Innherji

„Blússandi gangur“ á öllum sviðum og verðmat á Högum hækkað um fimmtung

Hörður Ægisson skrifar
Finnur Oddsson, forstjóri smásölurisans Haga.
Finnur Oddsson, forstjóri smásölurisans Haga.

Eftir að hafa skilað „feikna“ góðri afkomu á síðasta ársfjórðungi, einkum vegna reksturs Olís og SMS í Færeyjum, þá er búið að uppfæra verðmat á Högum til verulegrar hækkunar, samkvæmt nýrri greiningu. Stjórnendur Haga vilja auka vægi skulda í dönskum krónum sem gæti leitt til töluverðs sparnaðar í fjármögnun.


Tengdar fréttir

Mæla enn með sölu í Högum þrátt fyrir hækkun á verðmats­gengi félagsins

Þrátt fyrir að hækka nokkuð verðmatsgengið á Haga eftir uppgjör fyrsta fjórðungs, sem litaðist meðal annars af betri afkomu af SMS í Færeyjum en búist var við, ráðleggja greinendur IFS enn sem fyrr með því að fjárfestar minnki stöðu sína í smásölurisanum. Í nýrri umfjöllun greiningarfyrirtækisins er búið að bæta við áhættuálagi vegna óvissu í efnahagsmálum á heimsvísu og jafnframt varað við auknum líkum á gengislækkun krónunnar sem geti minnkað framlegð Haga.

Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslana­risanum

Hagar hafa undirritað endanlegan kaupsamning vegna kaupa á færeyska verslanarisanum P/F SMS. Félagið rekur átta Bónusverslanir í Færeyjum, fjórar smærri verslanir í Þórshöfn undir nafninu Mylnan og stórverslunina Miklagarður í Þórshöfn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×