Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2025 13:27 Lögreglumaður kemur kassa með munum sem hald var lagt á í húsleit hjá samtökum íslamista fyrir í skotti bíls í Hamborg í dag. AP/Marcus Brandt/dpa Þýsk yfirvöld bönnuðu starfsemi samtaka íslamista á þeim forsendum að hún stríddi gegn mannréttindum og lýðræðislegum gildum í dag. Þá var húsleit gerð hjá tveimur öðrum hópum múslima. Samtökin Muslim Interaktiv voru talin ógna stjórnskipun Þýskalands með því að ýta undir gyðingahatur og mismunun kvenna og einstaklinga vegna kynhneigðar þeirra, að sögn AP-fréttastofunnar. Hundruð lögreglumanna tóku þátt í aðgerðum gegn samtökunum í Hamborg. Þar lögðu þeir hald á reiðufé, gögn á stafrænu formi og handskrifuð minniblöð. Vefsíðum samtakanna var jafnframt lokað. Vilja trúarleg lögmál ofar landslögum Rök yfirvalda fyrir banninu voru að sérstök ógn stafaði af samtökunum vegna þess að þau kynntu íslam sem einu leiðina til að koma á röð og reglu í samfélaginu og að trúarleg lögmál ættu að ganga þýskum lögum ofar, sérstaklega hvað varðar stöðu kvenna. Innanríkisráðuneytið sagði að Muslim Interaktiv væri sérstaklega á móti jafnrétti kynjanna og kynfrelsi. „Þetta lýsir óþoli sem samræmist ekki lýðræðinu og mannréttindum,“ sagði ráðuneytið. Samtökin eru sögð þekkt fyrir að reyna að ná til ungra múslima sem verða utangátta í þýsku samfélagi þar sem meirihluti íbúa er kristinn. Þá gerði lögregla húsleit hjá tvennum samtökum múslima til viðbótar í höfuðborginni Berlín, annars vegar Íslömsku kynslóðinni og hins vegar Raunveruleika íslam. Banna öfgamenn úr ýmsum áttum Þýsk stjórnvöld hafa bannað starfsemi ýmissa öfgasamtaka á undanförnum árum, bæði hægriöfgamanna og íslamista. Leyniþjónustan fylgist einnig grannt með flokkum og hópum sem eru taldir ógn við lýðræði og stjórnskipan landsins. Þannig hafa ákveðnar deildir öfgahægriflokksins Valkosts fyrir Þýskaland verið skilgreindar sem öfgasamtök sem leyniþjónustan hefur heimild til þess að fylgjast sérstaklega með. Þýskaland Trúmál Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Sjá meira
Samtökin Muslim Interaktiv voru talin ógna stjórnskipun Þýskalands með því að ýta undir gyðingahatur og mismunun kvenna og einstaklinga vegna kynhneigðar þeirra, að sögn AP-fréttastofunnar. Hundruð lögreglumanna tóku þátt í aðgerðum gegn samtökunum í Hamborg. Þar lögðu þeir hald á reiðufé, gögn á stafrænu formi og handskrifuð minniblöð. Vefsíðum samtakanna var jafnframt lokað. Vilja trúarleg lögmál ofar landslögum Rök yfirvalda fyrir banninu voru að sérstök ógn stafaði af samtökunum vegna þess að þau kynntu íslam sem einu leiðina til að koma á röð og reglu í samfélaginu og að trúarleg lögmál ættu að ganga þýskum lögum ofar, sérstaklega hvað varðar stöðu kvenna. Innanríkisráðuneytið sagði að Muslim Interaktiv væri sérstaklega á móti jafnrétti kynjanna og kynfrelsi. „Þetta lýsir óþoli sem samræmist ekki lýðræðinu og mannréttindum,“ sagði ráðuneytið. Samtökin eru sögð þekkt fyrir að reyna að ná til ungra múslima sem verða utangátta í þýsku samfélagi þar sem meirihluti íbúa er kristinn. Þá gerði lögregla húsleit hjá tvennum samtökum múslima til viðbótar í höfuðborginni Berlín, annars vegar Íslömsku kynslóðinni og hins vegar Raunveruleika íslam. Banna öfgamenn úr ýmsum áttum Þýsk stjórnvöld hafa bannað starfsemi ýmissa öfgasamtaka á undanförnum árum, bæði hægriöfgamanna og íslamista. Leyniþjónustan fylgist einnig grannt með flokkum og hópum sem eru taldir ógn við lýðræði og stjórnskipan landsins. Þannig hafa ákveðnar deildir öfgahægriflokksins Valkosts fyrir Þýskaland verið skilgreindar sem öfgasamtök sem leyniþjónustan hefur heimild til þess að fylgjast sérstaklega með.
Þýskaland Trúmál Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Sjá meira