„Hefði séð eftir því alla ævi“ Valur Páll Eiríksson skrifar 30. október 2025 08:02 Lárus Orri Sigurðsson, þjálfari ÍA, þurfti að breyta ýmsu svo starf hans á Akranesi í sumar gengi upp. Hann hélt liðinu í Bestu deildinni og hefur framlengt samning sinn til tveggja ára. Vísir/Einar Fjölskylda Lárusar Orra Sigurðssonar þurfti að færa ýmsar fórnir svo hann gæti gripið tækifærið að taka við fótboltaliði ÍA á miðju sumri. Það var tækifæri sem hann var ekki viss að myndi bjóðast aftur og hann nýtti það sannarlega vel. Lárus tók við liði ÍA í lok júní en Skagamenn voru þá á botni deildarinnar. ÍA var þá enn límt við botninn og sjö stigum frá öruggu sæti þegar aðeins átta leikir voru eftir. Þá tók við ótrúleg hrina þar sem ÍA vann sex af síðustu átta til að tryggja sæti sitt. „Ég gerði mér alveg grein fyrir verkefninu, held ég. Maður vissi að þetta yrði ægilegt verkefni, ekki að það yrði ómögulegt að halda liðinu uppi, heldur bara hversu mikil vinna þetta yrði. En ég held að enginn einn maður hefði nokkurn tíma getað haldið þessu liði uppi ef félagið væri ekki á góðum stað,“ segir Lárus Orri í samtali við íþróttadeild. „Hlutirnir voru bara í flottu standi. Ég tek við öllu því hóli sem ég fæ fyrir þetta en ég deili því með öllu fólkinu uppi á Skaga,“ bætir hann við. Nýtt starfsumhverfi En þegar Lárus tók við hafði hann ekki þjálfað fótboltalið í sjö ár í hröðum fótboltaheiminum. Það er því vert að spyrja hvort eitthvað hafi komið honum á óvart í upphafi. „Heilt yfir er fótboltinn alltaf eins. Það eru snillingar sem búa til ný nöfn yfir allskonar hluti en þetta er raunverulega sami hluturinn. Að fara aftur inn á æfingavöllinn, maður var smá ryðgaður í því,“ „En það sem hjálpaði mér mjög þar er gott þjálfarateymi. Ég hef aldrei þjálfað svona þar sem ég sem aðalþjálfari get staðið til hliðar og fylgst með meðan aðrir sjá um æfinguna. Dean Martin, Stebbi Þórðar (Stefán Þór Þórðarson) og Dino Hodzic sjá um æfinguna og ég get tekið yfir þann hluta sem ég vil sinna. Að því leytinu til var auðvelt að stíga inn í þetta,“ segir Lárus Orri. Hefði séð eftir því alla ævi Lárus hefur verið búsettur á Akureyri og þurfti eitthvað að flakka á milli í sumar þar sem hann rekur fyrirtæki í heimabænum ásamt fjölskyldu sinni, og var þörf á ákveðnum fórnum vegna þjálfarastarfsins hjá liði sem barðist fyrir lífi sínu. „Ég þurfti að setja svolitlar byrðar á fjölskylduna,“ segir Lárus og hlær. „Hún hjálpaði mér í þessu. Ég á konu sem hefur þvælst með mér í gegnum allan þennan fótboltaferil. Hún er farin að þekkja þetta ansi vel, svo þetta kom henni ekki á óvart held ég.“ Lárus Orri gat ekki sleppt tækifærinu að komast aftur í þjálfun eftir átta ára hlé, þá sérlega til að taka við Skagaliði sem hann ber miklar tilfinningar til.Vísir/Einar „Það hjálpuðust allir að. Við erum með lítið fjölskyldufyrirtæki þarna fyrir norðan og okkar langstærsti kúnni, sem við höfum unnið með í kringum tíu ár, sýndi þessu mikinn skilning og hjálpaði okkur með þetta líka,“ segir Lárus sem gat hreinlega ekki sleppt tækifærinu sem bauðst. „Ef ég hefði sleppt þessu hefði ég séð eftir því alla ævi, held ég,“ segir Lárus. Fjölskyldan á inni Lárus Orri fór eitthvað fram og til baka milli Akraness og Akureyrar í sumar og sinnti vinnu fyrir fjölskyldufyrirtækið á meðan þjálfuninni stóð en aðrir í fjölskyldunni stigu upp á meðan hann bjargaði Skagamönnum frá falli fyrir sunnan. „Ég var mestmegnis hérna fyrir sunnan og vann tölvuvinnuna í kringum fyrirtækið. Þegar tækifærið gafst skaust ég norður. En þegar þú ert að þjálfa geturðu ekki beðið alla að leggja sig 100 prósent fram og sleppt sjálfur æfingu. Þetta var mikið púsl en gekk vel,“ segir Lárus. Á fjölskyldan þá mikið inni eftir þetta sumar? „Já, heldur betur,“ segir Lárus Orri og hlær. „Núna er að bæta upp fyrir það og gera eitthvað skemmtilegt saman.“ Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild sinni í spilaranum að neðan. Klippa: Lárus Orri gerir upp ótrúlegt sumar á Skaganum ÍA Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Lárus tók við liði ÍA í lok júní en Skagamenn voru þá á botni deildarinnar. ÍA var þá enn límt við botninn og sjö stigum frá öruggu sæti þegar aðeins átta leikir voru eftir. Þá tók við ótrúleg hrina þar sem ÍA vann sex af síðustu átta til að tryggja sæti sitt. „Ég gerði mér alveg grein fyrir verkefninu, held ég. Maður vissi að þetta yrði ægilegt verkefni, ekki að það yrði ómögulegt að halda liðinu uppi, heldur bara hversu mikil vinna þetta yrði. En ég held að enginn einn maður hefði nokkurn tíma getað haldið þessu liði uppi ef félagið væri ekki á góðum stað,“ segir Lárus Orri í samtali við íþróttadeild. „Hlutirnir voru bara í flottu standi. Ég tek við öllu því hóli sem ég fæ fyrir þetta en ég deili því með öllu fólkinu uppi á Skaga,“ bætir hann við. Nýtt starfsumhverfi En þegar Lárus tók við hafði hann ekki þjálfað fótboltalið í sjö ár í hröðum fótboltaheiminum. Það er því vert að spyrja hvort eitthvað hafi komið honum á óvart í upphafi. „Heilt yfir er fótboltinn alltaf eins. Það eru snillingar sem búa til ný nöfn yfir allskonar hluti en þetta er raunverulega sami hluturinn. Að fara aftur inn á æfingavöllinn, maður var smá ryðgaður í því,“ „En það sem hjálpaði mér mjög þar er gott þjálfarateymi. Ég hef aldrei þjálfað svona þar sem ég sem aðalþjálfari get staðið til hliðar og fylgst með meðan aðrir sjá um æfinguna. Dean Martin, Stebbi Þórðar (Stefán Þór Þórðarson) og Dino Hodzic sjá um æfinguna og ég get tekið yfir þann hluta sem ég vil sinna. Að því leytinu til var auðvelt að stíga inn í þetta,“ segir Lárus Orri. Hefði séð eftir því alla ævi Lárus hefur verið búsettur á Akureyri og þurfti eitthvað að flakka á milli í sumar þar sem hann rekur fyrirtæki í heimabænum ásamt fjölskyldu sinni, og var þörf á ákveðnum fórnum vegna þjálfarastarfsins hjá liði sem barðist fyrir lífi sínu. „Ég þurfti að setja svolitlar byrðar á fjölskylduna,“ segir Lárus og hlær. „Hún hjálpaði mér í þessu. Ég á konu sem hefur þvælst með mér í gegnum allan þennan fótboltaferil. Hún er farin að þekkja þetta ansi vel, svo þetta kom henni ekki á óvart held ég.“ Lárus Orri gat ekki sleppt tækifærinu að komast aftur í þjálfun eftir átta ára hlé, þá sérlega til að taka við Skagaliði sem hann ber miklar tilfinningar til.Vísir/Einar „Það hjálpuðust allir að. Við erum með lítið fjölskyldufyrirtæki þarna fyrir norðan og okkar langstærsti kúnni, sem við höfum unnið með í kringum tíu ár, sýndi þessu mikinn skilning og hjálpaði okkur með þetta líka,“ segir Lárus sem gat hreinlega ekki sleppt tækifærinu sem bauðst. „Ef ég hefði sleppt þessu hefði ég séð eftir því alla ævi, held ég,“ segir Lárus. Fjölskyldan á inni Lárus Orri fór eitthvað fram og til baka milli Akraness og Akureyrar í sumar og sinnti vinnu fyrir fjölskyldufyrirtækið á meðan þjálfuninni stóð en aðrir í fjölskyldunni stigu upp á meðan hann bjargaði Skagamönnum frá falli fyrir sunnan. „Ég var mestmegnis hérna fyrir sunnan og vann tölvuvinnuna í kringum fyrirtækið. Þegar tækifærið gafst skaust ég norður. En þegar þú ert að þjálfa geturðu ekki beðið alla að leggja sig 100 prósent fram og sleppt sjálfur æfingu. Þetta var mikið púsl en gekk vel,“ segir Lárus. Á fjölskyldan þá mikið inni eftir þetta sumar? „Já, heldur betur,“ segir Lárus Orri og hlær. „Núna er að bæta upp fyrir það og gera eitthvað skemmtilegt saman.“ Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild sinni í spilaranum að neðan. Klippa: Lárus Orri gerir upp ótrúlegt sumar á Skaganum
ÍA Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira