Skoðun

Hugsan­lega lög­legt, en sið­laust og grimmt — af hundsráni í GOGG

Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar

Ég má til með að dýfa niður penna og segja ykkur sögu úr sveitinni, reyndar úr Grímsnes og Grafningshrepp, GOGG hér eftir, sveitarfélag sem verið hefur mikið í fjölmiðlum undanfarið og ekki af góðu einu.

Þannig er málum háttað að ég er öryrki og bý óstaðsettur í hús í GOGG og hef gert það núna í 8 ár. Var þar til fyrir um ári skráður annað en bjó í sveitinni og hef gert allan tímann. Í dag sem sagt er ég orðið atkvæði hér í sveitinni.

Ég fékk smá bætur eftir vinnuslys (Hálshnykkur og höfuðhögg) sem ég varð fyrir í lok okt. 2012 og fæ loks greiddar slysabætur 2017 eftir mikið þref og undanbrögð í 5 ár. Allt gert til að þreyta bugaðan og búinn mann í marglaga áföllum og mótlæti. Það verið reynsla mín af öllum “kerfum” nánast sama hvaða nafni nefnast. Árið 2016 verður smá viðspyrna, ég fer á Heilsustofnun í Hveragerði og kynnist þáverandi yfirlækni þar sem tekur mig bókstaflega í fangið og sýnir mér skilning og gefur mér smá trú á að mér geti tekist að lifa mótlætið af. Það var hann og hann 1 sem sá til þess að tryggingafélag það sem sá um slysamálið stæðu við skuldbindingar sínar. Með stuðningi frá fjölskyldu tekst okkur að kaupa lítinn sumarbústað í GOGG handa mér. Hafði þá verið heimilislaus í heilt ár með hund og 2 ketti með mér, sem þá var einn versti kafli lífs míns en hörmungum mínum fjarri lokið. Síðasta eitt og hálft ár var svo toppað það með miklum bravúr.

En ég var kominn í heimahöfn.

Sveitapiltsins Draumur og Bowie

Síðan í júní lok 2017 hef ég verið sveitapiltur úr Reykjavík að lifa drauminn hér í GOGG, alltaf með hundinn Skotta með mér sem er Labrador/Border Collie blanda á 14. ári núna og nokkrir kettir hafa komið og farið. Síðastliðið vor bætist svo Bowie við litlu fjölskylduna og verður okkar helsta og besta stoðtæki og vinur. Alveg yfirburða fallegur og skemmtilegur gleðigjafi og “player”, kominn af bestu genum af sinni blöndu, Husky og Border Collie, upplagður leikfélagi fyrir Skotta síðasta spölinn hans í lífinu. Þetta voru eftirsóttir hvolpar og Bowie sló strax í gegn og margir vildu eignast hann, háar upphæðir boðnar en eigandinn hafði gefið mér hann er hann var viku gamall hnoðri með lokuð augu. Ég sá mynd af þvögunni, 7 hvolpar og mamman saman og þessi eini kom eins og rafstraumur í hjarta mitt og stal mér með húð og hári. Svo þegar ég kom fyrst að hitta gengið mánaðar gamalt stökk hann upp úr þvögunni, kom í loftköstum, stökk í fang mitt og lagði sig fast á hjartað mitt. Þarna voru 12 aðrir hundar sem hreyfðust ekki. Svo gerðist alveg eins er ég sótti hann mánuði síðar. Með því fallegra sem ég hef upplifað. Alger og einlæg ást.

Hundurinn Bowie Björnsson

Allt er eitt

Þegar áföll byrja fylgir oft með öldugangur og jafnvel brotsjóir og skaðar. Ég var þennan tíma líklega aumasta útgáfan af sjálfum mér og þegar hvítt norðurhjara karldýr á bágt stökkva allar hýenurnar fram með berar tennur og svo sem líka englaher með til varnar og stuðnings. Þið þekkið ykkur sjálf sem lesið hvorum arminum sem þið tilheyrið. Ég bara þurfti að draga mig í hlé og lifa af en var ekki verklaus né í kör, sinnti blómum og byggingaráformum og miklu fleiru en hef samt bara verið skugginn af sjálfum mér þetta eina og hálfa ár, boginn en ekki brotinn. Í slíku ástandi má segja að maður sé eins og fastur í áfallastreitu viðbragði. Skotti gamli var að ala Bowie upp með mér og allt í hinu ljúfasta fram að síðasta vori er vandræði mín allt í einu margfaldast að baki mér, ég verð hálf blindur á afleiður ef svo má segja. Blindi bletturinn í speglinum tekur af mér völdin. En í þessum aðstæðum er Bowie bjargvættur minn og Skotta, litla gleðisprengjan okkar. Allt er svo miklu betra með Bowie og hann er bara svo fallegur og góður. Allt er dásamlegt í erfiðum aðstæðum. 

Í þessari blómlegu bygð hér í GOGG hefur að mestu verið gott að búa alveg þangað til núna í ágústlok þegar allt í einu er hafið stríð og ofsóknir á mig og hund minn hann Bowie. Á gögn til, netsamskipti og vitnisburðir ofl. sem styðja mál mitt. Kemur hér sagan sjálf frá því í vor til dagsins í dag í mjög grófum dráttum.

Hunda rómans í sveitinni

Skotti minn er á 14. ári og orðinn lúinn og hugmyndin um að ég myndi taka Bowie að mér kom til mín og var réttlætt sem leikfélagi fyrir Skotta síðasta spölinn, sem hann hefur og verið honum og að Skotti myndi smita sinni frábæru hundslund yfir í litla gaurinn. Bowie er fæddur 1. apríl 2024 og því um árs gamall og í mikilli leikþörf núna í vor. Hann er um 20 kíló en meðal Husky er um 40 til 50 kíló. Einn daginn sé ég að hann er kominn í leik við hrossastóð sem heldur til á túni í um 500 metra fjarlægð, en þeir voru vinir okkar í göngutúrum okkar sem í vor snar minnkuðu vegna vinnu og verkefna heima við. Bowie var alltaf í sjónlínu minni og fór fyrst bara smá og stutt, lék og skemmti sér og hestunum, allt öruggt og engar ógnir. En svo stækkaði svæðið allt í einu og hann fann kærustu í um 4 kílómetra fjarlægð, í öðru sumarhúsahverfi og fær hana á heilann. Frá því þetta gerist í vor hefur hundurinn sloppið um 15 sinnum vegna bresta minna, gestagangs ofl. Engar afsakanir en það skiptir máli hver staða manns er. Í 10 eða 11 skipti af því hefur hann hlaupið beint strik til kærustunnar og ég getað sótt hann þangað 20 til 25 mínútum síðar en hin skiptin er hún var ekki heima fór hann á allt að því þriggja tíma flakk í 4 eða 5 skipti. Hann þarf á ferðum sínum að fara gegnum mjög mannmargt svæði að sumri til á leið sinni til kærustunnar. Á þessum tíma hafði ég verslað staðsetningarbúnað að utan sem tafðist svo eins og gengur og gerist, varð að geta gripið vininn í “glæpnum”, fékk misvísandi leiðbeiningar um viðbragð og var líklega ekki nægilega harður við hann.

Bowie var oftast bundinn heima eftir að fugl var mættur í móana í kring en náði af listfengi miklu að strjúka úr leik og starfi og opna hurðir osfrv. Bara klaufagangur og sveita kæruleysi, rómans, ég meina við búum í sveit og allir eða flestir hundar sem ég þekki til eru bara lausir og ég hafði aldrei kynnt mér einhverja hundareglugerð eða slíkt. Átti bara 2 frábæra hunda og var að reyna að vera ábyrgur hundauppalandi. Vissi bara ekki að það væri búið að taka sveitina úr sveitinni. Bowie var hvolpur í þjálfun. Ég bý í miðri gígaröð og í um 2 kílómetra fjarlægð frá annarri byggð. Á mínu svæði eru 15 sumarhúsalóðir og mjög flatt yfir að sjá en til leyni leiðir sem Bowie fann og komst eftir til kærustu sinnar hennar Dísu. Á leið sinni fer hann um þetta flata land séð frá vegi og efri nærbygðum. Bowie er mjög hvítur á trýni, kvið og löppum. Blóð og fleira hefðu alltaf komið upp um kauða og aldrei neitt slíkt gerst, svo ég hafði enga ástæðu til grunsemda um “glæpi”. Í lok ágúst verður allt í einu fjandinn laus og málin snúast upp í eitthvað sem ég er bara ekki enn búinn að fatta hvað raunverulega er.

Bowie glæpahundur?

Bowie er staðin að því, er virðist, að árás á lamb og næst á myndband. Ég fæ símtal og áminningu og er sagt að myndbandið verði sent bæði MAST og lögreglu og ég gengst við að sæta því er myndbandið sýnir og sannar. Í 3 skipti hef ég samband við lögregluna um hvort mál séu í gangi varðandi Bowie og 2 skipti við Mast. Báðir aðilar vísuðu þessu frá og engin mál og engin gögn berast mér. Sagt að málið sé hjá og í höndum GOGG. Mér og þá skráðum eiganda Bowie er ekki sent þetta myndband né nokkurt annað gagn. Hef ég þó óskað að fá öll gögn er málið varðar sem formlegur og löglegur eigandi Bowie margsinnis. Hann er jú meintur “glæpa” hundur og mál í gangi eða?

Í kjölfarið berst mér viðvörunarbréf og fæ samtal og er sagt að við næsta glæp Bowie muni ég þurfa að leysa hundinn út og það muni kosta pening. Þetta var í byrjun september. Ég læt vita í samtalinu að ef til er myndband verði ég að lúta því er þar sannast og að staðsetningarbúnaðurinn sé að koma. Hann kom loks til landsins daginn fyrir síðasta strok. Mér muni sem sagt takast að girða fyrir frekari strok fljótlega.

Engin gögn berast mér né þá skráðum eiganda

Fyrst svo er dreg ég þá ályktun að myndbandið sýni bara hund minn í leik eins og mig grunaði allan tíman. Það er jú ekkert mál í gangi eða? 

Svo strýkur Bowie föstudaginn 12. september, er gripin af yfirvöldum og engin miskunn núna og núna komnar um 7 vikur síðan við sáumst síðast. Í kjölfarið er farið að tala um 27 lömb sem séu horfin en sú tala endaði 31 lambi, eitt hræ fannst og til mynd og allir sem sáu eru sammála að það sé bitið eftir ref. Þarna lendi ég í panikk viðbragði og fæ sjokk. Óttast um líf elsku hundsinns og hvað í ósköpunum kæruleysi mitt og klaufagangur sé að kosta??? Og allir sem þekkja til málsins og Bowie eru ekki að sjá þetta ganga upp. Hvar er blóðið, hvar eru hræin, það passar hvorki skapgerð hans né lundarfari osfrv. Ég lýsi yfir ábyrgð og að ég muni greiða allan skaða. Málin eru þæfð og ganga til að byrja með út á að bjarga lífi hundsinns sem er bara hvolpur og stendur harla undir nafni sem fjöldamorðingi og það tókst, líklega vegna gagnaleysis.

Að hunsa og afvegaleiða ábyrgðaraðila

Sveitarfélagið byrjar að þyrla upp gruggi, þæfa mál við mig, gefa í skyn enn frekari glæpi, að til sé annað myndband, að það sé í gangi rannsókn á sláturfé, það vanti 30 lömb ofl. Það er ekkert sem gefur mér til kynna að málinu sé lokið, ég er í stöðugu sambandi, 12 tölvupóstar á tæpum mánuði og 18 símtöl fara á milli okkar, fyrst talaði ég við Ásu oddvita og svo Fjólu sveitarstjóra sem tók við málinu. Fjóla nær trúnaði og trausti mínu og ég á 3 löng samtöl við hana þessa daga kring um og eftir að svokallaður andmæla réttur minn rennur út, en ég bara hef engin gögn og get ekki skáldað svör við ásökunum sem ég veit ekki hverjar raunverulegar eru. Ég geng að kröfu þeirra að hundurinn fari úr sveitarfélaginu og úr mínum höndum og verði fundið nýtt heimili, en ekki að hann fari í þeirra hendur og umsjón og úr mínu lífi. Fyrir hvað? Lognar ásakanir? Duga þær virkilega? Og hverjar eru þær sem hafa komið fram? Ég hef engar séð, bara dylgjur og látið í veðri vaka. Ég bíð gagna svo ég geti nú andmælt og hverju þá. Skrifa og hringi og skrifa meira og fleiri símtöl en engin svarar mér og ekkert gerist og í engan næst í um 10 daga.

Næsta sem ég veit er að þau úrskurða í málinu og láta eins og engin andmæli hafi borist. Ég var ekki bara í samskiptum við símastelpurnar heldur bæði oddvita og sveitarstjóra sjálfan. Mig vantar gögn svo ég geti svarað að fullu en ég hélt við værum í samningaferli ég og frú sveitarstjóri. Ég var bara með eina kröfu, ég treysti alls ekki sveitarfélaginu fyrir hundi mínum, alls ekki af mjög svo gefnum ástæðum, né að þau tækju hann eignarnámi úr lífi mínu eins og þau hugðust gera. Mér barst bréf fimmtudaginn 16. október. um að hundurinn minn hafi verið tekinn eignarnámi af GOGG og gefinn nýjum eiganda og ég muni aldrei vita hvert hann hafi farið??? Munið, ég og sveitarstjórinn áttum 3 löng samningasímtöl þessa daga á undan því að lokað er á mig og samskipti og engin gögn berast mér þrátt fyrir ítrekaðar ítrekanir af minni hálfu. Þar að auki andmælti ég og skrifaði þeim fjölda tölvupósta, en sendi víst ekki formlega á réttan stað og að auki létu þau eins og málið væri enn í rannsókn og frekari gagna að vænta???

Réttarbrot?

Hver gætir mín og Bowie og okkar réttinda þegar svona ber til? Öll þessi samskipti og samtöl eiga sér stað og svo bara lok lok og læs í 10 daga og skilaboðum og tölvupóstum ekki svarað og svo er dómur kveðin upp án þess mér hafi borist ein einasta sönnun eða gagn um glæpsamlegt athæfi. Munið að við búum í sveit og flestir hundar ganga að mestu bara lausir, hefur allavega verið þannig hingað til. Bowie hvolpur í þjálfun sem fellur fyrir Dísu sinni og fær hana á heilann. Vissulega var hann oftast bundinn en aðstæður í sumar buðu bara upp á svona mistakavitleysu sem fór úr böndunum og við sitjum báðir ég og Bowie í súpu sem er bara ekki glóra að fatta nema það að ásetningur virðist augljós…?

Komandi sveitarstjórnarkosningar

Þess ber að geta að þessu kjörtímabili er að ljúka. Það verða sveitarstjórnarkosningar í vor og meirihlutinn sem verið hefur við völd hefur staðið í mjög vandræðalegum opinberum málum gegn okkur sem búum í sumarhúsum í sveitinni sem erum um 3400 og erum við ein aðal tekjulind þeirra. Þið þekkið líklega til tilrauna GOGG til að flytja okkur hreppaflutningum úr sveitinni og annað mál þar sem sömu vinnubrögð eru við völd er malarnámið í Seyðishólum. Allt þetta og meira til er hægt að finna í opinberum gögnum og fjölmiðlum. Blygðunarlaus stríð við okkur rúmlega 200 manneskjur á opinberum vettvangi hefur gjörsamlega eyðilagt sveitarómantíkina fyrir mér og fleirum. Ég er með byggingaráform en hefði frekar fylgt hundi mínum úr sveitinni en að láta ræna stoð minni og styttu og gefa bara einhvert og að ég muni aldrei aftur sjá elsku ljósið mitt og verndara minn. Það er bara ekki í boði. Það er enginn glæpur, engar haldgóðar ástæður til að lofa mér og Bowie ekki að njóta vafans.

Lokaorð

Að ráðast svona að mér og dýrinu mínu í mínum aumu aðstæðunum er aumt. Þau vita alveg að ég er þar og að ég er prakkari og á mér eru nokkrir höggstaðir. Svo er ég sá okkar íbúana ásamt 3 til 5 öðrum sem erum hvað mest áberandi á samfélagsmiðlum í því að auglýsa þennan fallega möguleika á að bjarga sér sjálfur og búa í rómantík í sveitinni. Ég er sá sem ligg líklega einna best við höggi til að dylgja um og brjóta á og auðvitað standast þau ekki mátið. Þannig er búllýinn, hann sér ekki og heyrir ekki sjálfan sig, dettur í blinda blettinn í speglinum og týnir sér eins og sumir gerðu í sumar.

Það er alveg ljóst að lög hafa í besta falli verið vel sveigð (þverbrotin líklegast) í þessu máli og ég mun leita réttar míns og Bowie. Hvernig kemur svo bara í ljós.

Höfundur er viðburðahaldari og einskonar skemmtikraftur.




Skoðun

Sjá meira


×