Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. október 2025 12:11 Halla Þorvaldsdóttir er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins og formaður ráðsins. Vísir/Sigurjón Alma D. Möller heilbrigðisráðherra hefur sett á fót krabbameinsráð sem gegna mun hlutverki samráðsvettvangs um framkvæmd krabbameinsáætlunar. Skipun ráðsins er liður í aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum sem samþykkt var á Alþingi í júní síðastliðnum. Enginn fulltrúi frá Ljósinu á sæti í ráðinu. Í áætluninni eru tilgreindar 16 aðgerðir stjórnvalda til að mæta aukinni tíðni krabbameina á næstu árum og áratugum, ásamt því að viðhalda gæðum og árangri þjónustunnar og tryggja aðgengi að henni. Hlutverk krabbameinsráðs felst í því að hafa yfirsýn yfir árangur af aðgerðum krabbameinsáætlunar og vera heilbrigðisráðherra til ráðgjafar. Einnig að gera tillögur að verkaskiptingu þeirra sem veita krabbameinsþjónustu á öllum stigum heilbrigðisþjónustunnar út frá greiningu á fyrirkomulagi þjónustunnar eins og hún er nú. Enn fremur að benda á tækifæri til samvinnu og umbóta, fylgjast með framþróun innan málaflokksins og koma með tillögur að breytingum þar að lútandi. Eins og fram kemur í greinargerð með aðgerðaáætluninni er spáð mikilli aukningu á nýgreiningum krabbameina á heimsvísu, m.a. vegna mannfjöldabreytinga og hækkandi meðalaldurs. Í nýlegri spá fyrir Ísland er áætlað að fjöldi nýrra krabbameinstilfella frá árinu 2022 muni aukast um 53–57% til ársins 2040 og að lifendum, þ.e. fólki sem er á lífi og hefur fengið krabbamein, fjölgi um 54% til ársins 2040. Þessi fyrirséða fjölgun krabbameinssjúklinga og auknar líkur á að lifa af mun auka álag á heilbrigðiskerfið sem brýnt er að bregðast við. Í greinargerðinni er bent á að miðað við núverandi þróun meðferðarmöguleika megi gera ráð fyrir að kostnaður við krabbameinsmeðferðir og -þjónustu hækki umtalsvert á komandi árum. Því sé mikilvægt að fjárfesta í skilvirkum krabbameinsforvörnum og skimunum til að fyrirbyggja mein, auka hlutfall þeirra sem greinast með mein á fyrri stigum og draga úr byrði einstaklinga og samfélagsins vegna íþyngjandi og kostnaðarsamra meðferða. Formaður ráðsins er Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, sem er skipuð af ráðherra án tilnefningar. Aðrir sem þar eiga sæti eru Agnes Smáradóttir, yfirlæknir lyflækninga krabbameina á Landspítala og tilnefnd af spítalanum, Friðbjörn R. Sigurðsson, sérfræðingur í blóð- og krabbameinslækningum og tilnefndur af Sjúkrahúsinu á Akureyri, Helgi Hafsteinn Helgason, yfirlæknir lyflækningadeildar á Selfossi og tilnefndur af Heilbrigðisstofnun Suðurlands, María Heimisdóttir landlæknis, tilnefnd af embætti landlæknis, og Sólveig Ása Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Krafts, tilnefnd af Krafti. Athygli vekur að Ljósið á engan fulltrúa í ráðinu en Halla formaður sagði í viðtali á dögunum að ekki væri rétt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman. Vísaði hún þar til ummæla fólks sem velti stöðu Krabbameinsfélagsins fyrir sér eftir að hafa verið óánægð með þjónustu þess en himinlifandi með þjónustu Ljóssins. Krabbamein Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Í áætluninni eru tilgreindar 16 aðgerðir stjórnvalda til að mæta aukinni tíðni krabbameina á næstu árum og áratugum, ásamt því að viðhalda gæðum og árangri þjónustunnar og tryggja aðgengi að henni. Hlutverk krabbameinsráðs felst í því að hafa yfirsýn yfir árangur af aðgerðum krabbameinsáætlunar og vera heilbrigðisráðherra til ráðgjafar. Einnig að gera tillögur að verkaskiptingu þeirra sem veita krabbameinsþjónustu á öllum stigum heilbrigðisþjónustunnar út frá greiningu á fyrirkomulagi þjónustunnar eins og hún er nú. Enn fremur að benda á tækifæri til samvinnu og umbóta, fylgjast með framþróun innan málaflokksins og koma með tillögur að breytingum þar að lútandi. Eins og fram kemur í greinargerð með aðgerðaáætluninni er spáð mikilli aukningu á nýgreiningum krabbameina á heimsvísu, m.a. vegna mannfjöldabreytinga og hækkandi meðalaldurs. Í nýlegri spá fyrir Ísland er áætlað að fjöldi nýrra krabbameinstilfella frá árinu 2022 muni aukast um 53–57% til ársins 2040 og að lifendum, þ.e. fólki sem er á lífi og hefur fengið krabbamein, fjölgi um 54% til ársins 2040. Þessi fyrirséða fjölgun krabbameinssjúklinga og auknar líkur á að lifa af mun auka álag á heilbrigðiskerfið sem brýnt er að bregðast við. Í greinargerðinni er bent á að miðað við núverandi þróun meðferðarmöguleika megi gera ráð fyrir að kostnaður við krabbameinsmeðferðir og -þjónustu hækki umtalsvert á komandi árum. Því sé mikilvægt að fjárfesta í skilvirkum krabbameinsforvörnum og skimunum til að fyrirbyggja mein, auka hlutfall þeirra sem greinast með mein á fyrri stigum og draga úr byrði einstaklinga og samfélagsins vegna íþyngjandi og kostnaðarsamra meðferða. Formaður ráðsins er Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, sem er skipuð af ráðherra án tilnefningar. Aðrir sem þar eiga sæti eru Agnes Smáradóttir, yfirlæknir lyflækninga krabbameina á Landspítala og tilnefnd af spítalanum, Friðbjörn R. Sigurðsson, sérfræðingur í blóð- og krabbameinslækningum og tilnefndur af Sjúkrahúsinu á Akureyri, Helgi Hafsteinn Helgason, yfirlæknir lyflækningadeildar á Selfossi og tilnefndur af Heilbrigðisstofnun Suðurlands, María Heimisdóttir landlæknis, tilnefnd af embætti landlæknis, og Sólveig Ása Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Krafts, tilnefnd af Krafti. Athygli vekur að Ljósið á engan fulltrúa í ráðinu en Halla formaður sagði í viðtali á dögunum að ekki væri rétt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman. Vísaði hún þar til ummæla fólks sem velti stöðu Krabbameinsfélagsins fyrir sér eftir að hafa verið óánægð með þjónustu þess en himinlifandi með þjónustu Ljóssins.
Krabbamein Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira