Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar 29. október 2025 07:03 Í síðustu viku var Ferðaþjónustudagur Samtaka Ferðaþjónustunnar haldinn í Hörpunni. Þangað mættu um 300 manns sem öll höfðu það sameiginlega markmið að efla enn frekar gæði og tekjur af íslenskri ferðaþjónustu. En þar var einnig rætt við tvo ráðherra ríkisstjórnarinnar, þær Kristrúnu Frostadóttur og Hönnu Katrínu Friðriksson, sem virðast horfa á íslenska ferðaþjónustu sem endalausa uppsprettu skatta í Ríkissjóð. Um næstu áramót stendur til að hækka skatta gríðarlega á alla bíleigendur með nánast tvöföldun vörugjalda og á sama tíma á nýtt kílómetragjald að taka gildi á alla bíla. Þessir nýju skattar munu hækka verðið á ferðum til Íslands í formi hærra verðs á bílaleigubílum og rútuferðum, og þrátt fyrir áður gefin loforð til ferðaþjónustunnar um 12-18 mánaða fyrirvara um nýja skatta, þá á að skella þessu á með engum fyrirvara. Gjaldtaka er ekki álagsstýring Til viðbótar við þessa nýju skatta á ferðaþjónustuna stendur til að setja nýja skatta á ferðamannastaði í eigu Ríkisins þó að þeir séu nánast allir farnir að innheimta bílastæðagjöld af gestum. Tilgangur þessara gjalda er sagður vera til að stýra betur álagi og fara í uppbyggingu innviða. Álagsstýring er vissulega af hinu góða og er álag á suma staði orðið mikið á vissum tíma dags á háannatíma á sumrin en á flestum ferðamannastöðum er álag langt frá því að vera komið að þolmörkum. Í vor var settur á stofn starfshópur um álagsstýringu á vegum Atvinnuvegaráðuneytisins sem ég átti sæti í auk aðila úr ferðaþjónustunni, frá þjóðgörðum landsins og starfsmanna ráðuneytisins. Þessi hópur fékk það verkefni að koma með tillögur til ráðherra um álagsstýringu á ferðamannastöðum í eigu Ríkisins. Í sumar ákvað svo ráðuneytið að setja þessu vinnu í frost og tók verkefnið til sín. Þetta er það sem stjórnvöld kalla samráð við atvinnulífið. Fram kom í tali Kristrúnar Frostadóttur á Ferðaþjónustudeginum að ferðamenn væru alveg tilbúnir að greiða meira fyrir að koma á helstu ferðamannastaði landsins. Ísland er dýrasta ferðamannaland í heimi og er ég viss um að enginn ferðamaður væri boðinn og búinn að greiða ennþá meira fyrir heimsókn til okkar en hann greiðir í dag. Ferðamönnum finnst nóg um verðlag á Íslandi Það fyrirtæki sem ég stýri hefur starfrækt dagsferðir á okkar helstu ferðamannastaði í yfir 50 ár. Frá því að ég hóf störf hjá fyrirtækinu árið 2017 þá hefur verðlag hækkað um 50% og launavísitala hækkað um 84%. Til viðbótar hafa bæst við bílastæðagjöld á alla helstu áfangastaði okkar. Á sama tíma hafa dagsferðir okkar hækkað um 20-30%. Ef ferðamenn væru tilbúnir að greiða meira fyrir að koma á þessa ferðamannastaði værum við búin að hækka verð í takt við þær hækkanir sem hafa lent á okkur fyrirtækjunum. Síðustu ár hafa fjögur fyrirtæki boðið uppá dagsferðir á stórum rútum. Nú er svo komið að tvö af þessum fjórum fyrirtækjum hafa hætt þessum rekstri þar sem arðsemin var ekki nægjanleg. Erfitt rekstrarumhverfi í ferðaþjónustu Frá því að ég hóf störf hjá fyrirtækinu höfum við þurft að takast á við taprekstur, fall WOW, heimsfaraldur, hækkandi kostnað og nú síðast fall Play. Til að bregðast við þessu þurftum við að finna leiðir til að spara í okkar rekstri, fækka starfsfólki, innleiða nýja tækni og hagræða á ýmsan hátt. Með sama hætti þarf að takast á við rekstur Ríkissjóðs en ríkisstjórnin auglýsti í lok síðasta árs eftir sparnaðartillögum frá almenningi og komu um 4.000 tillögur. Rekstur Ríkissjóðs hefur hækkað mikið á síðustu árum og eru mörg tækifæri þar til að spara og vona ég að ráðamenn okkar fari frekar að eyða kröftum sínum í þá vinnu heldur en að skemma mikilvægustu atvinnugrein landsins. Við sem störfum í ferðaþjónustu höfum það sameiginlega markmið að vilja auka verðmæti í greininni með enn betri upplifun, vöruþróun, lengri dvöl ferðamanna og hóflegri fjölgun gesta. Það skilar sér í auknum tekjum greinarinnar, fjölgun starfa, betri afkomu, hækkun launa og hækkun skatta til ríkisins, en þriðja hver króna sem kemur inn í íslenska ferðaþjónustu fer í Ríkissjóð. Höfundur er forstjóri Icelandia. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðaþjónusta Skattar og tollar Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku var Ferðaþjónustudagur Samtaka Ferðaþjónustunnar haldinn í Hörpunni. Þangað mættu um 300 manns sem öll höfðu það sameiginlega markmið að efla enn frekar gæði og tekjur af íslenskri ferðaþjónustu. En þar var einnig rætt við tvo ráðherra ríkisstjórnarinnar, þær Kristrúnu Frostadóttur og Hönnu Katrínu Friðriksson, sem virðast horfa á íslenska ferðaþjónustu sem endalausa uppsprettu skatta í Ríkissjóð. Um næstu áramót stendur til að hækka skatta gríðarlega á alla bíleigendur með nánast tvöföldun vörugjalda og á sama tíma á nýtt kílómetragjald að taka gildi á alla bíla. Þessir nýju skattar munu hækka verðið á ferðum til Íslands í formi hærra verðs á bílaleigubílum og rútuferðum, og þrátt fyrir áður gefin loforð til ferðaþjónustunnar um 12-18 mánaða fyrirvara um nýja skatta, þá á að skella þessu á með engum fyrirvara. Gjaldtaka er ekki álagsstýring Til viðbótar við þessa nýju skatta á ferðaþjónustuna stendur til að setja nýja skatta á ferðamannastaði í eigu Ríkisins þó að þeir séu nánast allir farnir að innheimta bílastæðagjöld af gestum. Tilgangur þessara gjalda er sagður vera til að stýra betur álagi og fara í uppbyggingu innviða. Álagsstýring er vissulega af hinu góða og er álag á suma staði orðið mikið á vissum tíma dags á háannatíma á sumrin en á flestum ferðamannastöðum er álag langt frá því að vera komið að þolmörkum. Í vor var settur á stofn starfshópur um álagsstýringu á vegum Atvinnuvegaráðuneytisins sem ég átti sæti í auk aðila úr ferðaþjónustunni, frá þjóðgörðum landsins og starfsmanna ráðuneytisins. Þessi hópur fékk það verkefni að koma með tillögur til ráðherra um álagsstýringu á ferðamannastöðum í eigu Ríkisins. Í sumar ákvað svo ráðuneytið að setja þessu vinnu í frost og tók verkefnið til sín. Þetta er það sem stjórnvöld kalla samráð við atvinnulífið. Fram kom í tali Kristrúnar Frostadóttur á Ferðaþjónustudeginum að ferðamenn væru alveg tilbúnir að greiða meira fyrir að koma á helstu ferðamannastaði landsins. Ísland er dýrasta ferðamannaland í heimi og er ég viss um að enginn ferðamaður væri boðinn og búinn að greiða ennþá meira fyrir heimsókn til okkar en hann greiðir í dag. Ferðamönnum finnst nóg um verðlag á Íslandi Það fyrirtæki sem ég stýri hefur starfrækt dagsferðir á okkar helstu ferðamannastaði í yfir 50 ár. Frá því að ég hóf störf hjá fyrirtækinu árið 2017 þá hefur verðlag hækkað um 50% og launavísitala hækkað um 84%. Til viðbótar hafa bæst við bílastæðagjöld á alla helstu áfangastaði okkar. Á sama tíma hafa dagsferðir okkar hækkað um 20-30%. Ef ferðamenn væru tilbúnir að greiða meira fyrir að koma á þessa ferðamannastaði værum við búin að hækka verð í takt við þær hækkanir sem hafa lent á okkur fyrirtækjunum. Síðustu ár hafa fjögur fyrirtæki boðið uppá dagsferðir á stórum rútum. Nú er svo komið að tvö af þessum fjórum fyrirtækjum hafa hætt þessum rekstri þar sem arðsemin var ekki nægjanleg. Erfitt rekstrarumhverfi í ferðaþjónustu Frá því að ég hóf störf hjá fyrirtækinu höfum við þurft að takast á við taprekstur, fall WOW, heimsfaraldur, hækkandi kostnað og nú síðast fall Play. Til að bregðast við þessu þurftum við að finna leiðir til að spara í okkar rekstri, fækka starfsfólki, innleiða nýja tækni og hagræða á ýmsan hátt. Með sama hætti þarf að takast á við rekstur Ríkissjóðs en ríkisstjórnin auglýsti í lok síðasta árs eftir sparnaðartillögum frá almenningi og komu um 4.000 tillögur. Rekstur Ríkissjóðs hefur hækkað mikið á síðustu árum og eru mörg tækifæri þar til að spara og vona ég að ráðamenn okkar fari frekar að eyða kröftum sínum í þá vinnu heldur en að skemma mikilvægustu atvinnugrein landsins. Við sem störfum í ferðaþjónustu höfum það sameiginlega markmið að vilja auka verðmæti í greininni með enn betri upplifun, vöruþróun, lengri dvöl ferðamanna og hóflegri fjölgun gesta. Það skilar sér í auknum tekjum greinarinnar, fjölgun starfa, betri afkomu, hækkun launa og hækkun skatta til ríkisins, en þriðja hver króna sem kemur inn í íslenska ferðaþjónustu fer í Ríkissjóð. Höfundur er forstjóri Icelandia.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun