Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. október 2025 21:10 Rebekka Rut var frábær í liði KR líkt og svo oft áður. Vísir/Anton Brink Baráttan á toppi Bónus deildar kvenna í körfubolta þegar fimm umferðum er lokið er hreint ótrúleg. KR og Stjarnan unnu ótrúlega nauma útisigra til að halda í við topplið Grindavíkur á meðan Haukar voru ekki í neinum vandræðum. Keflavík sótti Stjörnuna heim í Garðabæinn í leik sem var talinn eiga að vera formsatriði fyrir gestina þar sem Stjörnukonur höfðu tapað öllum sínum leikjum til þessa í deildinni. Annað átti eftir að koma á daginn og var það heimaliðið sem landaði sínum fyrsta sigri á tímabilinu eftir ótrúlegar lokamínútur. Lokatölur í Garðabæ 78-73 og Stjarnan komin á blað. Shaiquel Mcgruder var allt í öllu hjá Stjörnunni. Hún skoraði 27 stig, tók 10 fráköst og gaf eina stoðsendingu. Eva Wium Elíasdóttir kom þar á eftir með 18 stig, fjögur fráköst og jafn margar stoðsendingar. Hjá Keflavík var Keishana Washington með 18 stig, sjö fráköst og fimm stoðsendingar. Nýliðar KR hafa byrjað mótið vel en lentu í miklum vandræðum á Sauðárkróki. Leikurinn var í járnum nær allan leikinn og skiptust liðin á að hafa forystu allt þangað til í blálokin. Þá voru það gestirnir úr vesturhluta Reykjavíkur sem reyndust sterkari og unnu á endanum fjögurra stiga sigur, lokatölur 69-73. Marta Hermida var mögnuð í liði Tindastóls. Hún skoraði 32 stig, gaf 7 stoðsendingar og tók 3 fráköst. Madison Anne Sutton skoraði 21 stig, tók 12 fráköst og gaf tvær stoðsendingar. Hjá KR var Molly Kaiser stigahæst með 23 stig. Hún tók einnig fimm fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Rebekka Rut Steingrímsdóttir kom þar á eftir með 20 stig, þrjú fráköst og jafn margar stoðsendingar. Haukar áttu í engum vandræðum með Hamar/Þór í Ólafssal í Hafnafirði, lokatölur 103-77. Hjá Haukum var Amandine Justine Toi í sérflokki með 34 stig ásamt þremur stoðsendingum og tvö fráköstum. Sólrún Inga Gísladóttir kom þar á eftir með 15 stig, þrjú fráköst og tvær stoðsendingar. Jadakiss Nashi Guinn var best í liði gestanna með 37 stig ásamt því að gefa fimm stoðsendingar og taka jafn mörg fráköst. Að lokum vann Valur öruggan útisigur á nágrönnum sínum í Ármanni, lokatölur 69-87. Khiana Nickita Johnson var stigahæst í tapliðinu með 15 stig. Hún gaf fjórar stoðsendingar og tók tvö fráköst. Hjá Val var Reshawna Rosie Stone stigahæst með 25 stig, sjö fráköst og tvær stoðsendingar. Staðan í deildinni er þannig að Grindavík, Njarðvík, KR og Valur hafa öll unnið fjóra af fyrstu fimm leikjum sínum. Hamar/Þór er á botninum án stiga á meðan Stjarnan, Ármann og Tindastóll hafa aðeins unnið einn leik hver. Stöðutöfluna má sjá í heild sinni vef KKÍ. Körfubolti Bónus-deild kvenna Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Fleiri fréttir Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Sjá meira
Keflavík sótti Stjörnuna heim í Garðabæinn í leik sem var talinn eiga að vera formsatriði fyrir gestina þar sem Stjörnukonur höfðu tapað öllum sínum leikjum til þessa í deildinni. Annað átti eftir að koma á daginn og var það heimaliðið sem landaði sínum fyrsta sigri á tímabilinu eftir ótrúlegar lokamínútur. Lokatölur í Garðabæ 78-73 og Stjarnan komin á blað. Shaiquel Mcgruder var allt í öllu hjá Stjörnunni. Hún skoraði 27 stig, tók 10 fráköst og gaf eina stoðsendingu. Eva Wium Elíasdóttir kom þar á eftir með 18 stig, fjögur fráköst og jafn margar stoðsendingar. Hjá Keflavík var Keishana Washington með 18 stig, sjö fráköst og fimm stoðsendingar. Nýliðar KR hafa byrjað mótið vel en lentu í miklum vandræðum á Sauðárkróki. Leikurinn var í járnum nær allan leikinn og skiptust liðin á að hafa forystu allt þangað til í blálokin. Þá voru það gestirnir úr vesturhluta Reykjavíkur sem reyndust sterkari og unnu á endanum fjögurra stiga sigur, lokatölur 69-73. Marta Hermida var mögnuð í liði Tindastóls. Hún skoraði 32 stig, gaf 7 stoðsendingar og tók 3 fráköst. Madison Anne Sutton skoraði 21 stig, tók 12 fráköst og gaf tvær stoðsendingar. Hjá KR var Molly Kaiser stigahæst með 23 stig. Hún tók einnig fimm fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Rebekka Rut Steingrímsdóttir kom þar á eftir með 20 stig, þrjú fráköst og jafn margar stoðsendingar. Haukar áttu í engum vandræðum með Hamar/Þór í Ólafssal í Hafnafirði, lokatölur 103-77. Hjá Haukum var Amandine Justine Toi í sérflokki með 34 stig ásamt þremur stoðsendingum og tvö fráköstum. Sólrún Inga Gísladóttir kom þar á eftir með 15 stig, þrjú fráköst og tvær stoðsendingar. Jadakiss Nashi Guinn var best í liði gestanna með 37 stig ásamt því að gefa fimm stoðsendingar og taka jafn mörg fráköst. Að lokum vann Valur öruggan útisigur á nágrönnum sínum í Ármanni, lokatölur 69-87. Khiana Nickita Johnson var stigahæst í tapliðinu með 15 stig. Hún gaf fjórar stoðsendingar og tók tvö fráköst. Hjá Val var Reshawna Rosie Stone stigahæst með 25 stig, sjö fráköst og tvær stoðsendingar. Staðan í deildinni er þannig að Grindavík, Njarðvík, KR og Valur hafa öll unnið fjóra af fyrstu fimm leikjum sínum. Hamar/Þór er á botninum án stiga á meðan Stjarnan, Ármann og Tindastóll hafa aðeins unnið einn leik hver. Stöðutöfluna má sjá í heild sinni vef KKÍ.
Körfubolti Bónus-deild kvenna Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Fleiri fréttir Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Sjá meira