Fótbolti

Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel

Sindri Sverrisson skrifar
Áratugalöngu samstarfi Heineken og Meistaradeildar Evrópu lýkur eftir tvö ár.
Áratugalöngu samstarfi Heineken og Meistaradeildar Evrópu lýkur eftir tvö ár. Getty/Craig Foy

Hollenski ölframleiðandinn Heineken tilkynnti í dag að eftir þriggja áratuga samstarf við Meistaradeild Evrópu í fótbolta væri nú ljóst að því myndi ljúka sumarið 2027.

Í tilkynningu frá Heineken segir að tíðindin séu ekki óvænt. Fyrirtækið ætli áfram að vera stoltur styrktaraðili Formúlu 1 og sé nýbúið að gera samning við Premier Padel, mótaröð í padel sem sé íþróttagrein á mikilli uppleið.

Þá ætlar fyrirtækið að nýta vel þau tvö ár sem eftir eru af samstarfinu við Meistaradeildina í fótbolta.

Bandarískir miðlar á borð við AP segja allt útlit fyrir að Budweiser taki við af Heineken sem opinberi Meistaradeildarbjórinn.

Samkvæmt AP er sex ára samningur í bígerð sem mun ná til Meistaradeildarinnar, Evrópudeildarinnar og Sambandsdeildarinnar. Mun hann tryggja UEFA 200 milljónir evra á ári, eða jafnvirði tæplega þrjátíu milljarða króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×