Sport

Elsta konan til klára Járn­karlinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hin áttræða Natalie Grabow kemur í mark á heimsmeistarmótinu í Járnkarli.
Hin áttræða Natalie Grabow kemur í mark á heimsmeistarmótinu í Járnkarli. Getty/Ezra Shaw/

Natalie Grabow setti nýtt heimsmet þegar hún kláraði Járnkarl á Hawaii-eyjum á dögunum. Afrekið vann hún á heimsmeistaramótinu.

Grabow er orðin áttræð og varð þarna elsta konan til að klára Járnmann. Hún kom í mark á sextán klukkutímum og 45 mínútum.

Í Járnkarli þurfa keppendur að synda 3,8 kílómetra, hjóla 180 kílómetra og hlaupa heilt maraþon eða 42,2 kílómetra. Þetta þykir ein allra erfiðasta fjölþrautakeppni heims.

Fyrst var keppt í járnkarli á Hawaii árið 1977 og var Grabow því að skrifa söguna á upphafsslóðum íþróttarinnar.

„Ef þú ert áhugasamur einstaklingur og tilbúinn að leggja hart að þér, þá er aldrei of seint að takast á við nýja áskorun,“ sagði Natalie Grabow, áttatíu ára gömul amma, við komuna í markið.

Hún eignaðist heimsmetið sem áður var í eigu hinnar 78 ára Cherie Gruenfeld.

Grabow lét það ekki spilla fyrir sér að hún datt í markinu eins og sjá má hér fyrir neðan.

Grabow keppti í fyrsta sinn í Járnkarli árið 2006 eða þegar hún var bara 61 árs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×