Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. október 2025 19:45 Frá blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag þar sem aðgerðirnar voru kynntar. Vísir/Bjarni Ríkisstjórnin ætlar að fjölga íbúðum í Úlfarsárdal um fjögur þúsund, hlutdeildarlán verða aukin, regluverk einfaldað og fólki gert kleift að ráðstafa séreignarsparnaði inn á húsnæðislán í tíu ár. Forsætisráðherra segir aðgerðirnar stuðla að lækkun húsnæðisverðs og byggingakostnaðar. Ríkisstjórnin kynnti í dag það sem kallað er fyrsti pakki vegna húsnæðismála þar sem viðamiklar aðgerðir eru boðaðar. Seðlabankinn bregðist fljótlega við Þar kemur fram að eyða á óvissu á lánamarkaði eftir dóm Hæstaréttar með samráði við Seðlabankann um að birta eins fljótt og hægt er vaxtaviðmið sem legið geti til grundvallar verðtryggðra lána. Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra telur að þetta verði gert strax í næstu viku. „Það má gera ráð fyrir að þessi viðmið Seðlabankans verði sett í næstu viku,“ sagði Daði á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar sem haldinn var í Framheimilinu í Úlfarsárdal. Borgarstjóri vonast eftir samningum í vor Meðal annarra tillagna er að fjölga á íbúðum með því að byggja 4000 íbúða hverfi í Úlfarsárdal með samvinnu Reykjavíkurborgar og verkalýðshreyfingarinnar. Uppbyggingin í ÚlfarsárdalVísir Heiða B. Hilmisdóttir borgarstjóri vonar að uppbygging á svæðinu geti hafist sem fyrst. „Við munum auglýsa eftir aðilum til að koma í samkeppnisviðræður við okkur. Borgin leggur þá til land og ákveðinn ramma og skilmála. Uppbyggingaraðilinn kemur svo að og svo erum við að þróa hvenær skilin verða á innviðunum. Við erum þegar byrjuð að gera aðalskipulag. Við myndum svo gera deiliskipulag með viðkomandi aðila. Með því að ná utan um stærra hverfi í einu þá er hægt að gera þetta hraðar og betur. Ég vona að við getum skrifað undir við byggingaraðilann í maí á næsta ári og eftir það gæti uppbygging hafist,“ segir Heiða. Ríkisstjórn sem þori Í tillögum ríkisstjórnarinnar á einfalda regluverk og auka framlög til óhagnaðardrifinna húsnæðisfélaga. Þá á að auka hlutdeildarlán og leyfa fólki varanlega að leggja séreignarsparnað inn á höfuðstól íbúðalána í tíu ár. Loks á að taka til í húsnæðiskerfinu með að takmarka skammtímaleigu og draga úr skattfrelsi söluhagnaðar hjá þeim sem eiga margar íbúðir. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir áætlunina sýna að ríkisstjórnin þori og sé tilbúin að framkvæma „Eitt af því sem við erum að reyna að gera er a reyna að stuðla að lækkun verðs, eða að minnsta kosti að halda aftur af þessum miklu húsnæðishækkunum. Við erum líka að fara í stórfellda einföldun á byggingareglugerð sem mun draga úr kostnaði við að byggja hagkvæmt húsnæði sérstaklega en auðvitað almennt húsnæði líka. Þá erum við að festa í sessi hlutdeildarlánin við ætlum að auka heimildina þar úr fjórum milljörðum í fimm og hálfan milljarð sem þýðir að fleiri munu geta fengið þessi lán. Þessum lánum verður nú úthlutað í hverjum mánuði. Þá erum við í almennri tiltekt eins og að koma í veg fyrir að fólk safni að sér mörgum íbúðum með því að draga úr skattalegum hvötum til að eiga margar íbúðir sem þú býrð ekki í. Við erum líka að draga úr skattfrelsi þegar kemur að leigutekjum til þess að koma fleiri íbúðum í almennt eignarhald,“ segir Kristrún. Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra lýsti tillögunum í heild á þennan máta: „Það er verið að einfalda og hagræða til þess að hlutirnir geti gengið betur fyrir alla.“ Húsnæðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjármál heimilisins Fjármálamarkaðir Seðlabankinn Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Fleiri fréttir Læknir sviptur leyfi vegna vanrækslu Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Sjá meira
Ríkisstjórnin kynnti í dag það sem kallað er fyrsti pakki vegna húsnæðismála þar sem viðamiklar aðgerðir eru boðaðar. Seðlabankinn bregðist fljótlega við Þar kemur fram að eyða á óvissu á lánamarkaði eftir dóm Hæstaréttar með samráði við Seðlabankann um að birta eins fljótt og hægt er vaxtaviðmið sem legið geti til grundvallar verðtryggðra lána. Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra telur að þetta verði gert strax í næstu viku. „Það má gera ráð fyrir að þessi viðmið Seðlabankans verði sett í næstu viku,“ sagði Daði á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar sem haldinn var í Framheimilinu í Úlfarsárdal. Borgarstjóri vonast eftir samningum í vor Meðal annarra tillagna er að fjölga á íbúðum með því að byggja 4000 íbúða hverfi í Úlfarsárdal með samvinnu Reykjavíkurborgar og verkalýðshreyfingarinnar. Uppbyggingin í ÚlfarsárdalVísir Heiða B. Hilmisdóttir borgarstjóri vonar að uppbygging á svæðinu geti hafist sem fyrst. „Við munum auglýsa eftir aðilum til að koma í samkeppnisviðræður við okkur. Borgin leggur þá til land og ákveðinn ramma og skilmála. Uppbyggingaraðilinn kemur svo að og svo erum við að þróa hvenær skilin verða á innviðunum. Við erum þegar byrjuð að gera aðalskipulag. Við myndum svo gera deiliskipulag með viðkomandi aðila. Með því að ná utan um stærra hverfi í einu þá er hægt að gera þetta hraðar og betur. Ég vona að við getum skrifað undir við byggingaraðilann í maí á næsta ári og eftir það gæti uppbygging hafist,“ segir Heiða. Ríkisstjórn sem þori Í tillögum ríkisstjórnarinnar á einfalda regluverk og auka framlög til óhagnaðardrifinna húsnæðisfélaga. Þá á að auka hlutdeildarlán og leyfa fólki varanlega að leggja séreignarsparnað inn á höfuðstól íbúðalána í tíu ár. Loks á að taka til í húsnæðiskerfinu með að takmarka skammtímaleigu og draga úr skattfrelsi söluhagnaðar hjá þeim sem eiga margar íbúðir. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir áætlunina sýna að ríkisstjórnin þori og sé tilbúin að framkvæma „Eitt af því sem við erum að reyna að gera er a reyna að stuðla að lækkun verðs, eða að minnsta kosti að halda aftur af þessum miklu húsnæðishækkunum. Við erum líka að fara í stórfellda einföldun á byggingareglugerð sem mun draga úr kostnaði við að byggja hagkvæmt húsnæði sérstaklega en auðvitað almennt húsnæði líka. Þá erum við að festa í sessi hlutdeildarlánin við ætlum að auka heimildina þar úr fjórum milljörðum í fimm og hálfan milljarð sem þýðir að fleiri munu geta fengið þessi lán. Þessum lánum verður nú úthlutað í hverjum mánuði. Þá erum við í almennri tiltekt eins og að koma í veg fyrir að fólk safni að sér mörgum íbúðum með því að draga úr skattalegum hvötum til að eiga margar íbúðir sem þú býrð ekki í. Við erum líka að draga úr skattfrelsi þegar kemur að leigutekjum til þess að koma fleiri íbúðum í almennt eignarhald,“ segir Kristrún. Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra lýsti tillögunum í heild á þennan máta: „Það er verið að einfalda og hagræða til þess að hlutirnir geti gengið betur fyrir alla.“
Húsnæðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjármál heimilisins Fjármálamarkaðir Seðlabankinn Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Fleiri fréttir Læknir sviptur leyfi vegna vanrækslu Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“