Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. október 2025 17:22 Mynd úr safni frá lögreglustöðinni á Eskifirði. Vísir/Jóhann K. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur skipað Kristmund Stefán Einarsson í embætti lögreglustjóra á Austurlandi. Skipun Kristmundar tekur gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu, en ekki hefur verið skipað í embættið síðan Margrét María Sigurðardóttir, fyrrverandi lögreglustjóri á Austurlandi, var skipuð í embætti framkvæmdastjóra nýrrar Mannréttindastofnunar Íslands sem tók til starfa þann 1. maí. Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, hefur hins vegar tímabundið verið settur lögreglustjóri í umdæminu síðann. Í tilkynningu ráðuneytisins segir að Kristmundur, sem er menntaður lögreglumaður og lögfræðingur, hafi starfað innan lögreglunnar í tæp átján ár. „Kristmundur Stefán hefur síðan í febrúar 2025 starfað sem aðalvarðstjóri og samhliða því aðstoðarsaksóknari við embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Kristmundur hefur í starfi sínu sem aðalvarðstjóri hjá embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu borið ábyrgð á að stýra 35 manna deild. Hann hefur átt frumkvæði að og stýrt fjölmörgum umbótaverkefnum hjá embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Kristmundur hóf störf hjá lögreglunni árið 2007 og lauk námi við Lögregluskóla ríkisins árið 2009. Árið 2018 lauk hann meistaraprófi í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands,“ segir meðal annars um bakgrunn Kristmundar í tilkynningunni. Þá hafi hann starfað sem lögreglumaður á nokkrum stöðum á landsbyggðinni, það er á Blönduósi, Selfossi og á Þórshöfn og starfaði við almenna löggæslu á höfuðborgarsvæðinu frá 2010 til 2017. Síðan hefur hann meðal annars gegnt hlutverki staðgengils varðstjóra, verið aðstoðarsaksóknari, sem teymisstjóri á ákærusviði og aðalvarðstjóri hjá lrh. Þá hefur hann sinnt afleysingarstörfum fyrir embætti lögreglustjóranna á Vestfjörðum og á Austfjörðum. Lögreglan Vistaskipti Fjarðabyggð Múlaþing Fljótsdalshreppur Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu, en ekki hefur verið skipað í embættið síðan Margrét María Sigurðardóttir, fyrrverandi lögreglustjóri á Austurlandi, var skipuð í embætti framkvæmdastjóra nýrrar Mannréttindastofnunar Íslands sem tók til starfa þann 1. maí. Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, hefur hins vegar tímabundið verið settur lögreglustjóri í umdæminu síðann. Í tilkynningu ráðuneytisins segir að Kristmundur, sem er menntaður lögreglumaður og lögfræðingur, hafi starfað innan lögreglunnar í tæp átján ár. „Kristmundur Stefán hefur síðan í febrúar 2025 starfað sem aðalvarðstjóri og samhliða því aðstoðarsaksóknari við embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Kristmundur hefur í starfi sínu sem aðalvarðstjóri hjá embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu borið ábyrgð á að stýra 35 manna deild. Hann hefur átt frumkvæði að og stýrt fjölmörgum umbótaverkefnum hjá embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Kristmundur hóf störf hjá lögreglunni árið 2007 og lauk námi við Lögregluskóla ríkisins árið 2009. Árið 2018 lauk hann meistaraprófi í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands,“ segir meðal annars um bakgrunn Kristmundar í tilkynningunni. Þá hafi hann starfað sem lögreglumaður á nokkrum stöðum á landsbyggðinni, það er á Blönduósi, Selfossi og á Þórshöfn og starfaði við almenna löggæslu á höfuðborgarsvæðinu frá 2010 til 2017. Síðan hefur hann meðal annars gegnt hlutverki staðgengils varðstjóra, verið aðstoðarsaksóknari, sem teymisstjóri á ákærusviði og aðalvarðstjóri hjá lrh. Þá hefur hann sinnt afleysingarstörfum fyrir embætti lögreglustjóranna á Vestfjörðum og á Austfjörðum.
Lögreglan Vistaskipti Fjarðabyggð Múlaþing Fljótsdalshreppur Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Sjá meira