Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar 6. nóvember 2025 10:00 Lestin brunar, hraðar, hraðar segir í frægu ljóði og lestin er sannarlega farin af stað þegar kemur að þróun raforkumarkaðar á Íslandi. Fólk hefur mögulega helst tekið eftir raforkumörkuðum vegna frétta um verðhækkanir síðasta vetur. Það þykir síður fréttnæmt þegar framboð er nægilegt og verð lækkar, eins og á þessu ári. Miklar verðhækkanir eru oftast merki um að raforkuöryggi sé ógnað vegna þess að framboð á markaði er ekki nægilegt. Hugtakið raforkuöryggi kann að vera svolítið óljóst. En það þýðir bara að notendur hafi aðgang að raforku á viðráðanlegu verði. Landsvirkjun bar lagalega skyldu til 2003 til að tryggja að næg raforka væri til staðar. Það var gert annars vegar með forgangsröðun í raforkusölu, þar sem heimili og fyrirtæki önnur en stórnotendur höfðu forgang og ekki voru gerðar nýjar skuldbindingar við stórnotendur ef það gæti komið niður á afhendingu til almennra notenda. Hins vegar var það gert með því að skerða afhendingu til stórnotenda ef veðurfar og innrennsli í lón var sérstaklega óhagstætt. Með breytingu á raforkulögum 2003 var þessi skylda Landsvirkjunar afnumin, en eðli raforkukerfisins breyttist þó ekki og raforkuöryggi hefur verið áfram tryggt með sama hætti. Tvískiptur markaður hefur tryggt öryggi Þrátt fyrir að Landsvirkjun hafi ekki lagalega skyldu til þess hefur fyrirtækið forgangsraðað sölu til heimila og smærri fyrirtækja. Forsvarsfólk annarra raforkuframleiðenda hefur talað með sambærilegum hætti um mikilvægi þess að tryggja framboð fyrir almenna notendur. Þetta hefur gefist vel. Orkukaupmáttur er hvergi meiri en á Íslandi, verð hefur verið stöðugt og afhending trygg og hér hafa stórnotendur getað keppt á alþjóðavettvangi vegna langtímasamninga sem skapa fyrirsjáanleika í rekstri. Hægt hefur verið að tryggja raforkuöryggi með þessum hætti vegna þess að raforkumarkaður á Íslandi er tvískiptur, almennur markaður og stórnotendamarkaður. Það gerir okkur kleift að forgangsraða öðrum hlutanum og skerða hinn ef á þarf að halda. En nú er ekkert í lögum sem skyldar framleiðendur til að tryggja raforkuöryggi. Því hafa stjórnvöld unnið að því að breyta lögum og skilgreina aðgerðir til að efla raforkuöryggi almennra notenda. Markmið stjórnvalda í þeirri vinnu hefur verið að tryggja heimili og minni fyrirtæki, en ekki að tryggja nægt framboð fyrir alla notendur raforkukerfisins. Ef efla á raforkuöryggi almennra notenda verður að vera hægt að greina þá frá öðrum í raforkukerfinu. Velferð samfélags umfram skammtímagróða Landsvirkjun hefur haft skýra forgangsröðun í raforkusölu: Fyrirtækið hefur hagað raforkusölu í takti við þau markmið sem lögð voru til grundvallar við stofnun fyrirtækisins, markmið um að hámarka velferð íslensks samfélags til lengri tíma frekar en að elta skammtímagróða. Verð á almennum markaði endurspeglar kostnað og stöðu kerfisins. Greiðsluvilji heimila fyrir raforku er nánast endalaus, enda getum við ekki án raforkunnar verið. Það hefur ekki verið stefna Landsvirkjunar að hækka verð, einungis því heimili væru tilbúin að greiða meira. Á stórnotendamarkaði erum við í alþjóðlegri samkeppni þar sem greiðslugeta er takmörkuð. Markmið Landsvirkjunar hefur verið að hámarka raforkuverð með tilliti til þessarar greiðslugetu viðskiptavina. Með þessu stuðlum við að verðmætasköpun til lengri tíma, samhliða því að hámarka nýtingu auðlinda. Stóra spurningin sem við stöndum frammi fyrir núna er hvort þetta sé mögulegt áfram, miðað við þróun á raforkumarkaði? Er Landsvirkjun heimilt að halda frá orku fyrir heimili ef t.d. rafmyntagröftur er tilbúinn að borga hærra verð? Má Landsvirkjun halda frá vatni í lónum sínum til að selja heimilum síðar ef annar aðili óskar eftir því að fá að kaupa orkuna núna? Verður raforkumarkaður framtíðarinnar enn þannig að leyfilegt verði að forgangsraða almennum notendum eða munu almennir notendur og stórnotendur keppa um orkuna? Hver er endastöðin? Ef raforkumarkaður er án aðgreiningar er engin leið til að meta raforkuöryggi einstakra hópa né grípa til aðgerða fyrir þann hóp. Þá er engin leið til að tryggja að verð og verðsveiflur séu frábrugðnar milli almennra notenda og stórnotenda. Óvíst er hversu hagfelldur slíkur markaður væri til lengri tíma fyrir bæði raforkuöryggi og samkeppnishæfni Íslands á stórnotendamarkaði. Vandamálin verða til ef lög og reglur fylgja ekki með og ef endastöðin er ekki skýr. Við stofnun Landsvirkjunar fyrir 60 árum voru ekki allir sammála um allar ákvarðanir en það var þó almenn pólitísk og samfélagsleg sátt um hvernig raforkukerfið ætti að þróast. Nú ríkir ekki sama sátt. Yfirlýsingar eftirlitsaðila og mikilvægra stofnana eru á einn veg á meðan vinna, yfirlýsingar og markmið stjórnvalda eru á annan veg. Mikilvægt er að stjórnvöld tali skýrar og tryggi að stofnanir samfélagsins vinni í samræmi við stefnu þeirra. Eða hugnast fólki betur að stjórnvöld breyti stefnu sinni og fylgi stofnunum? Ef stjórnvöld vilja einn markað án aðgreiningar þá er mikilvægt að það sé skýrt og að allir skilji að orkuöryggi almennra notenda er þá einungis tryggt ef þeir eru tilbúnir að greiða hæsta verð fyrir raforkuna öllum stundum og ef þeir gera það ekki fá þeir ekki orku. Það felur óhjákvæmilega í sér verðsveiflur og samkeppni við stórnotendur og líklegt að stjórnvöld þurfi þá að skoða mögulegt niðurgreiðslukerfi að evrópskri fyrirmynd fyrir neytendur, iðnað og framleiðendur. Við þurfum ekki að horfa lengra en til Noregs. Þar hefur ekki tekist að uppfylla skilyrði um raforkuöryggi. Fólk hefur ekki haft aðgang að raforku á viðráðanlegu verði. Þá verður raforkumarkaður að fréttaefni, pólitísku viðfangsefni og að kosningamáli. Því er Noregur nú byrjaður að niðurgreiða raforkuverð til heimila, til viðbótar við niðurgreiðslur til iðnaðar. Stjórnvöld ráða hvert förinni er heitið Orkukerfið okkar er einangrað og framleiðslan breytileg milli ára. Við þurfum að haga okkur á annan hátt en flestar þjóðir sem við berum okkur saman við. Við þurfum að sjá til þess að raforkumarkaðurinn styðji við markmið okkar, tryggi raforkuöryggi almennings og viðhaldi alþjóðlegri samkeppnishæfni Íslands. Grundvallarspurningarnar sem stjórnvöld þurfa að svara í dag eru tvær: Á hæstbjóðandi að fá orkuna, alltaf? Eiga almennir notendur og stórnotendur að keppa um raforku? Höfundur er sérfræðingur á deild viðskiptagreiningar og þróunar markaða hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Landsvirkjun Haukur Ásberg Hilmarsson Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Lestin brunar, hraðar, hraðar segir í frægu ljóði og lestin er sannarlega farin af stað þegar kemur að þróun raforkumarkaðar á Íslandi. Fólk hefur mögulega helst tekið eftir raforkumörkuðum vegna frétta um verðhækkanir síðasta vetur. Það þykir síður fréttnæmt þegar framboð er nægilegt og verð lækkar, eins og á þessu ári. Miklar verðhækkanir eru oftast merki um að raforkuöryggi sé ógnað vegna þess að framboð á markaði er ekki nægilegt. Hugtakið raforkuöryggi kann að vera svolítið óljóst. En það þýðir bara að notendur hafi aðgang að raforku á viðráðanlegu verði. Landsvirkjun bar lagalega skyldu til 2003 til að tryggja að næg raforka væri til staðar. Það var gert annars vegar með forgangsröðun í raforkusölu, þar sem heimili og fyrirtæki önnur en stórnotendur höfðu forgang og ekki voru gerðar nýjar skuldbindingar við stórnotendur ef það gæti komið niður á afhendingu til almennra notenda. Hins vegar var það gert með því að skerða afhendingu til stórnotenda ef veðurfar og innrennsli í lón var sérstaklega óhagstætt. Með breytingu á raforkulögum 2003 var þessi skylda Landsvirkjunar afnumin, en eðli raforkukerfisins breyttist þó ekki og raforkuöryggi hefur verið áfram tryggt með sama hætti. Tvískiptur markaður hefur tryggt öryggi Þrátt fyrir að Landsvirkjun hafi ekki lagalega skyldu til þess hefur fyrirtækið forgangsraðað sölu til heimila og smærri fyrirtækja. Forsvarsfólk annarra raforkuframleiðenda hefur talað með sambærilegum hætti um mikilvægi þess að tryggja framboð fyrir almenna notendur. Þetta hefur gefist vel. Orkukaupmáttur er hvergi meiri en á Íslandi, verð hefur verið stöðugt og afhending trygg og hér hafa stórnotendur getað keppt á alþjóðavettvangi vegna langtímasamninga sem skapa fyrirsjáanleika í rekstri. Hægt hefur verið að tryggja raforkuöryggi með þessum hætti vegna þess að raforkumarkaður á Íslandi er tvískiptur, almennur markaður og stórnotendamarkaður. Það gerir okkur kleift að forgangsraða öðrum hlutanum og skerða hinn ef á þarf að halda. En nú er ekkert í lögum sem skyldar framleiðendur til að tryggja raforkuöryggi. Því hafa stjórnvöld unnið að því að breyta lögum og skilgreina aðgerðir til að efla raforkuöryggi almennra notenda. Markmið stjórnvalda í þeirri vinnu hefur verið að tryggja heimili og minni fyrirtæki, en ekki að tryggja nægt framboð fyrir alla notendur raforkukerfisins. Ef efla á raforkuöryggi almennra notenda verður að vera hægt að greina þá frá öðrum í raforkukerfinu. Velferð samfélags umfram skammtímagróða Landsvirkjun hefur haft skýra forgangsröðun í raforkusölu: Fyrirtækið hefur hagað raforkusölu í takti við þau markmið sem lögð voru til grundvallar við stofnun fyrirtækisins, markmið um að hámarka velferð íslensks samfélags til lengri tíma frekar en að elta skammtímagróða. Verð á almennum markaði endurspeglar kostnað og stöðu kerfisins. Greiðsluvilji heimila fyrir raforku er nánast endalaus, enda getum við ekki án raforkunnar verið. Það hefur ekki verið stefna Landsvirkjunar að hækka verð, einungis því heimili væru tilbúin að greiða meira. Á stórnotendamarkaði erum við í alþjóðlegri samkeppni þar sem greiðslugeta er takmörkuð. Markmið Landsvirkjunar hefur verið að hámarka raforkuverð með tilliti til þessarar greiðslugetu viðskiptavina. Með þessu stuðlum við að verðmætasköpun til lengri tíma, samhliða því að hámarka nýtingu auðlinda. Stóra spurningin sem við stöndum frammi fyrir núna er hvort þetta sé mögulegt áfram, miðað við þróun á raforkumarkaði? Er Landsvirkjun heimilt að halda frá orku fyrir heimili ef t.d. rafmyntagröftur er tilbúinn að borga hærra verð? Má Landsvirkjun halda frá vatni í lónum sínum til að selja heimilum síðar ef annar aðili óskar eftir því að fá að kaupa orkuna núna? Verður raforkumarkaður framtíðarinnar enn þannig að leyfilegt verði að forgangsraða almennum notendum eða munu almennir notendur og stórnotendur keppa um orkuna? Hver er endastöðin? Ef raforkumarkaður er án aðgreiningar er engin leið til að meta raforkuöryggi einstakra hópa né grípa til aðgerða fyrir þann hóp. Þá er engin leið til að tryggja að verð og verðsveiflur séu frábrugðnar milli almennra notenda og stórnotenda. Óvíst er hversu hagfelldur slíkur markaður væri til lengri tíma fyrir bæði raforkuöryggi og samkeppnishæfni Íslands á stórnotendamarkaði. Vandamálin verða til ef lög og reglur fylgja ekki með og ef endastöðin er ekki skýr. Við stofnun Landsvirkjunar fyrir 60 árum voru ekki allir sammála um allar ákvarðanir en það var þó almenn pólitísk og samfélagsleg sátt um hvernig raforkukerfið ætti að þróast. Nú ríkir ekki sama sátt. Yfirlýsingar eftirlitsaðila og mikilvægra stofnana eru á einn veg á meðan vinna, yfirlýsingar og markmið stjórnvalda eru á annan veg. Mikilvægt er að stjórnvöld tali skýrar og tryggi að stofnanir samfélagsins vinni í samræmi við stefnu þeirra. Eða hugnast fólki betur að stjórnvöld breyti stefnu sinni og fylgi stofnunum? Ef stjórnvöld vilja einn markað án aðgreiningar þá er mikilvægt að það sé skýrt og að allir skilji að orkuöryggi almennra notenda er þá einungis tryggt ef þeir eru tilbúnir að greiða hæsta verð fyrir raforkuna öllum stundum og ef þeir gera það ekki fá þeir ekki orku. Það felur óhjákvæmilega í sér verðsveiflur og samkeppni við stórnotendur og líklegt að stjórnvöld þurfi þá að skoða mögulegt niðurgreiðslukerfi að evrópskri fyrirmynd fyrir neytendur, iðnað og framleiðendur. Við þurfum ekki að horfa lengra en til Noregs. Þar hefur ekki tekist að uppfylla skilyrði um raforkuöryggi. Fólk hefur ekki haft aðgang að raforku á viðráðanlegu verði. Þá verður raforkumarkaður að fréttaefni, pólitísku viðfangsefni og að kosningamáli. Því er Noregur nú byrjaður að niðurgreiða raforkuverð til heimila, til viðbótar við niðurgreiðslur til iðnaðar. Stjórnvöld ráða hvert förinni er heitið Orkukerfið okkar er einangrað og framleiðslan breytileg milli ára. Við þurfum að haga okkur á annan hátt en flestar þjóðir sem við berum okkur saman við. Við þurfum að sjá til þess að raforkumarkaðurinn styðji við markmið okkar, tryggi raforkuöryggi almennings og viðhaldi alþjóðlegri samkeppnishæfni Íslands. Grundvallarspurningarnar sem stjórnvöld þurfa að svara í dag eru tvær: Á hæstbjóðandi að fá orkuna, alltaf? Eiga almennir notendur og stórnotendur að keppa um raforku? Höfundur er sérfræðingur á deild viðskiptagreiningar og þróunar markaða hjá Landsvirkjun.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar