Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2025 14:31 Desire Doue fagnar öðru marka sinna fyrir Paris Saint-Germain í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Getty/ Justin Setterfield Franski fótboltamaðurinn Desire Doue er nýjasta fórnarlamb bölvunar besta leikmanns úrslitaleiks Meistaradeildarinnar í fótbolta. Doue meiddist í síðasta leik Paris Saint Germain á móti Lorient í frönsku deildinni í vikunni og verður lengi frá eftir að hafa rifið vöðva í læri. Þetta er enn eitt dæmið þar sem stjarna úrslitaleiks Meistaradeildarinnar tímabilið á undan lendir illa í meiðsladrauginum. Á síðasta tímabili var Doue valinn maður leiksins þegar Paris Saint Germain vann 5-0 sigur á Internazionale og tryggði sér sigur í Meistaradeildinni í fyrsta skipti. Doue skoraði tvö mörk og gaf eina stoðsendingu í úrslitaleiknum í München. Nú hefur hann, líkt og allir hinir verðlaunahafar úrslitaleiksins síðan 2019, orðið fyrir alvarlegum meiðslum. Hér fyrir neðan má sjá upptalingu á bölvun stjörnu úrslitaleiks Meistaradeildarinnar undanfarin sex ár. 2019 – Virgil van Dijk (Liverpool): Valinn maður leiksins í úrslitaleiknum en varð síðar fyrir alvarlegum hnémeiðslum þegar hann sleit krossband og það hélt honum frá keppni í marga mánuði. 2020 – Kingsley Coman (Bayern München): Skoraði sigurmarkið og var valinn maður leiksins, en glímdi skömmu síðar við endurtekin meiðsli sem héldu honum frá keppni í yfir hundrað daga. 2021 – N’Golo Kanté (Chelsea): Maður leiksins í úrslitaleiknum en varð síðar fyrir vöðvameiðslum sem takmörkuðu leikjatíma hans og neyddu hann til að missa af stórmóti. 2022 – Thibaut Courtois (Real Madrid): Var valinn maður leiksins fyrir hetjulega markvörslu sína en ári síðar varð hann fyrir alvarlegum hnémeiðslum. 2023 – Rodri (Manchester City): Skoraði sigurmarkið og var valinn maður leiksins, en varð síðar fyrir alvarlegum hnémeiðslum þegar hann sleit krossband. 2024 – Dani Carvajal (Real Madrid): Maður leiksins eftir að hafa skorað fyrsta markið í úrslitaleiknum en mánuðum síðar varð hann fyrir alvarlegum hnémeiðslum þegar hann sleit krossband. 2025 - Desire Doue (PSG): Maður leiksins eftir að hafa skorað tvö mörk og gefið eina stoðsendingu í úrslitaleiknum en hefur nú rifið vöðva í læri. Slapp kannski betur en margir hinir en verður engu að síður lengi frá. View this post on Instagram A post shared by Soccer Forever (@soccerforever) Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira
Doue meiddist í síðasta leik Paris Saint Germain á móti Lorient í frönsku deildinni í vikunni og verður lengi frá eftir að hafa rifið vöðva í læri. Þetta er enn eitt dæmið þar sem stjarna úrslitaleiks Meistaradeildarinnar tímabilið á undan lendir illa í meiðsladrauginum. Á síðasta tímabili var Doue valinn maður leiksins þegar Paris Saint Germain vann 5-0 sigur á Internazionale og tryggði sér sigur í Meistaradeildinni í fyrsta skipti. Doue skoraði tvö mörk og gaf eina stoðsendingu í úrslitaleiknum í München. Nú hefur hann, líkt og allir hinir verðlaunahafar úrslitaleiksins síðan 2019, orðið fyrir alvarlegum meiðslum. Hér fyrir neðan má sjá upptalingu á bölvun stjörnu úrslitaleiks Meistaradeildarinnar undanfarin sex ár. 2019 – Virgil van Dijk (Liverpool): Valinn maður leiksins í úrslitaleiknum en varð síðar fyrir alvarlegum hnémeiðslum þegar hann sleit krossband og það hélt honum frá keppni í marga mánuði. 2020 – Kingsley Coman (Bayern München): Skoraði sigurmarkið og var valinn maður leiksins, en glímdi skömmu síðar við endurtekin meiðsli sem héldu honum frá keppni í yfir hundrað daga. 2021 – N’Golo Kanté (Chelsea): Maður leiksins í úrslitaleiknum en varð síðar fyrir vöðvameiðslum sem takmörkuðu leikjatíma hans og neyddu hann til að missa af stórmóti. 2022 – Thibaut Courtois (Real Madrid): Var valinn maður leiksins fyrir hetjulega markvörslu sína en ári síðar varð hann fyrir alvarlegum hnémeiðslum. 2023 – Rodri (Manchester City): Skoraði sigurmarkið og var valinn maður leiksins, en varð síðar fyrir alvarlegum hnémeiðslum þegar hann sleit krossband. 2024 – Dani Carvajal (Real Madrid): Maður leiksins eftir að hafa skorað fyrsta markið í úrslitaleiknum en mánuðum síðar varð hann fyrir alvarlegum hnémeiðslum þegar hann sleit krossband. 2025 - Desire Doue (PSG): Maður leiksins eftir að hafa skorað tvö mörk og gefið eina stoðsendingu í úrslitaleiknum en hefur nú rifið vöðva í læri. Slapp kannski betur en margir hinir en verður engu að síður lengi frá. View this post on Instagram A post shared by Soccer Forever (@soccerforever)
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira