Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 4. nóvember 2025 09:00 Um helgina síðustu sótti ég ráðstefnu í Norræna húsinu sem bar heitið „Sögur kynlífsverkafólks og Opinber stefna“. Þar komu saman fagfólk, fræðimenn, mannréttindasinnar og ekki síst kynlífsverkafólk sem deildu eigin reynslu og sögum. Raddirnar sem heyrðust voru fjölbreyttar og lýstu raunveruleikanum á ólíkum forsendum, frá þeim sem hafa lent í erfiðum félagslegum aðstæðum til þeirra sem hafa meðvitað valið þessa atvinnu og vilja starfa við hana á sínum eigin forsendum. Á ráðstefnunni tóku einnig til máls fulltrúar frá samtökum kynlífsverkafólks í Svíþjóð og Noregi. Þeir lýstu því hvernig baráttan fyrir réttindum og sýnileika þessa hóps hefur þróast þar og hvernig löggjöfin, sem svokölluð sænska leið, hefur reynst í reynd. Sú nálgun felur í sér að kaup á kynlífi eru refsiverð, en það hefur í mörgum tilvikum leitt til aukinnar jaðarsetningar og hættu fyrir kynlífsverkafólk, sem neyðist til að starfa í neðanjarðarumhverfi. Þannig skapast skilyrði þar sem öryggi og mannréttindi víkja fyrir ótta, fordómum og þögn. Á Íslandi er umræðan um vændi og kynlífsstarfsemi enn mjög takmörkuð og lituð af sterkum siðferðilegum viðhorfum fremur en félagslegu raunsæi. Það hefur orðið til þess að rödd þeirra sem málið snertir mest hefur verið nánast ósýnileg. Þessi hópur er fjölbreyttur og engin ein lýsing nær utan um hann. Sumir eru í þessari starfsemi vegna fátæktar, neyslu, áfalla eða félagslegra aðstæðna. Aðrir hafa meðvitað valið þetta starf, sumir sjá það sem tímabundna tekjuleið, aðrir sem fasta atvinnu. Það sem sameinar hópinn er hins vegar skortur á öryggi, vernd og aðgengi að heilbrigðisþjónustu og félagslegum úrræðum. Það er brýnt að við hættum að tala um kynlífsverkafólk og byrjum að tala við það. Það er eina leiðin til að móta stefnu og löggjöf sem byggir á raunverulegum þörfum fólks en ekki á hugmyndum annarra um hvað sé „rétt“ eða „rangt“. Mannréttindasjónarmið, jafningjafræðsla og virðing fyrir sjálfsákvörðunarrétti þurfa að vera leiðarljós í þessari umræðu. Við verðum líka að skilja að vændi og mansal eru ekki sami hlutur. Mansal er glæpur og brot á mannréttindum, en kynlífsstarfsemi á eigin forsendum er annars eðlis. Að blanda þessu tvennu saman gerir meira ógagn en gagn og skaðar málstað þeirra sem þurfa vernd og stuðning. Ráðstefnan var bæði fróðleg og áhrifamikil. Hún sýndi að það er til fólk sem hefur hugrekki til að stíga fram og segja sína sögu, en það þarf samfélag sem hlustar. Það var þó miður að sjá hve fáir fulltrúar stjórnmálaflokka mættu. Ég tók eftir tveimur þingmönnum og einum borgarfulltrúa, en slíkur málaflokkur krefst víðtækari pólitískrar þátttöku og áhuga. Ef stjórnvöld ætla að taka mannréttindi alvarlega verða þau að hlusta á raddir fólks sem lifir við þessar aðstæður og vinna með þeim, ekki yfir þeim. Það sem helst stendur eftir hjá mér er að við þurfum að opna samtalið. Við þurfum að viðurkenna að kynlífsstarfsemi er til staðar í íslensku samfélagi og hefur verið það lengi. Við þurfum að skapa öruggt rými þar sem hægt er að ræða málefnið án fordóma og þar sem fólk getur leitað sér aðstoðar, heilbrigðisþjónustu og stuðnings án þess að óttast refsingu eða skömm. Það er líka nauðsynlegt að þróa jafningjastuðning og samtök sem byggja á reynslu fólks sjálfs, eins og gert hefur verið í nágrannalöndunum og „Rauða regnhlífin“ er hér. Það er ekki okkar hlutverk að „bjarga“ kynlífsverkafólki. Það sem við eigum að gera er að tryggja því réttindi, vernd og mannlega virðingu. Því aðeins getum við átt von á samfélagi þar sem enginn hópur er falinn í skugganum. Höfundur er formaður Afstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Vændi Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Um helgina síðustu sótti ég ráðstefnu í Norræna húsinu sem bar heitið „Sögur kynlífsverkafólks og Opinber stefna“. Þar komu saman fagfólk, fræðimenn, mannréttindasinnar og ekki síst kynlífsverkafólk sem deildu eigin reynslu og sögum. Raddirnar sem heyrðust voru fjölbreyttar og lýstu raunveruleikanum á ólíkum forsendum, frá þeim sem hafa lent í erfiðum félagslegum aðstæðum til þeirra sem hafa meðvitað valið þessa atvinnu og vilja starfa við hana á sínum eigin forsendum. Á ráðstefnunni tóku einnig til máls fulltrúar frá samtökum kynlífsverkafólks í Svíþjóð og Noregi. Þeir lýstu því hvernig baráttan fyrir réttindum og sýnileika þessa hóps hefur þróast þar og hvernig löggjöfin, sem svokölluð sænska leið, hefur reynst í reynd. Sú nálgun felur í sér að kaup á kynlífi eru refsiverð, en það hefur í mörgum tilvikum leitt til aukinnar jaðarsetningar og hættu fyrir kynlífsverkafólk, sem neyðist til að starfa í neðanjarðarumhverfi. Þannig skapast skilyrði þar sem öryggi og mannréttindi víkja fyrir ótta, fordómum og þögn. Á Íslandi er umræðan um vændi og kynlífsstarfsemi enn mjög takmörkuð og lituð af sterkum siðferðilegum viðhorfum fremur en félagslegu raunsæi. Það hefur orðið til þess að rödd þeirra sem málið snertir mest hefur verið nánast ósýnileg. Þessi hópur er fjölbreyttur og engin ein lýsing nær utan um hann. Sumir eru í þessari starfsemi vegna fátæktar, neyslu, áfalla eða félagslegra aðstæðna. Aðrir hafa meðvitað valið þetta starf, sumir sjá það sem tímabundna tekjuleið, aðrir sem fasta atvinnu. Það sem sameinar hópinn er hins vegar skortur á öryggi, vernd og aðgengi að heilbrigðisþjónustu og félagslegum úrræðum. Það er brýnt að við hættum að tala um kynlífsverkafólk og byrjum að tala við það. Það er eina leiðin til að móta stefnu og löggjöf sem byggir á raunverulegum þörfum fólks en ekki á hugmyndum annarra um hvað sé „rétt“ eða „rangt“. Mannréttindasjónarmið, jafningjafræðsla og virðing fyrir sjálfsákvörðunarrétti þurfa að vera leiðarljós í þessari umræðu. Við verðum líka að skilja að vændi og mansal eru ekki sami hlutur. Mansal er glæpur og brot á mannréttindum, en kynlífsstarfsemi á eigin forsendum er annars eðlis. Að blanda þessu tvennu saman gerir meira ógagn en gagn og skaðar málstað þeirra sem þurfa vernd og stuðning. Ráðstefnan var bæði fróðleg og áhrifamikil. Hún sýndi að það er til fólk sem hefur hugrekki til að stíga fram og segja sína sögu, en það þarf samfélag sem hlustar. Það var þó miður að sjá hve fáir fulltrúar stjórnmálaflokka mættu. Ég tók eftir tveimur þingmönnum og einum borgarfulltrúa, en slíkur málaflokkur krefst víðtækari pólitískrar þátttöku og áhuga. Ef stjórnvöld ætla að taka mannréttindi alvarlega verða þau að hlusta á raddir fólks sem lifir við þessar aðstæður og vinna með þeim, ekki yfir þeim. Það sem helst stendur eftir hjá mér er að við þurfum að opna samtalið. Við þurfum að viðurkenna að kynlífsstarfsemi er til staðar í íslensku samfélagi og hefur verið það lengi. Við þurfum að skapa öruggt rými þar sem hægt er að ræða málefnið án fordóma og þar sem fólk getur leitað sér aðstoðar, heilbrigðisþjónustu og stuðnings án þess að óttast refsingu eða skömm. Það er líka nauðsynlegt að þróa jafningjastuðning og samtök sem byggja á reynslu fólks sjálfs, eins og gert hefur verið í nágrannalöndunum og „Rauða regnhlífin“ er hér. Það er ekki okkar hlutverk að „bjarga“ kynlífsverkafólki. Það sem við eigum að gera er að tryggja því réttindi, vernd og mannlega virðingu. Því aðeins getum við átt von á samfélagi þar sem enginn hópur er falinn í skugganum. Höfundur er formaður Afstöðu.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar