Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar 4. nóvember 2025 13:01 Kristján og María slíta samvistum. Þau eiga saman tvö börn og eru sammála um að samvistarslitin eigi að bitna eins lítið á börnunum og mögulegt er. Þau undirrita samning um sameiginlega forsjá og skipta búsetu. Samið er um að engin meðlög verði greidd enda muni börnin búa jafnt hjá báðum og þau eiga ekki von vandkvæðum við að koma sér saman um kostnaðarskiptingu þegar þarf að kaupa nýjar úlpur eða borga fótboltaferðalag. Lögheimili verður hjá Maríu. Af því að hún vill það. Kristján er hæstánægður með skipta búsetu og engar meðlagsgreiðslur svo hann segir bara já. Lögheimilið er í raun bara formsatriði þegar foreldrar eru sammála um það hvar börnin skuli ganga í skóla og sækja heilbrigðisþjónustu, hefur hann heyrt. Kristján hefur haft hærri tekjur en María í nokkur ár og hann ætlar nú ekki að fara að hætta samningi um skipta búsetu og góðu samkomulagi um allt sem snýr að börnunum með því að heimta lögheimili annars þeirra eða beggja. Allt gengur nokkuð vel um tíma. Börnin dvelja til jafns á báðum heimilum og samkomulag Kristjáns og Maríu snarbatnar við samvistarslitin. Kristján hefur sveigjanlegan vinnutíma og sér um að koma börnunum í tómstundastarf í mömmuvikum. María er með börnin þegar hann þarf að fara í vinnuferðir til útlanda. Kristján borgar tómstundastarf, skólamáltíðir, skó og yfirhafnir. Börnin eiga að njóta alls hins besta og Kristján er með ágætar tekjur og setur það ekki fyrir sig þótt þessi kostnaður lendi á honum. En þegar liðnir eru 9 mánuðir frá sambúðarslitum ákveður María að slíta samningi um skipta búsetu. Ástæðan sem María gefur fyrir þessari ákvörðun er sú að Kristján hafi umgengnina algjörlega eftir sínu höfði. Kristján mótmælir þessu enda er sannleikurinn sá að þau hafa náð samkomulagi um að börnin séu hjá Maríu 2-3 daga aukalega í mánuði vegna vinnuferða hans til útlanda. María hefur hafnað því að börnin verði þá lengur hjá honum næstu viku á eftir og hann hefur ekki gengið eftir því. Þó svo að Kristján geti sannað að fullt samkomulag hafi verið um þetta fyrirkomulag og að hann hafi séð um akstur í tómstundastarf í mömmuvikum, þá skiptir það engu máli. Samningur um skipta búsetu er ekki úrskurður og María getur rift honum einhliða. Þegar samningi um skipta búsetu er slitið eru börnin skráð með fasta búsetu hjá móður sinni, þar sem hún fer með lögheimilið. Það breytir sem betur fer engu fyrir börnin því þau búa áfram á heimili hans aðra hverja viku. Það breytir þó heilmiklu fyrir Kristján sem í kjölfarið er úrskurðaður til að greiða aukið meðlag með báðum börnunum auk þess sem réttur hans til barnabóta fellur niður. Rökin eru þau að þar sem börnin hafi fasta búsetu hjá móður sinni sé það hún sem sjái fyrir þeim. Kristján þurfi því ekki á barnabótum að halda og eðlilegt að hann greiði sinn hluta af framfærslu barnanna. Jú, auðvitað þarf Kristján eftir sem áður að bjóða þeim upp á viðunandi húsnæði og sjá þeim fyrir fæði og húsnæði þegar þau eru hjá honum. Þegar hann spyr fulltrúa sýslumanns hversvegna sá kostnaður dragist ekki frá meðlögum, fær hann það svar að húsnæðiskostnaður föður og matarinnkaup í pabbavikum, teljist ekki framfærsla barns í skilningi laga. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Hauksdóttir Fjölskyldumál Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Kristján og María slíta samvistum. Þau eiga saman tvö börn og eru sammála um að samvistarslitin eigi að bitna eins lítið á börnunum og mögulegt er. Þau undirrita samning um sameiginlega forsjá og skipta búsetu. Samið er um að engin meðlög verði greidd enda muni börnin búa jafnt hjá báðum og þau eiga ekki von vandkvæðum við að koma sér saman um kostnaðarskiptingu þegar þarf að kaupa nýjar úlpur eða borga fótboltaferðalag. Lögheimili verður hjá Maríu. Af því að hún vill það. Kristján er hæstánægður með skipta búsetu og engar meðlagsgreiðslur svo hann segir bara já. Lögheimilið er í raun bara formsatriði þegar foreldrar eru sammála um það hvar börnin skuli ganga í skóla og sækja heilbrigðisþjónustu, hefur hann heyrt. Kristján hefur haft hærri tekjur en María í nokkur ár og hann ætlar nú ekki að fara að hætta samningi um skipta búsetu og góðu samkomulagi um allt sem snýr að börnunum með því að heimta lögheimili annars þeirra eða beggja. Allt gengur nokkuð vel um tíma. Börnin dvelja til jafns á báðum heimilum og samkomulag Kristjáns og Maríu snarbatnar við samvistarslitin. Kristján hefur sveigjanlegan vinnutíma og sér um að koma börnunum í tómstundastarf í mömmuvikum. María er með börnin þegar hann þarf að fara í vinnuferðir til útlanda. Kristján borgar tómstundastarf, skólamáltíðir, skó og yfirhafnir. Börnin eiga að njóta alls hins besta og Kristján er með ágætar tekjur og setur það ekki fyrir sig þótt þessi kostnaður lendi á honum. En þegar liðnir eru 9 mánuðir frá sambúðarslitum ákveður María að slíta samningi um skipta búsetu. Ástæðan sem María gefur fyrir þessari ákvörðun er sú að Kristján hafi umgengnina algjörlega eftir sínu höfði. Kristján mótmælir þessu enda er sannleikurinn sá að þau hafa náð samkomulagi um að börnin séu hjá Maríu 2-3 daga aukalega í mánuði vegna vinnuferða hans til útlanda. María hefur hafnað því að börnin verði þá lengur hjá honum næstu viku á eftir og hann hefur ekki gengið eftir því. Þó svo að Kristján geti sannað að fullt samkomulag hafi verið um þetta fyrirkomulag og að hann hafi séð um akstur í tómstundastarf í mömmuvikum, þá skiptir það engu máli. Samningur um skipta búsetu er ekki úrskurður og María getur rift honum einhliða. Þegar samningi um skipta búsetu er slitið eru börnin skráð með fasta búsetu hjá móður sinni, þar sem hún fer með lögheimilið. Það breytir sem betur fer engu fyrir börnin því þau búa áfram á heimili hans aðra hverja viku. Það breytir þó heilmiklu fyrir Kristján sem í kjölfarið er úrskurðaður til að greiða aukið meðlag með báðum börnunum auk þess sem réttur hans til barnabóta fellur niður. Rökin eru þau að þar sem börnin hafi fasta búsetu hjá móður sinni sé það hún sem sjái fyrir þeim. Kristján þurfi því ekki á barnabótum að halda og eðlilegt að hann greiði sinn hluta af framfærslu barnanna. Jú, auðvitað þarf Kristján eftir sem áður að bjóða þeim upp á viðunandi húsnæði og sjá þeim fyrir fæði og húsnæði þegar þau eru hjá honum. Þegar hann spyr fulltrúa sýslumanns hversvegna sá kostnaður dragist ekki frá meðlögum, fær hann það svar að húsnæðiskostnaður föður og matarinnkaup í pabbavikum, teljist ekki framfærsla barns í skilningi laga. Höfundur er lögmaður.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar