Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar 3. nóvember 2025 20:00 Í frægu atriði í kvikmyndinni A Man for All Seasons, sem fjallar um enska hugsuðinn og lögfræðinginn Thomas More, þrætir hann við vonbiðil dóttur sinnar um hvort yfirvöld mættu refsa fólki fyrir að vera slæmar manneskjur, eitthvað sem vonbiðillinn styður fjálglega. More spyr þá hvort hann myndi brjóta lögin til að handsama Djöfulinn sjálfan. Biðillinn svarar því játandi, og ekki nóg með það, heldur myndi hann rífa niður allan lagabálk Englands til að handsama kauða. More svarar þá um hæl og spyr hvar hann myndi þá fela sig ef Kölski kæmi á eftir honum, nú þegar það stæðu engin lög eftir til að skýla vonbiðlinum refsiglaða. Það er gagnlegt að hafa þetta atriði í huga þegar við lesum fréttir af árásum bandarískra stjórnvalda í Kyrra- og Karíbahafi. Tugir manna hafa látist í þessum árásum og samkvæmt Hvíta húsinu voru þar á ferð eiturlyfjasmyglarar sem voru að flytja varning sinn norður á leið. Ef rétt reynist þá voru þetta nú ekki fyrirmyndarborgarar en það breytir því ekki að þarna varð mikilvægur vendipunktur hjá Trump-stjórninni. Í gegnum árin hafa ólíkar bandarískar ríkisstjórnir vissulega stundað árásir gegn ýmsum hryðjuverkahópum, og deila má um lögmæti þeirra aðgerða, en hér er enginn vafi. Meintir smyglbátar eru ekki hernaðarskotmörk og þarna var hertólum beitt í því sem hefðu átt að vera lögregluaðgerðir. Þarna voru framin morð með vitund og vilja æðstu yfirvalda. Við vitum þó lítið um fórnarlömb þessara árása. Hvíta húsið hefur tregðast við að veita sönnunargögn fyrir því að þarna hafi eiturlyfjasmyglarar verið á ferð og bendir ýmislegt til þess að saklaust fólk hafi farist í þessum aðgerðum; meðal annars hefur forseti Kólumbíu sakað Bandaríkin um að myrða kólumbískan fiskimann í landhelgi ríkisins. Jafnvel þótt þarna hefðu eingöngu verið forhertir eiturlyfjasmyglarar á ferð þá breytir það engu. Morð er morð og lögin sem vernda glæpamenn vernda líka okkur hin. Ef stjórnvöld segjast hafa rétt á að myrða þá með köldu blóði, þá er enginn óhultur, ekki síst þegar þau telja sig hafa takmarkalaust frelsi til að ákveða hver teljist vera glæpamaður. Trump-stjórnin á ekki aðeins aðdáendur í Bandaríkjunum, þá má líka finna hér á landi. Oft er þetta sama fólkið og hefur hrópað manna hæst „Saklaus uns sekt er sönnuð!“ Nú ver það stjórn sem myrðir án dóms og laga. Í þessum hópi eru ýmsir þátttakendur í íslensku stjórnmálalífi; má þar nefna ungliða Miðflokksins sem notast við Trumpísk eftirhermuslagorð og húfur, auk vissra þingmanna flokksins sem ná vart andanum yfir aðdáun sinni á Bandaríkjaforsetanum og kvarta sáran þegar hann fær ekki friðarverðlaun. Slíkir aðilar, sem vissulega má líka finna utan Miðflokksins, virðast því kippa sér lítið upp við hinn fjölbreytta afbrotalista Trump-stjórnarinnar; hvort sem hún fremur morð á úthöfunum, lætur grímuklædda hrotta ræna fólki af götunum eða sendir það í erlend gúlög án nokkurrar málsmeðferðar. Þetta vekur upp ýmsar erfiðar spurningar um þessa aðila. Væru þeir líklegir til að virða grundvallarréttindi almennings ef þeir kæmust til valda? Eða myndu þeir fylgja fordæmi forsetans vestanhafs og nota völd sín til að grafa undan grunnstoðum réttarríkisins hér á landi? Aðeins þeir vita svarið. En almenningur getur ekki treyst því að stjórnmálamenn sem styðja lögleysu og morð muni viðhalda lögum og reglu. Þeir eru ekki þess verðugir að sitja á valdastóli. Höfundur er framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bandaríkin Mest lesið Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í frægu atriði í kvikmyndinni A Man for All Seasons, sem fjallar um enska hugsuðinn og lögfræðinginn Thomas More, þrætir hann við vonbiðil dóttur sinnar um hvort yfirvöld mættu refsa fólki fyrir að vera slæmar manneskjur, eitthvað sem vonbiðillinn styður fjálglega. More spyr þá hvort hann myndi brjóta lögin til að handsama Djöfulinn sjálfan. Biðillinn svarar því játandi, og ekki nóg með það, heldur myndi hann rífa niður allan lagabálk Englands til að handsama kauða. More svarar þá um hæl og spyr hvar hann myndi þá fela sig ef Kölski kæmi á eftir honum, nú þegar það stæðu engin lög eftir til að skýla vonbiðlinum refsiglaða. Það er gagnlegt að hafa þetta atriði í huga þegar við lesum fréttir af árásum bandarískra stjórnvalda í Kyrra- og Karíbahafi. Tugir manna hafa látist í þessum árásum og samkvæmt Hvíta húsinu voru þar á ferð eiturlyfjasmyglarar sem voru að flytja varning sinn norður á leið. Ef rétt reynist þá voru þetta nú ekki fyrirmyndarborgarar en það breytir því ekki að þarna varð mikilvægur vendipunktur hjá Trump-stjórninni. Í gegnum árin hafa ólíkar bandarískar ríkisstjórnir vissulega stundað árásir gegn ýmsum hryðjuverkahópum, og deila má um lögmæti þeirra aðgerða, en hér er enginn vafi. Meintir smyglbátar eru ekki hernaðarskotmörk og þarna var hertólum beitt í því sem hefðu átt að vera lögregluaðgerðir. Þarna voru framin morð með vitund og vilja æðstu yfirvalda. Við vitum þó lítið um fórnarlömb þessara árása. Hvíta húsið hefur tregðast við að veita sönnunargögn fyrir því að þarna hafi eiturlyfjasmyglarar verið á ferð og bendir ýmislegt til þess að saklaust fólk hafi farist í þessum aðgerðum; meðal annars hefur forseti Kólumbíu sakað Bandaríkin um að myrða kólumbískan fiskimann í landhelgi ríkisins. Jafnvel þótt þarna hefðu eingöngu verið forhertir eiturlyfjasmyglarar á ferð þá breytir það engu. Morð er morð og lögin sem vernda glæpamenn vernda líka okkur hin. Ef stjórnvöld segjast hafa rétt á að myrða þá með köldu blóði, þá er enginn óhultur, ekki síst þegar þau telja sig hafa takmarkalaust frelsi til að ákveða hver teljist vera glæpamaður. Trump-stjórnin á ekki aðeins aðdáendur í Bandaríkjunum, þá má líka finna hér á landi. Oft er þetta sama fólkið og hefur hrópað manna hæst „Saklaus uns sekt er sönnuð!“ Nú ver það stjórn sem myrðir án dóms og laga. Í þessum hópi eru ýmsir þátttakendur í íslensku stjórnmálalífi; má þar nefna ungliða Miðflokksins sem notast við Trumpísk eftirhermuslagorð og húfur, auk vissra þingmanna flokksins sem ná vart andanum yfir aðdáun sinni á Bandaríkjaforsetanum og kvarta sáran þegar hann fær ekki friðarverðlaun. Slíkir aðilar, sem vissulega má líka finna utan Miðflokksins, virðast því kippa sér lítið upp við hinn fjölbreytta afbrotalista Trump-stjórnarinnar; hvort sem hún fremur morð á úthöfunum, lætur grímuklædda hrotta ræna fólki af götunum eða sendir það í erlend gúlög án nokkurrar málsmeðferðar. Þetta vekur upp ýmsar erfiðar spurningar um þessa aðila. Væru þeir líklegir til að virða grundvallarréttindi almennings ef þeir kæmust til valda? Eða myndu þeir fylgja fordæmi forsetans vestanhafs og nota völd sín til að grafa undan grunnstoðum réttarríkisins hér á landi? Aðeins þeir vita svarið. En almenningur getur ekki treyst því að stjórnmálamenn sem styðja lögleysu og morð muni viðhalda lögum og reglu. Þeir eru ekki þess verðugir að sitja á valdastóli. Höfundur er framhaldsskólakennari.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun