Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar 3. nóvember 2025 11:02 Í stjórnmálum eru skoðanaskipti ekki frávik – þau eru hryggjarstykki lýðræðisins. Þar takast á ólík sjónarmið, hagsmunir og hugmyndafræði, og úr því sprettur samtal sem mótar samfélagið. Á síðustu árum hafa gamlir draugar tekið sig upp í Evrópu. Átökin eru ekki lengur afleiðing stefnumótunar í efnahagsmálum eða öðrum grundvallarmálum samfélagsins – þau eru orðin sjálf stefnan. Og þó það sé ekki í fyrsta sinn í sögunni sem slíkt gerist, virðist samtíminn bjóða þeim einkar frjóan jarðveg – þó fóðrið sé hið sama: ótti, gremja og þörfin fyrir einfaldar skýringar á flóknum veruleika. Í Evrópu hafa öfgaöfl til hægri náð miklum árangri með því að stökkva á viðkvæmar átakalínur og dýpka þær. Þau tala ekki um mál til að leysa þau, heldur til að magna þau upp og viðhalda þeim. Fóðrið er kunnuglegt: innflytjendur, trú, sjálfsmynd og þjóðerni – vel valin vopn til að kynda undir menningarstríði. Því meiri sundrung, því tryggari verður fylkingin – og því sterkari tilfinningin um að flokkurinn sé sá eini sem þori að segja hlutina eins og þeir eru. Þetta er pólitík sem nærist á ótta – og lifir ekki án hans. Þetta er þó ekki nýtt fyrirbæri. Pólitík sem nærist á óánægju og gremju hefur alltaf virkað, sérstaklega þegar almenningur finnur fyrir misskiptingu eða vantrausti á valdastofnanir. En samfélagsmiðlar hafa gert hana markvissari – hauk í horni þeirra sem kunna að nýta óánægju, hneykslun og reiði sem vopn og markaðsvöru. Engin mál eru lengur of persónuleg eða viðkvæm; öllu er snúið þannig að það falli inn í orðræðuna sem fylkingin lifir á. Við höfum séð þetta áður – til dæmis á árum seinni heimsstyrjaldarinnar, þegar íslenskar konur sem litu erlenda hermenn hýru auga voru gerðar að tákni svika og siðrofs. Þá eins og nú var sama uppskrift notuð: að einfalda veruleikann, ala á ótta og breyta öllu í pólitískt fóður. Á Íslandi hefur Miðflokkurinn tekið upp álíka taktík. Flokkurinn beitir málum eins og innflytjendum, kyni, trú og sjálfsmynd til að ýta undir tilfinningu um klofning milli þeirra sem sagðir eru ógna viðteknum menningarheimi og þeirra sem telja sig verja hann. Þessi pólitíska aðferð snýst ekki um stefnu eða lausnir, heldur um að virkja djúpt óöryggi – ekki endilega gagnvart hinu nýja, heldur við tilhugsunina um að missa það gamla; það sem hefur mótað okkur, gefið tilverunni samhengi og okkur sannfæringu um hver við erum í þessum heimi. Vandinn við slíka pólitík er ekki bara sá að hún skapar sundrungu – heldur að hún þarf sundrungu og átök til að dafna. Hún þrífst á því að átakalínur dýpki, að samfélagið sé sífellt á tánum, alltaf reiðubúið til átaka. Þegar reiðin verður hráefnið, þá verður málamiðlun ekki styrkur heldur svik - jafnvel sturlun. Lýðræðið byggir á ólíkum skoðunum, en það hrynur þegar skoðanaágreiningur eða átök verða sjálfstætt markmið. Því raunveruleg forysta felst ekki í að kynda undir ótta, heldur að dempa hann. Að reyna að stilla hljóðfæri samfélagsins þannig að þau myndi eina heild – ekki að dúndra upp í græjunum við hvert tækifæri og fella öll mál ofan í útbólgnar átakalínur. Höfundur er framkvæmdastjóri Dokkunnar og stjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Martha Árnadóttir Mest lesið Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Sjá meira
Í stjórnmálum eru skoðanaskipti ekki frávik – þau eru hryggjarstykki lýðræðisins. Þar takast á ólík sjónarmið, hagsmunir og hugmyndafræði, og úr því sprettur samtal sem mótar samfélagið. Á síðustu árum hafa gamlir draugar tekið sig upp í Evrópu. Átökin eru ekki lengur afleiðing stefnumótunar í efnahagsmálum eða öðrum grundvallarmálum samfélagsins – þau eru orðin sjálf stefnan. Og þó það sé ekki í fyrsta sinn í sögunni sem slíkt gerist, virðist samtíminn bjóða þeim einkar frjóan jarðveg – þó fóðrið sé hið sama: ótti, gremja og þörfin fyrir einfaldar skýringar á flóknum veruleika. Í Evrópu hafa öfgaöfl til hægri náð miklum árangri með því að stökkva á viðkvæmar átakalínur og dýpka þær. Þau tala ekki um mál til að leysa þau, heldur til að magna þau upp og viðhalda þeim. Fóðrið er kunnuglegt: innflytjendur, trú, sjálfsmynd og þjóðerni – vel valin vopn til að kynda undir menningarstríði. Því meiri sundrung, því tryggari verður fylkingin – og því sterkari tilfinningin um að flokkurinn sé sá eini sem þori að segja hlutina eins og þeir eru. Þetta er pólitík sem nærist á ótta – og lifir ekki án hans. Þetta er þó ekki nýtt fyrirbæri. Pólitík sem nærist á óánægju og gremju hefur alltaf virkað, sérstaklega þegar almenningur finnur fyrir misskiptingu eða vantrausti á valdastofnanir. En samfélagsmiðlar hafa gert hana markvissari – hauk í horni þeirra sem kunna að nýta óánægju, hneykslun og reiði sem vopn og markaðsvöru. Engin mál eru lengur of persónuleg eða viðkvæm; öllu er snúið þannig að það falli inn í orðræðuna sem fylkingin lifir á. Við höfum séð þetta áður – til dæmis á árum seinni heimsstyrjaldarinnar, þegar íslenskar konur sem litu erlenda hermenn hýru auga voru gerðar að tákni svika og siðrofs. Þá eins og nú var sama uppskrift notuð: að einfalda veruleikann, ala á ótta og breyta öllu í pólitískt fóður. Á Íslandi hefur Miðflokkurinn tekið upp álíka taktík. Flokkurinn beitir málum eins og innflytjendum, kyni, trú og sjálfsmynd til að ýta undir tilfinningu um klofning milli þeirra sem sagðir eru ógna viðteknum menningarheimi og þeirra sem telja sig verja hann. Þessi pólitíska aðferð snýst ekki um stefnu eða lausnir, heldur um að virkja djúpt óöryggi – ekki endilega gagnvart hinu nýja, heldur við tilhugsunina um að missa það gamla; það sem hefur mótað okkur, gefið tilverunni samhengi og okkur sannfæringu um hver við erum í þessum heimi. Vandinn við slíka pólitík er ekki bara sá að hún skapar sundrungu – heldur að hún þarf sundrungu og átök til að dafna. Hún þrífst á því að átakalínur dýpki, að samfélagið sé sífellt á tánum, alltaf reiðubúið til átaka. Þegar reiðin verður hráefnið, þá verður málamiðlun ekki styrkur heldur svik - jafnvel sturlun. Lýðræðið byggir á ólíkum skoðunum, en það hrynur þegar skoðanaágreiningur eða átök verða sjálfstætt markmið. Því raunveruleg forysta felst ekki í að kynda undir ótta, heldur að dempa hann. Að reyna að stilla hljóðfæri samfélagsins þannig að þau myndi eina heild – ekki að dúndra upp í græjunum við hvert tækifæri og fella öll mál ofan í útbólgnar átakalínur. Höfundur er framkvæmdastjóri Dokkunnar og stjórnmálafræðingur.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun