Körfubolti

Martin öflugur í góðum sigri

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Martin Hermannsson í leik með Alba Berlín.
Martin Hermannsson í leik með Alba Berlín. Getty/Jan-Philipp Burmann

Íslenski landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson átti fínan leik þegar Alba Berlín lagði ERA Nymburk frá Tékklandi í Meistaradeild Evrópu í körfubolta.

Leikið var í Berlín og var leikurinn nokkuð jafn framan af. Þó Alba hafi verið með tök á leiknum fyrir fjórða leikhluta var það ekki fyrr en þá þar sem heimaliðið gerði endanlega út um vonir gestanna.

Fór það svo að Alba vann leikinn með 16 stiga mun, lokatölur 94-78.

Martin skoraði 14 stig, gaf fimm stoðsendingar og tók tvö fráköst. Enginn á vellinum gaf fleiri stoðsendingar í leiknum.

Með sigrinum fór Alba upp fyrir Nymburk í 2. sæti B-riðils með tvo sigra þegar þrjár umferðir eru búnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×