Fótbolti

Danir heiðra Michael Laudrup

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Michael Laudrup í leik með danska landsliðinu á móti Úrúgvæ á heimsmeistaramótinu í Mexíkó 1986.
Michael Laudrup í leik með danska landsliðinu á móti Úrúgvæ á heimsmeistaramótinu í Mexíkó 1986. Getty/Peter Robinson

Danska knattspyrnugoðsögnin Michael Laudrup fékk sérstök heiðursverðlaun um helgina þegar hann varð viðtakandi Gandil-verðlaunanna.

Þetta eru verðlaun sem þeir fá sem hafa haft mikla sögulega þýðingu fyrir danskan fótbolta.

Þetta er annað árið sem Gandil-verðlaunin eru afhent en í fyrra fékk Sepp Piontek verðlaunin.

Piontek var þjálfari danska liðsins sem sló í gegn á níunda áratugnum, komst í undanúrslitin á EM 1984 og vakti mikla athygli fyrir frammistöðu sína í riðlakeppni HM í Mexíkó 1986.

Laudrup var einmitt leikmaður í þessu frábæra liði en hann var ein stærsta knattspyrnustjarna heims á níunda og tíunda áratugnum.

Laudrup lék 104 landsleiki og skoraði 37 mörk fyrir danska landsliðið frá 1982 til 1998.

Hann spilaði fyrir stórlið Juventus, Barcelona og Real Madrid á hápunkti ferils síns.

Laudrup náði því að vinna Real Madrid 5-0 með Barcelona árið 1994. Hann færði sig svo yfir til Real Madrid og hjálpaði Real að vinna Barcelona 5-0 aðeins 364 dögum síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×