Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar 27. október 2025 14:30 Í síðustu viku var ný íslensk-ensk veforðabók opnuð við hátíðlega athöfn í Eddu. Hún er hvorki meira né minna en tíunda tvímála veforðabókin sem komið hefur út hjá Árnastofnun á síðustu fjórtán árum og er gjaldfrjáls og opin öllum á vefnum – eins og þær allar á undan henni. Á undan hafa komið íslensk–dönsk, sænsk, norsk bókmál, nýnorsk, færeysk, finnsk, frönsk, þýsk og pólsk orðabók - en sú síðastnefnda var opnuð í mars, fyrr á þessu ári. Norrænu orðabækurnar voru birtar árið 2011, en hinar hafa síðan komið út koll af kolli. Þessi gróska í orðabókastarfi á Árnastofnun sýnir hve þörfin er brýn að tengja tungumál og búa til aðgengileg hjálpartæki fyrir tungumálanám. Árið 2003-4 sameinuðust Norðurlöndin, fyrir utan Finnland, í að fjármagna gerð norrænna tvímálaorðabóka sem hefðu íslensku sem grunnmál. Þá var þegar til alveg nýr íslenskugrunnur sem byggðist á vinnu og rannsóknum fræðimanna á Árnastofnun, áður á Orðabók Háskólans, sem endurspeglaði nútímamálið. Sú vinna fullkomnaðist svo í Íslenskri nútímamálsorðabók sem við opnuðum formlega á síðasta ári en er hún öllum aðgengileg, einnig í opnu aðgengi. Hún hefur þegar verið nýtt í mörgum nýjum máltækniverkefnum, eins og samheitavefnum sem Miðeind birti í fyrra. Þessar veforðabækur hafa brotið blað því að þær eru gjaldfrjálsar á netinu og byggja á nýrri rannsóknarvinnu á orðaforðanum og þær eru einnig á forræði okkar sjálfra en ekki stórfyrirtækja. Þær hafa fengið firnagóðar viðtökur notenda, sem sýnir hve mikil þörf er á að byggja brýr á milli allra þessara tungumála. Það hefur lengi verið þörf á nýrri íslensk-enskri orðabók sem sinnt gæti þörfum þess stóra og ört vaxandi hóps sem lærir íslensku tungu og getur ekki nýtt þær orðabækur sem eru á markaðnum. Þá er enska mikilvæga millimálið og er vissulega umhugsunarvert hve langan tíma að það tók að láta hana verða að veruleika. Það er erfitt að fjármagna slík verkefni, jafnvel í rannsóknarsjóðum þó að mikil rannsóknarvinna liggi þeim til grundvallar. Við nutum styrkja úr sjóði Áslaugar Hafliðadóttur, sem styrkir íslenskuverkefni, en ekki síst myndarlegra styrkja frá menningar- og viðskiptaráðuneyti. Nýi íslenskugrunnurinn er gullfóturinn undir allri orðabókarvinnunni og hann hefur stækkað mjög á síðustu árum, og telur nú um 56 þúsund uppflettiorð. Við nýtum máltækni til að grípa nýjan orðaforða jafnt og þétt til að uppfæra orðabækurnar, efla gögnin og gera þau betri. Við gerð íslensk-ensku orðabókarinnar nýttum við máltækni og gervigreind einnig markvisst til að flýta vinnunni, eins og sjálfvirkar þýðingar, með því varð til orðasafn sem þurfti síðan að fara vandlega yfir því að enn er íslenska ekki nægilega öflug og málnotkunin nákvæm í hinum stóru mállíkönum. Við áttum afar gjöfult samstarf við Max Naylor sem kennir íslensku við Edinborgarháskóla, en geta má þess að íslenska, nútímamálið eða forníslenska, er kennd við hundrað háskóla í heiminum svo að markhópur orðabókanna er ekki síður utanlands. Hann þýddi íslenska orðaforðann ásamt Birni Halldórssyni. Á stofnuninni hafa margir lagt hönd á plóg í gegnum árin. Þórdís Úlfarsdóttir er ritstjóri íslensk-ensku orðabókarinnar, og Halldóra Jónsdóttir verkefnisstjóri, en Steinþór Steingrímsson leiddi máltæknivinnuna. Við vonum að orðabókinni verði fagnað af öllum sem læra íslenska tungu sem annað mál. Orðabókin mun einnig nýtast öllum þeim sem þurfa að finna réttu orðin fyrir hugsun sína á ensku. Ef okkur er alvara með að auðvelda þeim sem hingað koma að læra á íslensku, styðjum við myndarlega við íslenskukennslu á fyrstu árum dvalar hér á landi og eflum þau opnu hjálpartæki og lesefni sem er til reiðu. Það gerir það enginn fyrir okkur. Íslensk-enska orðabókin lifir nú sínu eigin lífi á veraldarvefnum (enska.arnastofnun.is) – en við munum ekki hætta að hugsa um hana og efla. Við miðlum henni á vefgáttum Árnastofnunar, t.d. á m.is sem er ætluð skólabörnum og þeim sem læra íslensku sem annað mál, en líka á málið.is sem geymir allar orðabækurnar. Megið þið vel njóta. Höfundur er forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og prófessor við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku var ný íslensk-ensk veforðabók opnuð við hátíðlega athöfn í Eddu. Hún er hvorki meira né minna en tíunda tvímála veforðabókin sem komið hefur út hjá Árnastofnun á síðustu fjórtán árum og er gjaldfrjáls og opin öllum á vefnum – eins og þær allar á undan henni. Á undan hafa komið íslensk–dönsk, sænsk, norsk bókmál, nýnorsk, færeysk, finnsk, frönsk, þýsk og pólsk orðabók - en sú síðastnefnda var opnuð í mars, fyrr á þessu ári. Norrænu orðabækurnar voru birtar árið 2011, en hinar hafa síðan komið út koll af kolli. Þessi gróska í orðabókastarfi á Árnastofnun sýnir hve þörfin er brýn að tengja tungumál og búa til aðgengileg hjálpartæki fyrir tungumálanám. Árið 2003-4 sameinuðust Norðurlöndin, fyrir utan Finnland, í að fjármagna gerð norrænna tvímálaorðabóka sem hefðu íslensku sem grunnmál. Þá var þegar til alveg nýr íslenskugrunnur sem byggðist á vinnu og rannsóknum fræðimanna á Árnastofnun, áður á Orðabók Háskólans, sem endurspeglaði nútímamálið. Sú vinna fullkomnaðist svo í Íslenskri nútímamálsorðabók sem við opnuðum formlega á síðasta ári en er hún öllum aðgengileg, einnig í opnu aðgengi. Hún hefur þegar verið nýtt í mörgum nýjum máltækniverkefnum, eins og samheitavefnum sem Miðeind birti í fyrra. Þessar veforðabækur hafa brotið blað því að þær eru gjaldfrjálsar á netinu og byggja á nýrri rannsóknarvinnu á orðaforðanum og þær eru einnig á forræði okkar sjálfra en ekki stórfyrirtækja. Þær hafa fengið firnagóðar viðtökur notenda, sem sýnir hve mikil þörf er á að byggja brýr á milli allra þessara tungumála. Það hefur lengi verið þörf á nýrri íslensk-enskri orðabók sem sinnt gæti þörfum þess stóra og ört vaxandi hóps sem lærir íslensku tungu og getur ekki nýtt þær orðabækur sem eru á markaðnum. Þá er enska mikilvæga millimálið og er vissulega umhugsunarvert hve langan tíma að það tók að láta hana verða að veruleika. Það er erfitt að fjármagna slík verkefni, jafnvel í rannsóknarsjóðum þó að mikil rannsóknarvinna liggi þeim til grundvallar. Við nutum styrkja úr sjóði Áslaugar Hafliðadóttur, sem styrkir íslenskuverkefni, en ekki síst myndarlegra styrkja frá menningar- og viðskiptaráðuneyti. Nýi íslenskugrunnurinn er gullfóturinn undir allri orðabókarvinnunni og hann hefur stækkað mjög á síðustu árum, og telur nú um 56 þúsund uppflettiorð. Við nýtum máltækni til að grípa nýjan orðaforða jafnt og þétt til að uppfæra orðabækurnar, efla gögnin og gera þau betri. Við gerð íslensk-ensku orðabókarinnar nýttum við máltækni og gervigreind einnig markvisst til að flýta vinnunni, eins og sjálfvirkar þýðingar, með því varð til orðasafn sem þurfti síðan að fara vandlega yfir því að enn er íslenska ekki nægilega öflug og málnotkunin nákvæm í hinum stóru mállíkönum. Við áttum afar gjöfult samstarf við Max Naylor sem kennir íslensku við Edinborgarháskóla, en geta má þess að íslenska, nútímamálið eða forníslenska, er kennd við hundrað háskóla í heiminum svo að markhópur orðabókanna er ekki síður utanlands. Hann þýddi íslenska orðaforðann ásamt Birni Halldórssyni. Á stofnuninni hafa margir lagt hönd á plóg í gegnum árin. Þórdís Úlfarsdóttir er ritstjóri íslensk-ensku orðabókarinnar, og Halldóra Jónsdóttir verkefnisstjóri, en Steinþór Steingrímsson leiddi máltæknivinnuna. Við vonum að orðabókinni verði fagnað af öllum sem læra íslenska tungu sem annað mál. Orðabókin mun einnig nýtast öllum þeim sem þurfa að finna réttu orðin fyrir hugsun sína á ensku. Ef okkur er alvara með að auðvelda þeim sem hingað koma að læra á íslensku, styðjum við myndarlega við íslenskukennslu á fyrstu árum dvalar hér á landi og eflum þau opnu hjálpartæki og lesefni sem er til reiðu. Það gerir það enginn fyrir okkur. Íslensk-enska orðabókin lifir nú sínu eigin lífi á veraldarvefnum (enska.arnastofnun.is) – en við munum ekki hætta að hugsa um hana og efla. Við miðlum henni á vefgáttum Árnastofnunar, t.d. á m.is sem er ætluð skólabörnum og þeim sem læra íslensku sem annað mál, en líka á málið.is sem geymir allar orðabækurnar. Megið þið vel njóta. Höfundur er forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og prófessor við Háskóla Íslands.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun