Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Valur Páll Eiríksson skrifar 28. október 2025 11:39 Eysteinn segir vallarstarfsmenn hafa gert sitt besta við að halda snjó af vellinum í nótt og morgun en við ofurefli að etja. Hann er á leið í skoðunarferð um Kórinn ásamt fulltrúum UEFA. Vísir Niðurstaða stöðufundar fulltrúa UEFA, KSÍ og knattspyrnusambands Norður-Írlands er sú að fyrirhugaður landsleikur Íslands og Norður-Íra geti ekki farið fram á Laugardalsvelli í dag. Fulltrúarnir eru á leið í Kórinn í Kópavogi í skoðunarferð og standa vonir til að leikurinn fari þar fram í kvöld. Mikil snjóþyngd tók við landanum á suðvesturhluta landsins í morgun og var flestum ljóst að vandræðasamt gæti orðið að halda fótboltaleik á Laugardalsvelli. Reglubundinn fundur á leikdegi milli skipuleggjenda leiks og fulltrúa knattspyrnusambanda þjóðanna fór fram klukkan 10:30 og lausna leitað. Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri KSÍ, segir í samtali við íþróttadeild að það sé ljóst að enginn fótbolti verði spilaður í Laugardal þennan þriðjudaginn. Hann var á leið í Kórinn að skoða aðstæður með aðilum UEFA þegar Vísir sló á þráðinn. „Niðurstaðan er sú að það reynist okkur mjög erfitt að spila á Laugardalsvelli í dag á miðað við spánna og hvað snjónum kyngir niður. Við erum að skoða plan B, sem er að spila leikinn innanhús,“ segir Eysteinn og bætir við: „Hvað kemur út úr því er ekki gott að segja. Við erum í þessum töluðu orðum að fara upp eftir með fulltrúum norður-írska liðsins og fulltrúum frá UEFA.“ Einn möguleikinn sem var til skoðunar var að fresta leiknum um einn dag en útlit er fyrir að staðan verði litlu skárri á Laugardalsvelli á morgun. „Staðan er ekki heldur nægilega góð á morgun. Oft er reynt að færa leiki um einn dag, en eins og staðan er núna er það ekkert endilega betra. Það er allt kapp lagt á það skoða hvort það sé hægt að spila leikinn í dag. En til þess þurfa allir aðilar að vera sammála. Það kemur ekki í ljós fyrr en eftir þessa skoðun uppi í Kór,“ segir Eysteinn. Er þetta versta mögulega sviðsmyndin sem blasti við í morgun? „Í nótt var farið að stefna í þetta og menn sem hafa verið lengi hjá sambandinu hafa aldrei séð annað eins. Það hefur verið reynt að moka, vallarstarfsmenn hafa staðið sig vel í því, en það virðist ætla að vera ansi erfitt að halda því gangandi eins og snjónum kyngir niður,“ segir Eysteinn. Búast má við yfirlýsingu frá KSÍ þegar skoðun á Kórnum er lokið. „Fyrsta verkefnið er að koma sér upp í Kór í þessari færð,“ segir Eysteinn. „En vonandi verður þetta komið í ljós fljótlega eftir þá heimsókn. Fljótlega eftir hádegið. Það þarf að gerast, því það er ýmislegt sem þarf að undirbúa ef leikurinn á að fara fram þar í dag.“ Veður KSÍ Landslið kvenna í fótbolta Laugardalsvöllur Þjóðadeild kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjá meira
Mikil snjóþyngd tók við landanum á suðvesturhluta landsins í morgun og var flestum ljóst að vandræðasamt gæti orðið að halda fótboltaleik á Laugardalsvelli. Reglubundinn fundur á leikdegi milli skipuleggjenda leiks og fulltrúa knattspyrnusambanda þjóðanna fór fram klukkan 10:30 og lausna leitað. Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri KSÍ, segir í samtali við íþróttadeild að það sé ljóst að enginn fótbolti verði spilaður í Laugardal þennan þriðjudaginn. Hann var á leið í Kórinn að skoða aðstæður með aðilum UEFA þegar Vísir sló á þráðinn. „Niðurstaðan er sú að það reynist okkur mjög erfitt að spila á Laugardalsvelli í dag á miðað við spánna og hvað snjónum kyngir niður. Við erum að skoða plan B, sem er að spila leikinn innanhús,“ segir Eysteinn og bætir við: „Hvað kemur út úr því er ekki gott að segja. Við erum í þessum töluðu orðum að fara upp eftir með fulltrúum norður-írska liðsins og fulltrúum frá UEFA.“ Einn möguleikinn sem var til skoðunar var að fresta leiknum um einn dag en útlit er fyrir að staðan verði litlu skárri á Laugardalsvelli á morgun. „Staðan er ekki heldur nægilega góð á morgun. Oft er reynt að færa leiki um einn dag, en eins og staðan er núna er það ekkert endilega betra. Það er allt kapp lagt á það skoða hvort það sé hægt að spila leikinn í dag. En til þess þurfa allir aðilar að vera sammála. Það kemur ekki í ljós fyrr en eftir þessa skoðun uppi í Kór,“ segir Eysteinn. Er þetta versta mögulega sviðsmyndin sem blasti við í morgun? „Í nótt var farið að stefna í þetta og menn sem hafa verið lengi hjá sambandinu hafa aldrei séð annað eins. Það hefur verið reynt að moka, vallarstarfsmenn hafa staðið sig vel í því, en það virðist ætla að vera ansi erfitt að halda því gangandi eins og snjónum kyngir niður,“ segir Eysteinn. Búast má við yfirlýsingu frá KSÍ þegar skoðun á Kórnum er lokið. „Fyrsta verkefnið er að koma sér upp í Kór í þessari færð,“ segir Eysteinn. „En vonandi verður þetta komið í ljós fljótlega eftir þá heimsókn. Fljótlega eftir hádegið. Það þarf að gerast, því það er ýmislegt sem þarf að undirbúa ef leikurinn á að fara fram þar í dag.“
Veður KSÍ Landslið kvenna í fótbolta Laugardalsvöllur Þjóðadeild kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjá meira