„Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Valur Páll Eiríksson skrifar 2. nóvember 2025 19:01 Hermann Hreiðarsson er nýr þjálfari Vals og var tekinn tali á Hlíðarenda. Vísir/Bjarni „Stórkostlegt. Ég er hrikalega spenntur,“ segir Hermann Hreiðarsson, nýr þjálfari karlaliðs Vals í fótbolta, um nýja starfið. Hann skrifaði undir þriggja ára samning á Hlíðarenda í dag. „Þetta er einn stærsti klúbbur landsins þannig að þetta er gríðarlega spennandi starf og kemur ekki upp á hverjum degi. Frá byrjun var þetta mjög spennandi,“ segir Hermann um viðbrögðin þegar Valur hafði við hann samband. „Við erum búin að eiga mörg góð og heilbrigð samtöl við teymi og stjórn. Þetta er skýr stefna sem á að fara í og við erum allir sammála um að það er rétta stefnan fyrir Val. Þegar sú byrjun er til staðar er bjart fram undan,“ segir Hermann um verkefnið sem liggur fyrir. Breyttar áherslur Gareth Owen var nýlega ráðinn sérlegur tæknilegur ráðgjafi knattspyrnudeildar og mun Chris Brazell vera aðstoðarþjálfari Hermanns hjá Val. Ráðast á í stefnubreytingu, líkt og hann nefnir, sem felst helst í því að einblína meira á grasrótarstarf liðsins og gefa yngri leikmönnum tækifæri. Von er því á að tekið verði til í leikmannahópi liðsins sem er á meðal þeirra eldri í Bestu deildinni. „Það er fyrst og fremst að vanda okkur í því sem við erum að kaupa inn. Við ætlum aðeins að breyta strúktúr á leikmannamarkaðnum, að fara í yngri leikmenn. Líka innan frá viljum við finna einhverja demanta úr starfinu. Það eru alltaf skemmtilegustu verkefnin og það þarf að bæta það aðeins,“ „Ég veit hverju ég get lofað hérna á Valsvelli og í okkar leikjum. Það verður hundleiðinlegt að spila við Val,“ segir Hermann léttur og bætir við: „Það koma allir til með að leggja sig 100 prósent fram og rúmlega það. Það verða læti í þessu hjá okkur eins og maður hefur verið með. Þetta verða pressuleikir. Svo er náttúrulega svakalega spennandi að taka við ógnarsterku fótboltaliði og þegar þú ert með svona gott fótboltalið viltu líka hafa boltann svolítið.“ Ekki stýrt svo stóru liði áður Hermann hefur stýrt liðum í toppbaráttu í neðri deildum og fallbaráttu í efstu deild. Nú tekur hann skrefið til félags þar sem krafa er um titla. Hefur hann skilaboð til Valsmanna sem hafa efasemdir um ráðninguna í ljósi þess? „Ég bara vonast eftir gríðarlegum stuðningi því það telur alltaf mikið. Maður veit að þetta er risa klúbbur og það eru kröfur úr öllum áttum. Ég hef ógnartrú á því að ef við gerum þetta í sameiningu og það er stuðningur við liðið þá verður alvöru toppbarátta hérna fyrir öllum titlum,“ segir Hermann. Töluvert fleira kemur fram í viðtalinu við Hermann sem má sjá í heild sinni í spilaranum. Klippa: Hermann ræðir verkefnið hjá Val Valur Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Barcelona | Guðjohnsen slagurinn í Lundúnum Fótbolti „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Fleiri fréttir Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Sjá meira
„Þetta er einn stærsti klúbbur landsins þannig að þetta er gríðarlega spennandi starf og kemur ekki upp á hverjum degi. Frá byrjun var þetta mjög spennandi,“ segir Hermann um viðbrögðin þegar Valur hafði við hann samband. „Við erum búin að eiga mörg góð og heilbrigð samtöl við teymi og stjórn. Þetta er skýr stefna sem á að fara í og við erum allir sammála um að það er rétta stefnan fyrir Val. Þegar sú byrjun er til staðar er bjart fram undan,“ segir Hermann um verkefnið sem liggur fyrir. Breyttar áherslur Gareth Owen var nýlega ráðinn sérlegur tæknilegur ráðgjafi knattspyrnudeildar og mun Chris Brazell vera aðstoðarþjálfari Hermanns hjá Val. Ráðast á í stefnubreytingu, líkt og hann nefnir, sem felst helst í því að einblína meira á grasrótarstarf liðsins og gefa yngri leikmönnum tækifæri. Von er því á að tekið verði til í leikmannahópi liðsins sem er á meðal þeirra eldri í Bestu deildinni. „Það er fyrst og fremst að vanda okkur í því sem við erum að kaupa inn. Við ætlum aðeins að breyta strúktúr á leikmannamarkaðnum, að fara í yngri leikmenn. Líka innan frá viljum við finna einhverja demanta úr starfinu. Það eru alltaf skemmtilegustu verkefnin og það þarf að bæta það aðeins,“ „Ég veit hverju ég get lofað hérna á Valsvelli og í okkar leikjum. Það verður hundleiðinlegt að spila við Val,“ segir Hermann léttur og bætir við: „Það koma allir til með að leggja sig 100 prósent fram og rúmlega það. Það verða læti í þessu hjá okkur eins og maður hefur verið með. Þetta verða pressuleikir. Svo er náttúrulega svakalega spennandi að taka við ógnarsterku fótboltaliði og þegar þú ert með svona gott fótboltalið viltu líka hafa boltann svolítið.“ Ekki stýrt svo stóru liði áður Hermann hefur stýrt liðum í toppbaráttu í neðri deildum og fallbaráttu í efstu deild. Nú tekur hann skrefið til félags þar sem krafa er um titla. Hefur hann skilaboð til Valsmanna sem hafa efasemdir um ráðninguna í ljósi þess? „Ég bara vonast eftir gríðarlegum stuðningi því það telur alltaf mikið. Maður veit að þetta er risa klúbbur og það eru kröfur úr öllum áttum. Ég hef ógnartrú á því að ef við gerum þetta í sameiningu og það er stuðningur við liðið þá verður alvöru toppbarátta hérna fyrir öllum titlum,“ segir Hermann. Töluvert fleira kemur fram í viðtalinu við Hermann sem má sjá í heild sinni í spilaranum. Klippa: Hermann ræðir verkefnið hjá Val
Valur Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Barcelona | Guðjohnsen slagurinn í Lundúnum Fótbolti „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Fleiri fréttir Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Sjá meira