Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2025 08:30 Aryna Sabalenka hefur verið efst á heimslista kvenna í meira en ár. Getty/STR/NurPhoto Þau sem eru nógu gömul muna eflaust eftir frægum tennisleik á milli kynjanna þegar Billie Jean King vann Bobby Riggs. Þau sem yngri eru hafa kannski séð kvikmyndina. Nú keppa kynin á nýjan leik á tennisvellinum. „Battle of the Sexes“ eða „Barátta kynjanna“ fer fram á ný þegar Aryna Sabalenka, sem er í efsta sæti heimslistans, mun keppa við Nick Kyrgios í sýningarleik í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þann 28. desember næstkomandi. Sabalenka er frá Hvíta-Rússlandi og hefur setið í efsta sæti heimslistans undanfarnar 55 vikur og í samtals 63 vikur á ferlinum. Þetta er í fjórða sinn í sögu tennisíþróttarinnar sem viðureign kynjanna fær slíkt viðurnefni. Nick Kyrgios hefur komist í úrslit á Wimbledon-mótinu og er því enginn meðalmaður á tennisvellinum. Eftir að Sabalenka staðfesti að viðræður um leikinn væru í gangi á Opna bandaríska meistaramótinu á dögunum birtu báðir leikmenn upplýsingar um skipulagningu einvígsins á samfélagsmiðlum sínum í gær. View this post on Instagram A post shared by Front Office Sports (@frontofficesports) Þau munu spila innanhúss í Coca-Cola Arena sem tekur sautján þúsund manns í sæti. Kyrgios sagði á þessu ári að hann fengi aðeins eina uppgjöf og myndi slá á minni hluta vallarins. Ástralinn, sem hefur lítið spilað undanfarin ár vegna meiðsla, hefur spáð því að hann muni vinna auðveldlega. „Ég get ekki beðið eftir að komast aftur á völlinn,“ skrifaði Kyrgios í Instagram-færslu. „Í hreinskilni sagt líður mér frábærlega. Ég hélt aldrei að ég myndi komast aftur í þessa stöðu, að geta ferðast um heiminn, hitt aðdáendur mína og spilað frábæran tennis.“ „Þetta er að fara að gerast,“ skrifaði Sabalenka í Instagram-færslu og auglýsti leikinn. Nafn sýningarleiksins milli Sabalenka og Kyrgios er auðvitað fengið að láni frá leiknum árið 1973 milli Billie Jean King og Bobby Riggs – sem King vann í þremur settum í Houston Astrodome. Það var talið vera afgerandi augnablik og áfangi fyrir tennis kvenna. Sama ár stofnaði einmitt Billie Jean King Alþjóðatennissamband kvenna (WTA). „Ég ber svo mikla virðingu fyrir Billie Jean King og því sem hún hefur gert fyrir tennis kvenna. Ég er stolt af því að vera fulltrúi tennis kvenna og taka þátt í nútímaútgáfu þessarar goðsagnakenndu viðureignar,“ segir Aryna Sabalenka. Sabalenka er fjórfaldur risamótsmeistari. Kyrgios tapaði úrslitaleik Wimbledon árið 2022 fyrir Novak Djokovic. View this post on Instagram A post shared by Aryna Sabalenka (@arynasabalenka) Tennis Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Fleiri fréttir Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjá meira
„Battle of the Sexes“ eða „Barátta kynjanna“ fer fram á ný þegar Aryna Sabalenka, sem er í efsta sæti heimslistans, mun keppa við Nick Kyrgios í sýningarleik í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þann 28. desember næstkomandi. Sabalenka er frá Hvíta-Rússlandi og hefur setið í efsta sæti heimslistans undanfarnar 55 vikur og í samtals 63 vikur á ferlinum. Þetta er í fjórða sinn í sögu tennisíþróttarinnar sem viðureign kynjanna fær slíkt viðurnefni. Nick Kyrgios hefur komist í úrslit á Wimbledon-mótinu og er því enginn meðalmaður á tennisvellinum. Eftir að Sabalenka staðfesti að viðræður um leikinn væru í gangi á Opna bandaríska meistaramótinu á dögunum birtu báðir leikmenn upplýsingar um skipulagningu einvígsins á samfélagsmiðlum sínum í gær. View this post on Instagram A post shared by Front Office Sports (@frontofficesports) Þau munu spila innanhúss í Coca-Cola Arena sem tekur sautján þúsund manns í sæti. Kyrgios sagði á þessu ári að hann fengi aðeins eina uppgjöf og myndi slá á minni hluta vallarins. Ástralinn, sem hefur lítið spilað undanfarin ár vegna meiðsla, hefur spáð því að hann muni vinna auðveldlega. „Ég get ekki beðið eftir að komast aftur á völlinn,“ skrifaði Kyrgios í Instagram-færslu. „Í hreinskilni sagt líður mér frábærlega. Ég hélt aldrei að ég myndi komast aftur í þessa stöðu, að geta ferðast um heiminn, hitt aðdáendur mína og spilað frábæran tennis.“ „Þetta er að fara að gerast,“ skrifaði Sabalenka í Instagram-færslu og auglýsti leikinn. Nafn sýningarleiksins milli Sabalenka og Kyrgios er auðvitað fengið að láni frá leiknum árið 1973 milli Billie Jean King og Bobby Riggs – sem King vann í þremur settum í Houston Astrodome. Það var talið vera afgerandi augnablik og áfangi fyrir tennis kvenna. Sama ár stofnaði einmitt Billie Jean King Alþjóðatennissamband kvenna (WTA). „Ég ber svo mikla virðingu fyrir Billie Jean King og því sem hún hefur gert fyrir tennis kvenna. Ég er stolt af því að vera fulltrúi tennis kvenna og taka þátt í nútímaútgáfu þessarar goðsagnakenndu viðureignar,“ segir Aryna Sabalenka. Sabalenka er fjórfaldur risamótsmeistari. Kyrgios tapaði úrslitaleik Wimbledon árið 2022 fyrir Novak Djokovic. View this post on Instagram A post shared by Aryna Sabalenka (@arynasabalenka)
Tennis Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Fleiri fréttir Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjá meira