Innlent

Hóf­lega bjart­sýnn á við­ræður dagsins

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Arnar Hjálmsson var að ganga inn á fund hjá ríkissáttasemjara þegar fréttastofa náði tali af honum.
Arnar Hjálmsson var að ganga inn á fund hjá ríkissáttasemjara þegar fréttastofa náði tali af honum. Vísir/Anton Brink

Arnar Hjálmsson formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra segist hóflega bjartsýnn á að viðræður dagsins hjá ríkissáttasemjara gangi vel. Samninganefndir FÍF og Samtaka atvinnulífsins ganga inn á fund klukkan tíu.

Fundi var slitið á fimmta tímanum á mánudag og sagðist Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, þá í samtali við fréttastofu vonast til að viðræður kláruðust daginn eftir. 

Fundi var frestað í gær vegna veðurs en þegar fréttastofa náði tali af Arnari rétt fyrir klukkan tíu var hann mættur í Karphúsið og á leið inn á fund. 

„Þetta gekk mjög hægt á mánudag. Það var ákveðið fyrir helgi að reyna að klára þetta í vikunni. Það er ennþá stefnan en við verðum að sjá hvað setur,“ segir Arnar. 

Inntur eftir því hvað hann gerði ráð fyrir löngum fundi sagðist Arnar ómögulega geta svarað því.

„Fundurinn er boðaður frá tíu til fimm en það er allur gangur á því hvað fundirnir eru langir. Allir fundir í síðustu viku voru tíu tímar. Þessi fundartími er ekki heilagur.“

Ekki hefur verið boðað til frekari vinnustöðvana en flugumferðarstjórar höfðu boðað til fimm verkfalla í síðustu viku en aðeins eitt þeirra varð að veruleika. Fyrir helgi var tveimur verkföllum frestað sem áætluð voru á föstudag og laugardag.


Tengdar fréttir

„Vonandi klárast þetta á morgun“

Fundi flugumferðastjóra og Samtaka atvinnulífsins var slitið á fimmta tímanum í dag. Nýr fundur hefur verið boðaður á morgun og í samtali við fréttastofu sagðist Sigríður Margrét Oddsdóttir, vonast til að viðræður deiluaðila klárist á morgun.

Stuttur fundur og hittast næst á mánu­dag

Fundi flugumferðastjóra og Samtaka atvinnulífsins var slitið á hádegi í dag og næsti fundur boðaður á mánudag. Engar frekari verkfallsaðgerðir eru áætlaðar að svo stöddu segir formaður Félags flugumferðastjóra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×