og niðurstaðan varð að lokum ellefu marka sigur Fram, 29-40.

Þá vann ÍBV nauman tveggja marka sigur gegn KA, 36-34.

Jafnt var á öllum tölum stærstan hluta leiksins og Eyjamenn leiddu með einu marki í hálfleik, 18-17.

Síðari hálfleikur bauð svo einnig upp á spennu, en það voru að lokum Eyjamenn sem höfðu betur, 36-34.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×