Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sindri Sverrisson skrifar 31. október 2025 17:47 Systurnar Hlín og Arna Eiríksdætur féllust í faðma eftir að Hlín skoraði gegn Norður-Írlandi í vikunni. vísir/Anton UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, hefur staðfest hvernig styrkleikaflokkarnir líta út fyrir dráttinn á þriðjudag, í undankeppni HM kvenna í fótbolta. Ísland verður í þriðja flokki í A-deild. Stelpurnar okkar tryggðu sér áframhaldandi veru í A-deild með afar sannfærandi hætti þegar þær unnu einvígið við Norður-Írland, samtals 5-0. Í umspilinu á milli liða sem endað höfðu í 3. sæti í A-deild og 2. sæti í B-deild voru Írar eina liðið úr B-deild sem náði að komast upp í A-deild. Þeir verða hins vegar að sætta sig þar við sæti í fjórða og neðsta styrkleikaflokki en Pólverjar færast upp í 3. flokk með Íslandi (sem það sigurlið riðils í B-deild sem hlaut flest stig í ár). Ísland mun á þriðjudaginn dragast í riðil með einu liði úr efsta flokki, einu úr öðrum flokki og einum úr fjórða flokki. Ef liðinu tekst að forðast neðsta sætið á það mjög fína möguleika á að komast á HM í gegnum umspil, þar sem mótherjarnir yrðu þá fyrst lið úr C-deild og svo lið úr B-deild eða lið úr neðsta sæti í A-deild. Sigurlið riðlanna í A-deild komast beint á HM en öll hin liðin í A-deild fara svo í umspil ásamt liðum úr B- og C-deild. Alls verða 32 lið í umspilinu sem skiptist í tvo hluta og tvær umferðir, og er leið liðanna „auðveldari“ eftir því sem þau hafa endað ofar. Styrkleikaflokkana í A-deild fyrir dráttinn á þriðjudag má sjá hér að neðan. Flokkur 1: Frakkland Þýskaland Spánn Svíþjóð Flokkur 2: Holland England Ítalía Noregur Flokkur 3: Danmörk Austurríki Ísland Pólland Flokkur 4: Slóvenía Serbía Úkraína Írland UEFA setur þær skorður á að Ísland getur ekki lent í riðli með bæði Noregi og Svíþjóð. Það er vegna vetraraðstæðna en spilað verður í mars, apríl og júní. Landslið kvenna í fótbolta HM 2027 í Brasilíu Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Stelpurnar okkar tryggðu sér áframhaldandi veru í A-deild með afar sannfærandi hætti þegar þær unnu einvígið við Norður-Írland, samtals 5-0. Í umspilinu á milli liða sem endað höfðu í 3. sæti í A-deild og 2. sæti í B-deild voru Írar eina liðið úr B-deild sem náði að komast upp í A-deild. Þeir verða hins vegar að sætta sig þar við sæti í fjórða og neðsta styrkleikaflokki en Pólverjar færast upp í 3. flokk með Íslandi (sem það sigurlið riðils í B-deild sem hlaut flest stig í ár). Ísland mun á þriðjudaginn dragast í riðil með einu liði úr efsta flokki, einu úr öðrum flokki og einum úr fjórða flokki. Ef liðinu tekst að forðast neðsta sætið á það mjög fína möguleika á að komast á HM í gegnum umspil, þar sem mótherjarnir yrðu þá fyrst lið úr C-deild og svo lið úr B-deild eða lið úr neðsta sæti í A-deild. Sigurlið riðlanna í A-deild komast beint á HM en öll hin liðin í A-deild fara svo í umspil ásamt liðum úr B- og C-deild. Alls verða 32 lið í umspilinu sem skiptist í tvo hluta og tvær umferðir, og er leið liðanna „auðveldari“ eftir því sem þau hafa endað ofar. Styrkleikaflokkana í A-deild fyrir dráttinn á þriðjudag má sjá hér að neðan. Flokkur 1: Frakkland Þýskaland Spánn Svíþjóð Flokkur 2: Holland England Ítalía Noregur Flokkur 3: Danmörk Austurríki Ísland Pólland Flokkur 4: Slóvenía Serbía Úkraína Írland UEFA setur þær skorður á að Ísland getur ekki lent í riðli með bæði Noregi og Svíþjóð. Það er vegna vetraraðstæðna en spilað verður í mars, apríl og júní.
Landslið kvenna í fótbolta HM 2027 í Brasilíu Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira