Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tómas Arnar Þorláksson skrifar 1. nóvember 2025 22:03 Monika Hjálmtýsdóttir, formaður Félags fasteignasala. vísir/bjarni Formaður Félags fasteignasala segist aldrei hafa upplifað aðra eins óvissu og ríkir nú á fasteignamarkaði í kjölfar dóms í vaxtamálinu svokallaða. Hver dagur og vika sem líði í óvissu hafi neikvæð áhrif á markaðinn til lengri tíma. Þó nokkrar vendingar hafa orðið á húsnæðismarkaði síðustu vikur í kjölfar dóms Hæstaréttar í vaxtamálinu svokallaða þar sem skilmálar Íslandsbanka um verðtryggð lán með breytilegum vöxtum voru dæmdir ólögmætir. Tímabundið býður bankinn aðeins upp á óverðtryggð lán á föstum vöxtum. Ríkisstjórnin hyggst eyða óvissu á markaði með því að birta vaxtaviðmið til grundvallar verðtryggðum lánum. Það mun byggja á vöxtum ríkisskuldabréfa. Þá tilkynnti fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands í gær að hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána til fyrstu kaupenda verði hækkað úr 85 prósentum og í 90 prósent. Monika Hjálmtýsdóttir, formaður Félags fasteignasala, fagnar því að lánþegaskilyrði séu rýmkuð í ljósi alls. „Það er mjög jákvætt að Seðlabankinn sé búinn að bregðast við ástandinu eins og það er núna. Og að minna á það úrræði sem fyrir var að það var undanþáguheimild á 35 prósent og 40 prósent reglunni varðandi ráðstöfunartekjurnar. Það var fimm prósent og hefur núna verið hækkað í tíu prósent þessi undanþáguheimild.“ Mun þetta koma að notum fyrir marga? „Einhverja. Eins og þetta er núna. Við erum að bíða eftir því að það sé aftur hægt að fá inn verðtryggðu lánin.“ Hún telur að óvissa muni ríkja þar til dómar falla í útistandandi vaxtamálum en fjögur mál eru enn fyrir Hæstarétti. „Þetta er óvissa sem er ekki búið að eyða enn þá. Þannig það er ekki gott fyrir fasteignamarkaðinn. Þannig staðan er ekki góð að þeim hluta til. Á meðan við munum ekki vita hvenær hlutirnir fara með þessi lán. Manstu til þess hvenær það ríkti jafnmikil óvissa á þessum markaði? Ég hef ekki upplifað það á mínum ferli og er ég búin að vera starfa í þrettán ár. Ég held að þetta sé staða sem er mjög einstök í sögunni. Markaðurinn sé í raun í lausu lofti þótt fasteignaviðskipti haldi áfram að eiga sér stað. „En jú við getum ekkert annað gert en bara beðið eftir því hvað gerist og hvernig viðbrögðin verða og hvernig dómarnir munu falla. Við viljum auðvitað að þetta komi sem allra fyrst. Hver dagur sem líður og hver vika er auðvitað neikvæð fyrir fasteignamarkaðinn og framtíð hans því hann auðvitað hreyfir sig svo hægt.“ Húsnæðismál Fasteignamarkaður Vaxtamálið Mest lesið Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Sjá meira
Þó nokkrar vendingar hafa orðið á húsnæðismarkaði síðustu vikur í kjölfar dóms Hæstaréttar í vaxtamálinu svokallaða þar sem skilmálar Íslandsbanka um verðtryggð lán með breytilegum vöxtum voru dæmdir ólögmætir. Tímabundið býður bankinn aðeins upp á óverðtryggð lán á föstum vöxtum. Ríkisstjórnin hyggst eyða óvissu á markaði með því að birta vaxtaviðmið til grundvallar verðtryggðum lánum. Það mun byggja á vöxtum ríkisskuldabréfa. Þá tilkynnti fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands í gær að hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána til fyrstu kaupenda verði hækkað úr 85 prósentum og í 90 prósent. Monika Hjálmtýsdóttir, formaður Félags fasteignasala, fagnar því að lánþegaskilyrði séu rýmkuð í ljósi alls. „Það er mjög jákvætt að Seðlabankinn sé búinn að bregðast við ástandinu eins og það er núna. Og að minna á það úrræði sem fyrir var að það var undanþáguheimild á 35 prósent og 40 prósent reglunni varðandi ráðstöfunartekjurnar. Það var fimm prósent og hefur núna verið hækkað í tíu prósent þessi undanþáguheimild.“ Mun þetta koma að notum fyrir marga? „Einhverja. Eins og þetta er núna. Við erum að bíða eftir því að það sé aftur hægt að fá inn verðtryggðu lánin.“ Hún telur að óvissa muni ríkja þar til dómar falla í útistandandi vaxtamálum en fjögur mál eru enn fyrir Hæstarétti. „Þetta er óvissa sem er ekki búið að eyða enn þá. Þannig það er ekki gott fyrir fasteignamarkaðinn. Þannig staðan er ekki góð að þeim hluta til. Á meðan við munum ekki vita hvenær hlutirnir fara með þessi lán. Manstu til þess hvenær það ríkti jafnmikil óvissa á þessum markaði? Ég hef ekki upplifað það á mínum ferli og er ég búin að vera starfa í þrettán ár. Ég held að þetta sé staða sem er mjög einstök í sögunni. Markaðurinn sé í raun í lausu lofti þótt fasteignaviðskipti haldi áfram að eiga sér stað. „En jú við getum ekkert annað gert en bara beðið eftir því hvað gerist og hvernig viðbrögðin verða og hvernig dómarnir munu falla. Við viljum auðvitað að þetta komi sem allra fyrst. Hver dagur sem líður og hver vika er auðvitað neikvæð fyrir fasteignamarkaðinn og framtíð hans því hann auðvitað hreyfir sig svo hægt.“
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Vaxtamálið Mest lesið Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Sjá meira