„Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. nóvember 2025 19:58 Eygló Guðmundsdóttir, vill að foreldrar langveikra barna sé gripnir betur og fyrr. Vísir/Sigurjón Móðir drengs sem lést eftir áralanga baráttu við krabbamein segir mikilvægt að grípa foreldra langveikra barna betur og fyrr. Foreldrarnir séu undir miklu álagi, standi vaktina allan sólarhringinn og séu margir hverjir að bugast. Félagið Umhyggja stóð í dag fyrir málþingi um álag sem foreldrar langveikra barna búa við. Á meðal þeirra sem héldu erindi var Eygló Guðmundsdóttir sálfræðingur. Sonur hennar Benjamín greindist með krabbamein aðeins nokkurra vikna gamall og hann lést aðeins tólf ára eftir erfið veikindi. Hún segir gríðarlegt álag fylgja því að eiga langveikt barn. Foreldrar barnanna standi ekki aðeins þriðju vaktina heldur þá fjórðu líka. „Þú ert með algjörlega risastórt verkefni. Við vorum auðvitað á vaktinni twenty four seven. Alltaf. Allan sólarhringinn. Við vorum náttúrulega að gefa öll lyf. Við vorum komin með súrefniskúta heim. Ef við erum að tala um þriðju vaktina, þetta með hver á að skipuleggja skíðabuxurnar eða hvernig sem það er sagt, ég er ekki að gera lítið úr því, getur þú ímyndað þér hvernig það er að vera með einn í fjölskyldunni sem krefst stöðugs utanumhalds alveg sama á hvaða mælikvarða það er.“ Eygló hefur gert fjölda rannsókna og segir einkenni áfallastreitu geta verið merki um örmögnun hjá foreldrum langveikra barna. „Þú bara gengur upp að herðablöðum eða hvað sem við viljum kalla það. Þú vilt gefa barninu þínu bestu lífsmöguleika og lífsvæði sem þú getur. Ef þú ímyndar þér að þú værir í fjórum öðrum vinnum, svona sirka kannski, fer eftir því á hvaða stað barnið þitt er. Þetta er auðvitað bara full vinna að sinna þessu.“ Frá fundi Umhyggju í dag.Vísir/Sigurjón Þá telur hún brýnt að koma fólki til aðstoðar við þessar aðstæður sem fyrst. „Þegar börnin okkar koma inn í kerfið, alveg sama hvað þau eru greind með, þá þyrfti að vera einhvers konar miðlægt kerfi sem að grípur fjölskylduna. Síðan er bara mismunandi hvað hver og ein fjölskylda þarf út frá mismunandi ástandi. Þegar þú kemur inn þá flaggar eitthvað í kerfinu og kerfið tekur utan um þig. Þú átt ekki að þurfa að biðja um það.“ Heilbrigðismál Krabbamein Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Félagið Umhyggja stóð í dag fyrir málþingi um álag sem foreldrar langveikra barna búa við. Á meðal þeirra sem héldu erindi var Eygló Guðmundsdóttir sálfræðingur. Sonur hennar Benjamín greindist með krabbamein aðeins nokkurra vikna gamall og hann lést aðeins tólf ára eftir erfið veikindi. Hún segir gríðarlegt álag fylgja því að eiga langveikt barn. Foreldrar barnanna standi ekki aðeins þriðju vaktina heldur þá fjórðu líka. „Þú ert með algjörlega risastórt verkefni. Við vorum auðvitað á vaktinni twenty four seven. Alltaf. Allan sólarhringinn. Við vorum náttúrulega að gefa öll lyf. Við vorum komin með súrefniskúta heim. Ef við erum að tala um þriðju vaktina, þetta með hver á að skipuleggja skíðabuxurnar eða hvernig sem það er sagt, ég er ekki að gera lítið úr því, getur þú ímyndað þér hvernig það er að vera með einn í fjölskyldunni sem krefst stöðugs utanumhalds alveg sama á hvaða mælikvarða það er.“ Eygló hefur gert fjölda rannsókna og segir einkenni áfallastreitu geta verið merki um örmögnun hjá foreldrum langveikra barna. „Þú bara gengur upp að herðablöðum eða hvað sem við viljum kalla það. Þú vilt gefa barninu þínu bestu lífsmöguleika og lífsvæði sem þú getur. Ef þú ímyndar þér að þú værir í fjórum öðrum vinnum, svona sirka kannski, fer eftir því á hvaða stað barnið þitt er. Þetta er auðvitað bara full vinna að sinna þessu.“ Frá fundi Umhyggju í dag.Vísir/Sigurjón Þá telur hún brýnt að koma fólki til aðstoðar við þessar aðstæður sem fyrst. „Þegar börnin okkar koma inn í kerfið, alveg sama hvað þau eru greind með, þá þyrfti að vera einhvers konar miðlægt kerfi sem að grípur fjölskylduna. Síðan er bara mismunandi hvað hver og ein fjölskylda þarf út frá mismunandi ástandi. Þegar þú kemur inn þá flaggar eitthvað í kerfinu og kerfið tekur utan um þig. Þú átt ekki að þurfa að biðja um það.“
Heilbrigðismál Krabbamein Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira