„Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. október 2025 19:00 Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi. Vísir/Vilhelm Ríkisendurskoðandi segir að engin formleg tilkynning hafi borist til embættisins frá starfsfólki um einelti, kynbundið eða kynferðislegt áreiti eða ofbeldi. Hann myndi taka á slíkum málum. Hann harmar að innri mál embættisins séu til umfjöllunar í fjölmiðlum og hefur ekki íhugað stöðu sína. Starfsmannamál Ríkisendurskoðunar hafa verið til umfjöllunar eftir að starfsmannakannanir og gögnum var komið til fjölmiðla í dag sem sýna afar neikvæða mynd af starfsmannamálum stofnunarinnar. Þar ber einna hæst að meira en einn af hverjum tíu starfsmönnum Ríkisendurskoðunar upplifði svokölluð EKKO-mál síðustu sex mánuðina á undan. EKKO- stendur fyrir einelti, kynferðislegt, kynbundið eða ofbeldi. Þá höfðu 41 prósent orðið vitni að slíku ofbeldi. Engar formlegar tilkynningar borist um EKKO Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi segir að engin formleg tilkynning hafi borist um EKKO- mál. Ekki sé hægt að bregðast við málum sem eru ekki tilkynnt. „Þegar kemur að þessum upplifunum starfsfólks sem er tilefni þessa fréttaflutnings finnst mér ástæða til að árétta að hér hafa engin EKKO mál- komið upp. Það var verið að mæla upplifanir starfsfólks í áhættukönnuninni sem um ræðir. Það hafa hins vegar engar formlegar tilkynningar borist til embættisins. Kæmu þær fram myndi ég taka þeim mjög alvarlega og koma þeim í viðeigandi farveg. Það er erfitt að taka á málum þegar engar formlegar upplýsingar liggja fyrir. Ég sem æðsti yfirmaður sé um að allir fái réttláta málsmeðferð. En þegar um er að ræða óupplýstar upplifanir þá er ekki hægt að bregðast við. Þegar áhættumatið lá fyrir í september í fyrra þá settum við starfsmannamálin í ákveðinn farveg og höfum unnið markvisst að inngripum allar götur síðan,“ segir hann. Starfsfólk hafi ekki ástæðu til að óttast Aðspurður um hvort starfsfólk hætti mögulega ekki á að tilkynna um slík mál á formlegan hátt svarar Guðmundur: „Starfsfólk hefur enga ástæðu til að óttast að tilkynna slík mál, ég hef ekkert umburðarlyndi fyrir svona málum.“ Guðmundur segir að hann hafi gert talsverðar breytingar á embættinu frá því hann hóf störf þar árið 2022 í því skyni að bæta það. „Það hafa verið gerðar töluverðar breytingar á starfseminni frá því ég tók við og þær geta tekið á. En ég er sannfærður um að þær séu af hinu góða og muni styrkja embættið til framtíðar,“ segir hann. Guðmundur segir að gagnrýni á að hann hafi tekið að sér verkefni mannauðsstjóra byggi á misskilningi. „Mannauðsstjóri er í fæðingarorlofi. Ríkisendurskoðandi er æðsti stjórnandi Ríkisendurskoðunar og allar ákvarðanir enda hjá honum. Meðan mannauðsstjóri er í fæðingarorlofi liggja verkefnin hjá mínu embætti og öðrum í stofnuninni,“ segir hann. Guðmundur telur ekki tilefni til að íhuga stöðu sína. „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína. Ég harma að innri mál stofnunarinnar séu gerð að fjölmiðlaumfjöllun og tel þá mynd sem þarna er dregin upp ekki raunsanna. Umfjöllunin er neikvæð fyrir starfsfólk og mitt verkefni að halda utan um það á tímum sem þessum. Samband mitt við starfsfólk er almennt mjög gott. Hér er afskaplega hæfur og góður mannauður sem mér þykir vænt um að fá tækifæri til að starfa með,“ segir hann að lokum. Ríkisendurskoðun Alþingi Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Sjá meira
Starfsmannamál Ríkisendurskoðunar hafa verið til umfjöllunar eftir að starfsmannakannanir og gögnum var komið til fjölmiðla í dag sem sýna afar neikvæða mynd af starfsmannamálum stofnunarinnar. Þar ber einna hæst að meira en einn af hverjum tíu starfsmönnum Ríkisendurskoðunar upplifði svokölluð EKKO-mál síðustu sex mánuðina á undan. EKKO- stendur fyrir einelti, kynferðislegt, kynbundið eða ofbeldi. Þá höfðu 41 prósent orðið vitni að slíku ofbeldi. Engar formlegar tilkynningar borist um EKKO Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi segir að engin formleg tilkynning hafi borist um EKKO- mál. Ekki sé hægt að bregðast við málum sem eru ekki tilkynnt. „Þegar kemur að þessum upplifunum starfsfólks sem er tilefni þessa fréttaflutnings finnst mér ástæða til að árétta að hér hafa engin EKKO mál- komið upp. Það var verið að mæla upplifanir starfsfólks í áhættukönnuninni sem um ræðir. Það hafa hins vegar engar formlegar tilkynningar borist til embættisins. Kæmu þær fram myndi ég taka þeim mjög alvarlega og koma þeim í viðeigandi farveg. Það er erfitt að taka á málum þegar engar formlegar upplýsingar liggja fyrir. Ég sem æðsti yfirmaður sé um að allir fái réttláta málsmeðferð. En þegar um er að ræða óupplýstar upplifanir þá er ekki hægt að bregðast við. Þegar áhættumatið lá fyrir í september í fyrra þá settum við starfsmannamálin í ákveðinn farveg og höfum unnið markvisst að inngripum allar götur síðan,“ segir hann. Starfsfólk hafi ekki ástæðu til að óttast Aðspurður um hvort starfsfólk hætti mögulega ekki á að tilkynna um slík mál á formlegan hátt svarar Guðmundur: „Starfsfólk hefur enga ástæðu til að óttast að tilkynna slík mál, ég hef ekkert umburðarlyndi fyrir svona málum.“ Guðmundur segir að hann hafi gert talsverðar breytingar á embættinu frá því hann hóf störf þar árið 2022 í því skyni að bæta það. „Það hafa verið gerðar töluverðar breytingar á starfseminni frá því ég tók við og þær geta tekið á. En ég er sannfærður um að þær séu af hinu góða og muni styrkja embættið til framtíðar,“ segir hann. Guðmundur segir að gagnrýni á að hann hafi tekið að sér verkefni mannauðsstjóra byggi á misskilningi. „Mannauðsstjóri er í fæðingarorlofi. Ríkisendurskoðandi er æðsti stjórnandi Ríkisendurskoðunar og allar ákvarðanir enda hjá honum. Meðan mannauðsstjóri er í fæðingarorlofi liggja verkefnin hjá mínu embætti og öðrum í stofnuninni,“ segir hann. Guðmundur telur ekki tilefni til að íhuga stöðu sína. „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína. Ég harma að innri mál stofnunarinnar séu gerð að fjölmiðlaumfjöllun og tel þá mynd sem þarna er dregin upp ekki raunsanna. Umfjöllunin er neikvæð fyrir starfsfólk og mitt verkefni að halda utan um það á tímum sem þessum. Samband mitt við starfsfólk er almennt mjög gott. Hér er afskaplega hæfur og góður mannauður sem mér þykir vænt um að fá tækifæri til að starfa með,“ segir hann að lokum.
Ríkisendurskoðun Alþingi Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Sjá meira