Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar 5. nóvember 2025 08:02 Ég er fædd og uppalin á höfuðborgarsvæðinu og erlendis en brenn fyrir búsetufrelsi. Eftir að dyr opnuðust fyrir aukinni fjarvinnu í kjölfar Covid-faraldursins lét ég draum rætast og valdi að flytja til Siglufjarðar án sérstakra tenginga þangað. Lykilforsenda þess að flytja þangað var að þar væru almennilegir innviðir. Í þessari viku tók ég sæti á Alþingi í fyrsta sinn sem varaþingmaður Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Í sveitarfélaginu mínu Fjallabyggð og á flestum sambærilegum stöðum í kjördæminu búum við vel, þar eru öflugir skólar og góð heilbrigðisþjónusta svo eitthvað sé nefnt. Sérfræðiþjónustu þurfa íbúarnir að sækja annars staðar, en miðað við mörg byggðarlög utan höfuðborgarsvæðisins standa samfélögin í kjördæminu óvenju vel. Staðan er góð en hún er samt brothætt - eins og staðan í atvinnumálum Húsvíkinga í dag kennir okkur. Það má lítið bregða út af og það á ekki bara við um rekstrarumhverfi fyrirtækja sem eru mikilvæg sínum samfélögum. Í litlum samfélögum getur hver einstaklingur leikið stórt hlutverk. Það þarf til dæmis bara einn læknir að flytja annað til þess að mönnun á heilbrigðisstofnuninni fari í uppnám og ef einn leikskólakennari fer í veikindaleyfi getur það haft áhrif á vistunartíma allra barna. Ísland er mjög óvenjulegt þegar kemur að dreifingu byggðar, um 64% íbúa landsins búa á höfuðborgarsvæðinu og heil 80% í klukkutíma akstursfjarlægð frá því. Svona óvenju hátt hlutfall íbúa í höfuðborg er mjög sjaldgæft og er aðeins að finna í nokkrum löndum á borð við Djíbútí og Katar. Mér finnst að við megum alveg staldra við aðeins oftar og velta því fyrir okkur hvort þetta sé æskileg þróun. Þetta leiðir meðal annars til mikils þrýstings á fasteignaverð á litlu svæði, umferðaröngþveitis og biðlista eftir þjónustu á borð við leikskóla. Staðreyndin er sú að svona stór hluti þjóðarinnar vill ekkert endilega búa á Suðvesturhorninu heldur neyðist til þess, sökum atvinnutækifæra og/eða þjónustu á svæðinu. Í löndum sem við berum okkur saman við á borð við Noreg er gripið inn í þegar þróunin fer að fara í þessa óæskilegu átt. Við eigum að vera óhrædd við að feta svipaða braut. Við eigum að viðhalda alvöru búsetustefnu og bæta innviði til að stuðla að búsetufrelsi um allt land. Í þessu felst meðal annars að rjúfa kyrrstöðuna sem hefur ríkt og hefja jarðgangnagerð í landinu að nýju. Jarðgöng eru hins vegar tímafrek í framkvæmd og því ættum við ekki að hika við að nýta þær leiðir sem nú þegar standa til boða til þess að bæta innviði utan höfuðborgarsvæðisins. Þannig ættum við að nýta þær leiðir sem nú þegar eru heimildir fyrir í lögum, til dæmis námslánaafsláttinn sem þegar hefur verið skrifaður inn í lög um Menntasjóð námsmanna, þegar skortur er á sérfræðingum á landsbyggðinni. Ég hvet stjórnvöld til að virkja þessar sérstöku ívilnanir í námslánakerfinu, til að tryggja að sérhæfðar stéttir eins og heilbrigðisstarfsfólk sjái sér hag í að búa vítt og breitt um landið. Allir landsmenn eiga skilið að fá að velja sér búsetu eftir fremsta megni og við ættum að stuðla að því! Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Alþingi Byggðamál Sæunn Gísladóttir Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Ég er fædd og uppalin á höfuðborgarsvæðinu og erlendis en brenn fyrir búsetufrelsi. Eftir að dyr opnuðust fyrir aukinni fjarvinnu í kjölfar Covid-faraldursins lét ég draum rætast og valdi að flytja til Siglufjarðar án sérstakra tenginga þangað. Lykilforsenda þess að flytja þangað var að þar væru almennilegir innviðir. Í þessari viku tók ég sæti á Alþingi í fyrsta sinn sem varaþingmaður Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Í sveitarfélaginu mínu Fjallabyggð og á flestum sambærilegum stöðum í kjördæminu búum við vel, þar eru öflugir skólar og góð heilbrigðisþjónusta svo eitthvað sé nefnt. Sérfræðiþjónustu þurfa íbúarnir að sækja annars staðar, en miðað við mörg byggðarlög utan höfuðborgarsvæðisins standa samfélögin í kjördæminu óvenju vel. Staðan er góð en hún er samt brothætt - eins og staðan í atvinnumálum Húsvíkinga í dag kennir okkur. Það má lítið bregða út af og það á ekki bara við um rekstrarumhverfi fyrirtækja sem eru mikilvæg sínum samfélögum. Í litlum samfélögum getur hver einstaklingur leikið stórt hlutverk. Það þarf til dæmis bara einn læknir að flytja annað til þess að mönnun á heilbrigðisstofnuninni fari í uppnám og ef einn leikskólakennari fer í veikindaleyfi getur það haft áhrif á vistunartíma allra barna. Ísland er mjög óvenjulegt þegar kemur að dreifingu byggðar, um 64% íbúa landsins búa á höfuðborgarsvæðinu og heil 80% í klukkutíma akstursfjarlægð frá því. Svona óvenju hátt hlutfall íbúa í höfuðborg er mjög sjaldgæft og er aðeins að finna í nokkrum löndum á borð við Djíbútí og Katar. Mér finnst að við megum alveg staldra við aðeins oftar og velta því fyrir okkur hvort þetta sé æskileg þróun. Þetta leiðir meðal annars til mikils þrýstings á fasteignaverð á litlu svæði, umferðaröngþveitis og biðlista eftir þjónustu á borð við leikskóla. Staðreyndin er sú að svona stór hluti þjóðarinnar vill ekkert endilega búa á Suðvesturhorninu heldur neyðist til þess, sökum atvinnutækifæra og/eða þjónustu á svæðinu. Í löndum sem við berum okkur saman við á borð við Noreg er gripið inn í þegar þróunin fer að fara í þessa óæskilegu átt. Við eigum að vera óhrædd við að feta svipaða braut. Við eigum að viðhalda alvöru búsetustefnu og bæta innviði til að stuðla að búsetufrelsi um allt land. Í þessu felst meðal annars að rjúfa kyrrstöðuna sem hefur ríkt og hefja jarðgangnagerð í landinu að nýju. Jarðgöng eru hins vegar tímafrek í framkvæmd og því ættum við ekki að hika við að nýta þær leiðir sem nú þegar standa til boða til þess að bæta innviði utan höfuðborgarsvæðisins. Þannig ættum við að nýta þær leiðir sem nú þegar eru heimildir fyrir í lögum, til dæmis námslánaafsláttinn sem þegar hefur verið skrifaður inn í lög um Menntasjóð námsmanna, þegar skortur er á sérfræðingum á landsbyggðinni. Ég hvet stjórnvöld til að virkja þessar sérstöku ívilnanir í námslánakerfinu, til að tryggja að sérhæfðar stéttir eins og heilbrigðisstarfsfólk sjái sér hag í að búa vítt og breitt um landið. Allir landsmenn eiga skilið að fá að velja sér búsetu eftir fremsta megni og við ættum að stuðla að því! Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun