Lánið löglega Breki Karlsson skrifar 5. nóvember 2025 16:02 Mikið hefur verið rætt og ritað um „óvissu í kjölfar dóms Hæstaréttar í Vaxtamálinu.“ Er þar ýmsu slengt saman og líkt dómurinn sé notaður sem átylla til að þrengja að lántökum. Dómur Hæstaréttar í einu Vaxtamálanna þann 14. október sl. fletti ofan af því að skilmálar óverðtryggðra fasteignalána Íslandsbanka hafi verið ólöglegir í áraraðir. Mikilvægt er að halda til haga að ekkert í dóminum hindrar banka í að lána áfram verðtryggð lán. Löngu fyrir dóm Hæstaréttar voru bankarnir farnir að þrengja að verðtryggum lánum, meðal annars með styttingu lánstíma. Samt sem áður ákváðu allir bankarnir að hætta að lána verðtryggð lán og búa þannig sjálfir til óvissu á fasteignamarkaði. Það hefur ekkert með dóminn að gera. Liðin eru fjögur ár frá því bönkunum var stefnt og eitt og hálft ár frá afgerandi dómi EFTA-dómstólsins. Það að íslenskir bankar hafi verið teknir bólinu og eina svar þeirra hafi verið að hætta að lána er hneisa. Það hefur ekkert með dóminn að gera. Dómurinn tók af öll tvímæli um að vaxtabreytingaskilmálar þurfa að vera skýrir, aðgengilegir, hlutlægir og unnt að sannreyna. Framvegis geta bankar ekki hækkað vexti nánast eftir geðþótta. Dómurinn eyddi þannig beinlínis óvissu. Bankarnir hafa takmarkað lánaframboð sitt og þannig búið til óvissu á lánamarkaði á meðan dómurinn þvert á móti eyddi óvissu. Það skýtur skökku við að lánaframboð minnki snarlega og óvissa sögð vera til staðar vegna þess að fara þurfi að lögum. Viðbrögð lánveitenda benda frekar til þess að skortur sé á samkeppni á markaðnum og núna sé jafnvel þögult samráð til að knýja stjórnvöld til að koma með útspil sem á einhvern hátt gerir lánveitendum kleift að halda uppteknum hætti, beint eða óbeint. Hin raunverulega óvissa kom til þegar bankarnir hættu að lána. Hún liggur líka í gífurlega háum vöxtum fasteignalána, langtum hærri en gengur og gerist í nágrannalöndum okkar. Þar liggur óvissan og hefur ekkert með dóminn að gera. Bankar eiga að starfa á frjálsum markaði, þar sem samkeppni ríkir. En viðbrögð bankanna eru líkt og það hafi verið samantekin ráð að gefast upp. Bankarnir hafa sjálfir talað um lán sem vörur. Þeir mega áfram bjóða verðtryggð lán. Þeir þurfa ekki að miða við stýrivexti. Þeir mega bjóða hvaða vexti sem þeir vilja. Þeir mega bara ekki brjóta lög. Íslensku bönkum gengur mjög vel eins og nýleg ársfjórðungauppgjör þeirra sýnir. Hagnaður þeirra eykst mikið frá í fyrra og vaxtamunur er tvöfalt hærri en gengur og gerist í nágrannalöndum. Þeim ætti því ekki að vera skotaskuld úr því að lána fólki til fasteignakaupa, enda fasteignalán ein tryggasta starfsemi banka. Gera verður þá kröfu að bankar ráði við þá starfsemi sem þeir eiga að stunda, með þeim skilmálum sem lög gera ráð fyrir. Höfundur er formaður Neytendasamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Breki Karlsson Mest lesið Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið rætt og ritað um „óvissu í kjölfar dóms Hæstaréttar í Vaxtamálinu.“ Er þar ýmsu slengt saman og líkt dómurinn sé notaður sem átylla til að þrengja að lántökum. Dómur Hæstaréttar í einu Vaxtamálanna þann 14. október sl. fletti ofan af því að skilmálar óverðtryggðra fasteignalána Íslandsbanka hafi verið ólöglegir í áraraðir. Mikilvægt er að halda til haga að ekkert í dóminum hindrar banka í að lána áfram verðtryggð lán. Löngu fyrir dóm Hæstaréttar voru bankarnir farnir að þrengja að verðtryggum lánum, meðal annars með styttingu lánstíma. Samt sem áður ákváðu allir bankarnir að hætta að lána verðtryggð lán og búa þannig sjálfir til óvissu á fasteignamarkaði. Það hefur ekkert með dóminn að gera. Liðin eru fjögur ár frá því bönkunum var stefnt og eitt og hálft ár frá afgerandi dómi EFTA-dómstólsins. Það að íslenskir bankar hafi verið teknir bólinu og eina svar þeirra hafi verið að hætta að lána er hneisa. Það hefur ekkert með dóminn að gera. Dómurinn tók af öll tvímæli um að vaxtabreytingaskilmálar þurfa að vera skýrir, aðgengilegir, hlutlægir og unnt að sannreyna. Framvegis geta bankar ekki hækkað vexti nánast eftir geðþótta. Dómurinn eyddi þannig beinlínis óvissu. Bankarnir hafa takmarkað lánaframboð sitt og þannig búið til óvissu á lánamarkaði á meðan dómurinn þvert á móti eyddi óvissu. Það skýtur skökku við að lánaframboð minnki snarlega og óvissa sögð vera til staðar vegna þess að fara þurfi að lögum. Viðbrögð lánveitenda benda frekar til þess að skortur sé á samkeppni á markaðnum og núna sé jafnvel þögult samráð til að knýja stjórnvöld til að koma með útspil sem á einhvern hátt gerir lánveitendum kleift að halda uppteknum hætti, beint eða óbeint. Hin raunverulega óvissa kom til þegar bankarnir hættu að lána. Hún liggur líka í gífurlega háum vöxtum fasteignalána, langtum hærri en gengur og gerist í nágrannalöndum okkar. Þar liggur óvissan og hefur ekkert með dóminn að gera. Bankar eiga að starfa á frjálsum markaði, þar sem samkeppni ríkir. En viðbrögð bankanna eru líkt og það hafi verið samantekin ráð að gefast upp. Bankarnir hafa sjálfir talað um lán sem vörur. Þeir mega áfram bjóða verðtryggð lán. Þeir þurfa ekki að miða við stýrivexti. Þeir mega bjóða hvaða vexti sem þeir vilja. Þeir mega bara ekki brjóta lög. Íslensku bönkum gengur mjög vel eins og nýleg ársfjórðungauppgjör þeirra sýnir. Hagnaður þeirra eykst mikið frá í fyrra og vaxtamunur er tvöfalt hærri en gengur og gerist í nágrannalöndum. Þeim ætti því ekki að vera skotaskuld úr því að lána fólki til fasteignakaupa, enda fasteignalán ein tryggasta starfsemi banka. Gera verður þá kröfu að bankar ráði við þá starfsemi sem þeir eiga að stunda, með þeim skilmálum sem lög gera ráð fyrir. Höfundur er formaður Neytendasamtakanna.
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar