Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar 27. október 2025 09:01 Þann 24. október var kvennaverkfallið haldið í 50. sinn. Í hálfa öld hafa konur á Íslandi staðið saman og minnt á að án þeirra stöðvast samfélagið. Þær hafa krafist þess að störf þeirra séu metin, að laun þeirra endurspegli ábyrgðina sem þær bera og að rödd þeirra heyrist. En jafnvel í samfélagi sem telur sig vera í fararbroddi í jafnréttismálum er enn einn geiri þar sem misréttið lifir og hrærir: heilbrigðiskerfið. Um 80% starfsmanna Landspítalans eru konur. Konur sjá um umönnun, hjúkrun, aðstoð og mannlega nærveru. Þættina sem halda kerfinu uppi dag frá degi. Ef konurnar myndu leggja niður störf myndi heilbrigðiskerfið lamast á örfáum dögum. Það er óumdeilanlegt. Þrátt fyrir þetta blasir kaldhæðnin við, sama kerfi og þær halda uppi, tekur þær síður alvarlega þegar þær stíga þar inn sem sjúklingar. Það er sorgleg staðreynd að margar konur á Íslandi upplifa að þær séu ekki teknar alvarlega þegar þær leita sér læknisaðstoðar. Einkenni þeirra eru oft afskrifuð sem kvíði, streita eða hormónar. Þær fá ráð um að „slaka á“ þegar í raun eru þær að lýsa alvarlegum veikindum. Fjölmargar konur segja frá því að þær hafi þurft að hafa karlmann með sér til að fá lækninn til að hlusta. Að sama lýsingin, sögð með djúpri karlrödd, veki allt í einu viðbrögð, rannsóknir og meðferð. Þegar konan talar ein, er henni hins vegar mætt með efa eða hunsun. Þetta er ekki tilviljun, heldur kerfislægur kynjamismunur innbyggður í menningu heilbrigðiskerfisins, í kennslubókum, í greiningum og jafnvel í rannsóknum. Flestir sjúkdómar sem hrjá konur hafa lengi verið vanrannsakaðir, misskildir eða einfaldlega hunsaðir. Þetta á við um sjúkdóma eins og Endó, PCOS, POTS, króníska þreytu, hormónatengda sjúkdóma, sársauka og ónæmisraskanir. Þeir eru oft taldir „óútskýrðir“ en það sem raunverulega skortir er ekki svör, heldur áhugi, rannsóknarfé og virðing fyrir reynslu kvenna. Heilbrigðiskerfið var í áratugi byggt á rannsóknum á karlmönnum. Að svokallaðir kvensjúkdómar voru rannsakaðir á karlkynslíkömum. Líkami karlsins var talinn „sjálfgefinn“ líkami mannsins og af því leiddi að konur voru undantekningin. Þess vegna eru einkenni hjartaáfalla hjá konum síður þekkt, verkir þeirra teknir minna alvarlega og sjúkdómar þeirra greindir seinna. Þetta hefur ekki bara áhrif á lífsgæði kvenna, heldur getur bókstaflega kostað þær lífið. Þegar konur lýsa veikindum sínum eru þær alltof oft sakaðar um að ýkja eða vera „of næmar“. Þegar þær krefjast útskýringa eru þær merktar sem „erfiðar“. Þegar þær spyrja of margra spurninga eru þær sagt að hætta að googla. Þetta er ekki jafnræði, þetta er valdbeiting, fínleg, menningarleg og kerfisbundin. Við megum ekki sætta okkur við heilbrigðiskerfi þar sem trúverðugleiki sjúklings ræðst af kyni hans. Kvennaverkfallið minnir okkur á að jafnrétti er ekki aflokið verkefni. Það þarf að berjast fyrir því á hverjum degi, á vinnustöðum, í skólum og já, á heilsugæslum og spítölum landsins. Það er ekki hægt að tala um jafnrétti á Íslandi á meðan heilbrigðiskerfið hlustar frekar á karla en konur. Það er ekki hægt að hrósa sér af jafnrétti á meðan sjúkdómar kvenna eru hunsaðir, rannsóknir á þeim vanræktar og reynsla þeirra gerð ósýnileg. Konur halda heilbrigðiskerfinu gangandi en kerfið verður ekki heilbrigt fyrr en það hlustar líka á þær. Það er kominn tími til að stjórnvöld, heilbrigðisyfirvöld og fagfólk í kerfinu taki þessu alvarlega. Það þarf að breyta menningunni, viðhorfunum og verklaginu. Ekki með einhverjum fallegum orðum, heldur með aðgerðum. Við krefjumst þess að konur séu teknar jafn alvarlega og karlar, að veikindi þeirra fái sömu athygli og að rödd þeirra verði ekki lengur þögguð. Jafnrétti má ekki enda við hurð spítalans. Það á að byrja þar. Höfundur er kennaranemi við HA og sjúklingur með POTS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennaverkfall Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 24. október var kvennaverkfallið haldið í 50. sinn. Í hálfa öld hafa konur á Íslandi staðið saman og minnt á að án þeirra stöðvast samfélagið. Þær hafa krafist þess að störf þeirra séu metin, að laun þeirra endurspegli ábyrgðina sem þær bera og að rödd þeirra heyrist. En jafnvel í samfélagi sem telur sig vera í fararbroddi í jafnréttismálum er enn einn geiri þar sem misréttið lifir og hrærir: heilbrigðiskerfið. Um 80% starfsmanna Landspítalans eru konur. Konur sjá um umönnun, hjúkrun, aðstoð og mannlega nærveru. Þættina sem halda kerfinu uppi dag frá degi. Ef konurnar myndu leggja niður störf myndi heilbrigðiskerfið lamast á örfáum dögum. Það er óumdeilanlegt. Þrátt fyrir þetta blasir kaldhæðnin við, sama kerfi og þær halda uppi, tekur þær síður alvarlega þegar þær stíga þar inn sem sjúklingar. Það er sorgleg staðreynd að margar konur á Íslandi upplifa að þær séu ekki teknar alvarlega þegar þær leita sér læknisaðstoðar. Einkenni þeirra eru oft afskrifuð sem kvíði, streita eða hormónar. Þær fá ráð um að „slaka á“ þegar í raun eru þær að lýsa alvarlegum veikindum. Fjölmargar konur segja frá því að þær hafi þurft að hafa karlmann með sér til að fá lækninn til að hlusta. Að sama lýsingin, sögð með djúpri karlrödd, veki allt í einu viðbrögð, rannsóknir og meðferð. Þegar konan talar ein, er henni hins vegar mætt með efa eða hunsun. Þetta er ekki tilviljun, heldur kerfislægur kynjamismunur innbyggður í menningu heilbrigðiskerfisins, í kennslubókum, í greiningum og jafnvel í rannsóknum. Flestir sjúkdómar sem hrjá konur hafa lengi verið vanrannsakaðir, misskildir eða einfaldlega hunsaðir. Þetta á við um sjúkdóma eins og Endó, PCOS, POTS, króníska þreytu, hormónatengda sjúkdóma, sársauka og ónæmisraskanir. Þeir eru oft taldir „óútskýrðir“ en það sem raunverulega skortir er ekki svör, heldur áhugi, rannsóknarfé og virðing fyrir reynslu kvenna. Heilbrigðiskerfið var í áratugi byggt á rannsóknum á karlmönnum. Að svokallaðir kvensjúkdómar voru rannsakaðir á karlkynslíkömum. Líkami karlsins var talinn „sjálfgefinn“ líkami mannsins og af því leiddi að konur voru undantekningin. Þess vegna eru einkenni hjartaáfalla hjá konum síður þekkt, verkir þeirra teknir minna alvarlega og sjúkdómar þeirra greindir seinna. Þetta hefur ekki bara áhrif á lífsgæði kvenna, heldur getur bókstaflega kostað þær lífið. Þegar konur lýsa veikindum sínum eru þær alltof oft sakaðar um að ýkja eða vera „of næmar“. Þegar þær krefjast útskýringa eru þær merktar sem „erfiðar“. Þegar þær spyrja of margra spurninga eru þær sagt að hætta að googla. Þetta er ekki jafnræði, þetta er valdbeiting, fínleg, menningarleg og kerfisbundin. Við megum ekki sætta okkur við heilbrigðiskerfi þar sem trúverðugleiki sjúklings ræðst af kyni hans. Kvennaverkfallið minnir okkur á að jafnrétti er ekki aflokið verkefni. Það þarf að berjast fyrir því á hverjum degi, á vinnustöðum, í skólum og já, á heilsugæslum og spítölum landsins. Það er ekki hægt að tala um jafnrétti á Íslandi á meðan heilbrigðiskerfið hlustar frekar á karla en konur. Það er ekki hægt að hrósa sér af jafnrétti á meðan sjúkdómar kvenna eru hunsaðir, rannsóknir á þeim vanræktar og reynsla þeirra gerð ósýnileg. Konur halda heilbrigðiskerfinu gangandi en kerfið verður ekki heilbrigt fyrr en það hlustar líka á þær. Það er kominn tími til að stjórnvöld, heilbrigðisyfirvöld og fagfólk í kerfinu taki þessu alvarlega. Það þarf að breyta menningunni, viðhorfunum og verklaginu. Ekki með einhverjum fallegum orðum, heldur með aðgerðum. Við krefjumst þess að konur séu teknar jafn alvarlega og karlar, að veikindi þeirra fái sömu athygli og að rödd þeirra verði ekki lengur þögguð. Jafnrétti má ekki enda við hurð spítalans. Það á að byrja þar. Höfundur er kennaranemi við HA og sjúklingur með POTS.
Skoðun Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar