Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir og Grétar Björnsson skrifa 5. nóvember 2025 20:00 Á Íslandi hefur lengi verið rætt um nauðsyn þess að efla geðheilbrigðisþjónustu og tryggja raunhæf úrræði þegar veikindi eða áföll raska daglegu lífi. Hugarafl sem undanfarin 20 ár hefur vakið mikla athygli með starfi sínu, eru samtök sem hafa byggt starf sitt á hugmyndafræði bata, valdeflingar og jafningjastuðningi. Nýleg könnun Gallup meðal notenda á þjónustu Hugarafls, varpar skýru ljósi á hversu mikil áhrif starf samtakanna hefur á líðan fólks og hvers vegna mörg telja að hér sé um að ræða úrræði sem bjargar mannslífum. Rannsókn Gallup byggði á spurningalistakönnun sem framkvæmd var í júní og júlí 2025, og tók til 209 þjónustuþega. Svarhlutfall var yfir 50 prósent sem þykir afar gott eða 118 einstaklinga. Niðurstöðurnar sýna að meirihluti þeirra sem leita sér aðstoðar hjá Hugarafli gera það til að vinna úr áföllum, til að efla sjálfstraust og draga úr félagslegri einangrun. Annað sem kemur skýrt fram er að flest finna hjá Hugarafli það sem vantaði annars staðar í kerfinu þ.e. virðingu, tíma og rými til að vaxa á eigin forsendum. „Það sem greinir Hugarafl frá öðrum úrræðum er að enginn pressar mann til að flýta sér út á vinnumarkað,“ segir einn þátttakandi í könnuninni. „Ég gat farið á mínum hraða, án þess að óttast að missa stuðninginn ef mér tókst ekki að mæta á hverjum degi. Það var það sem virkaði fyrir mig – smátt og smátt fór ég að treysta mér til að taka þátt, einn dag í einu.“ Frá vonleysi til vonar Áður en leitað var þjónustu hjá Hugarafli lýsti yfirgnæfandi meirihluti þátttakenda mjög slæmri líðan. Um 86 prósent þátttakenda sögðu líðan sína hafa verið „slæma“ eða „mjög slæma“ áður en þau komu til Hugarafls. Eftir þátttöku í starfi samtakanna sögðust hins vegar 57 prósent hafa góða líðan, 18 prósent hvorki né, og aðeins 24 prósent töldu sig enn búa við slæma líðan. Þetta er góður árangur á tiltölulega skömmum tíma og samræmist rannsókn Félagsvísindadeildar Háskóla Íslands sem unnin var árið 2022. Þær niðurstöður sýndu einnig fram á að þjónusta Hugarafls dregur mikið úr vanlíðan einstaklinga sem glíma við alvarlegan andlegan vanda. Þessi breyting speglast einnig í því hvernig trú á eigin getu eykst. Áður en einstaklingar hófu þátttöku hjá Hugarafli töldu 72 prósent litlar líkur á að þau gætu snúið aftur í nám eða vinnu. Aðeins 11 prósent höfðu mikla trú á því. Eftir endurhæfingu hjá Hugarafli snýst þetta við: tæp 45 prósent höfðu mikla trú á framtíðarmöguleikum sínum, og hlutfall þeirra sem töldu sig vonlausa minnkaði niður í 22 prósent. „Ég var dæmd óendurhæfanleg í öðru úrræði,“ segir annar viðmælandi. „Þar var áherslan aðeins á að koma mér aftur út á vinnumarkað sem fyrst. En ég var ekki tilbúin – ég þurfti að vinna í mér sjálfri fyrst. Hugarafl var eini staðurinn sem gaf mér tíma og stuðning til að gera það. Þau björguðu lífi mínu.“ Þegar önnur úrræði brugðust Rannsókn Gallup á þjónustu Hugarafls leiðir í ljós að tveir þriðju þeirra sem nýttu sér endurhæfingu hjá Hugarafli höfðu áður prófað önnur úrræði, svo sem Virk, geðteymi eða starfsendurhæfingu á öðrum stöðum. Mörg lýsa því að þau hafi ekki fundið sig þar. Í sumum tilvikum var ástæðan einfaldlega sú að úrræðið lagði of mikla áherslu á að hraða endurkomu á vinnumarkaðinn um of. Í öðrum tilvikum upplifði fólk að kerfið væri of stíft, of lítið svigrúm væri að finna til að mæta einstaklingsbundnum þörfum eða upplifðu skort á skilningi. „Í Virk var bara pressa,“ segir einn. „Það gerði mig verri og jók streitu. Í Hugarafli upplifði ég í fyrsta sinn að það væri hlustað á mig sem manneskju – ekki bara sjúkling sem átti að afkasta.“ Annar bætir við: „Þegar ég kom í Hugarafl fann ég að andinn í húsinu var allt annar. Þar var ekki verið að ýta mér áfram heldur studdi fólk mig í að velja sjálfur hvernig ég vildi vinna í mínum bata. Það skiptir öllu máli.“ Hópar sem breyta lífi Einn af hornsteinum í starfsemi Hugarafls er fjölbreytt hópastarf sem þjónustan byggir á. Hóparnir eru misjafnir og markmiðin einnig en allir eiga það sameiginlegt að skapa vettvang þar sem þátttakendur geta eflt sjálfa sig, öðlast nýja færni og upplifað að þau séu ekki ein. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að áhrif hópanna eru afgerandi og yfir 60 prósent þátttakenda sögðust hafa upplifað „mjög mikla“ eða „frekar mikla“ hjálp. „Ég fann loksins stað þar sem ég gat rætt það sem ég er að ganga í gegnum, án þess að þurfa að skýra mig út eða réttlæta tilfinningarnar,“ segir einn karlmaður. „Það er ómetanlegt að sitja á fundi þar sem rödd mín hefur jafnmikið vægi og allra annarra,“ segir ein kona á fertugsaldri. Líðan sem snýst við Það mikilvægasta sem stendur upp úr rannsókninni er hvernig líðan fólks breytist eftir að batavegferðin hefst hjá félaginu. Áður en þjónustan hófst lýstu 63 prósent „mjög slæmri“ líðan og aðeins 2 prósent góðri líðan. Eftir dvölina í Hugarafli hafði hlutfallið snúist við og 57 prósent sögðust hafa góða líðan og aðeins tæp 12 prósent segjast vera með mjög slæma líðan. Þessi þróun í átt að betri líðan kemur líka fram þegar kannað var hvort fólk glímdi við sjálfsvíghugsanir. Áður en aðstoð Hugarafls kom til sögðust nær helmingur svarenda hafa hugleitt sjálfsvíg, mörg oft eða mjög oft. Eftir aðstoðina hafði þessi tala lækkað verulega. Meirihluti sagðist ekki hafa hugleitt sjálfsvíg eftir að hafa fengið stuðninginn sem Hugarafl býður uppá. Það er sterkur vitnisburður um lífsnauðsynlegt hlutverk samtakanna. „Ég var á þeim stað að ég sá enga framtíð,“ segir einn svarandinn. „Ég hafði íhugað að taka eigið líf margoft. Það breyttist þegar ég fór í Hugarafl. Þar fékk ég að finna fyrir von, að ég gæti byggt mér líf sem væri þess virði að lifa.“ Endurhæfing sem eflir trú á framtíðina Endurhæfingarstarf Hugarafls er sérstaklega miðað að því að byggja upp sjálfstraust og trú á endurkomu út í samfélagið á ný. Í rannsókninni kemur fram að flest sem hófu endurhæfingu höfðu litla sem enga trú á því að komast aftur í nám eða vinnu. Eins og áður sagði þá voru aðeins 11,8% svarenda sem höfðu trú á því að þau færu aftur til vinnu eða í nám áður en þau hófu endurhæfingu hjá Hugarafli. Eftir að svarendur höfðu tekið þátt í endurhæfingarstarfi hjá Hugarafli var trúin á því að komast aftur til vinnu eða í nám komin í 50 prósent. „Ég var búin að reyna margar aðrar endurhæfingar,“ segir einn þátttakandi. „En það var alltaf eins og þær væru fyrir kerfið, ekki fyrir mig. Í Hugarafli fann ég að ég mátti vera ég sjálf. Það gaf mér trú á að ég gæti einn daginn farið aftur í nám.“ Þátttakendur benda líka á að jafningjastuðningurinn, það að sjá að aðra sem voru í svipuðum sporum hafi náð bata, hafi haft gríðarleg áhrif og veitt mikla von. „Ég sá manneskju sem ég þekkti úr neyslu blómstra í Hugarafli,“ segir einn. „Það gaf mér hugrekki til að prófa, og það hefur bjargað mér.“ Framtíðin björt eftir Hugarafl Þegar fólk er spurt hvert það stefni eftir að endurhæfingu lýkur kemur í ljós að margir líta til náms og atvinnu. Aðrir leggja áherslu á að halda áfram að styrkja andlega heilsu og viðhalda virkni. Það er áberandi að mjög fáir tala um að „gefast upp“. Könnunin sýnir einnig að yfirgnæfandi meirihluti er ánægður með þjónustuna. Flestir sögðu hana vera í samræmi við væntingar eða umfram þær. Rúmlega tveir af hverjum þremur segjast myndu mæla eindregið með Hugarafli við vini eða ættingja. „Hugarafl er ekki bara úrræði, heldur samfélag,“ segir einn notandi. „Þetta er staður þar sem maður finnur að maður er metinn og virkur þátttakandi í eigin bata. Það er það sem skiptir öllu máli.“ Samfélagslegt gildi sem ekki verður hunsað Niðurstöður Gallup-rannsóknarinnar sýna svart á hvítu það sem margir sem hafa kynnst hjá Hugarafli hafa lengi vitað; að hér er á ferðinni úrræði sem skiptir sköpum fyrir fólk í viðkvæmri stöðu. Þjónustan nær til þeirra sem hafa upplifað alvarleg áföll, félagslega einangrun eða misst trú á framtíðina. Þjónusta Hugarafls sem byggir á gildum valdeflingar og bata breytir vonleysi í von. Það sést bæði í tölunum, þar sem líðan og framtíðarsýn þátttakenda batnar stórlega og í sögunum þar sem svarendur lýsa veru sinni í Hugarafli sem þáttaskilum í tilveru sinni. Í samfélagsumræðunni um geðheilbrigðismál er oft bent á að kerfið sé of þungt í vöfum, of bundið við greiningar og lítill sveigjanleiki til að mæta ólíkum þörfum fólks. Þar kemur Hugarafl inn sem mikilvægur valmöguleiki i flóru geðheilbrigðisúrræða á Íslandi. Valdefling er í forgrunni, jafningjastuðningur er hornsteinn og hver einstaklingur stýrir sínum hraða í bataferlinu. Hjá Hugarafli eru hugtökin bati og valdefling ekki notuð til dyggðarskreytinga. Nálgunin er gagnreynd sem skilar mælanlegum árangri. Það er augljóst að starf Hugarafls dregur úr álagi á heilbrigðis- og velferðarkerfið. Þau sem finna hjá samtökunum stuðning og tækifæri til að byggja upp líf sitt eiga meiri möguleika á að snúa aftur til atvinnu eða náms. Það hefur ekki aðeins jákvæð áhrif á líðan einstaklingsins sjálfs heldur einnig á fjölskyldur, samfélag og þjóðarbúið. Það er því ekki aðeins mannúðlegt. Það er líka skynsamlegt út frá samfélagslegu sjónarhorni að efla starf af þessu tagi. Margir þátttakendur rannsóknarinnar orða það einfaldlega: „Hugarafl bjargaði lífi mínu.“ Þegar slíkar yfirlýsingar heyrast aftur og aftur og eru studdar með tölulegum gögnum sem sýna stórfelldan árangur verður erfitt að líta fram hjá mikilvægi þessa úrræðis. Það sýnir að geð endurhæfing þarf ekki að vera sniðin út frá greiningum eða sjúkdómsvæðingu að til að skila árangri. Hjá Hugarafli er það frelsi, eigin forsendur, jafningjastuðningur, það að tilheyra samfélagi og virðing sem gera fólki kleift að byggja líf sitt upp á ný. Í ljósi þessa er tímabært að horfa til Hugarafls sem fyrirmyndar innan íslenska geðheilbrigðiskerfisins, tryggja samtökunum langtímasamninga og festa úrræðið í sessi sem mikilvægan hlekk í endurhæfingu á Íslandi. Því ef til vill felst stærsti lærdómurinn í þessari rannsókn ekki aðeins í því að Hugarafl hefur hjálpað stórum fjölda einstaklinga og fjölskyldna þeirra. Rannsóknin sýnir hvernig ósjúkdómsvædd nálgun byggð á valdeflingu og samábyrgð getur náð mikilvægum árangri allri geðheilbrigðisþjónustu. Þegar allt er dregið saman blasir við mynd af samfélagi þar sem fólk sem áður upplifði sig vonlaust en sér nú framtíð í nýju ljósi. Hugarafl hefur skapað vettvang þar sem slík umbreyting er möguleg. Í landi þar sem geðheilbrigðisúrræði eru oftar en ekki gagnrýnd fyrir biðlista, ofuráherslu á sjúkdómsvæðingu mannlegrar þjáningar, kerfisbundinn þrýsting og skort á sveigjanleika stendur Hugarafl upp úr sem dæmi um að það er hægt að fara leið. Leið sem byggir á trú á getu hvers einstaklings til að vaxa og blómstra á eigin forsendum. Sjá má niðurstöður rannsóknar Gallup ásamt niðurstöðum Félagsvísindastofnunar HÍ á vef Hugarafls (www.hugarafl.is) Höfundar eru Auður Axelsdóttir framkvæmdastjóri Hugarafls og Grétar Björnsson geðheilsufélagsfræðingur og varaformaður Hugarafls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi hefur lengi verið rætt um nauðsyn þess að efla geðheilbrigðisþjónustu og tryggja raunhæf úrræði þegar veikindi eða áföll raska daglegu lífi. Hugarafl sem undanfarin 20 ár hefur vakið mikla athygli með starfi sínu, eru samtök sem hafa byggt starf sitt á hugmyndafræði bata, valdeflingar og jafningjastuðningi. Nýleg könnun Gallup meðal notenda á þjónustu Hugarafls, varpar skýru ljósi á hversu mikil áhrif starf samtakanna hefur á líðan fólks og hvers vegna mörg telja að hér sé um að ræða úrræði sem bjargar mannslífum. Rannsókn Gallup byggði á spurningalistakönnun sem framkvæmd var í júní og júlí 2025, og tók til 209 þjónustuþega. Svarhlutfall var yfir 50 prósent sem þykir afar gott eða 118 einstaklinga. Niðurstöðurnar sýna að meirihluti þeirra sem leita sér aðstoðar hjá Hugarafli gera það til að vinna úr áföllum, til að efla sjálfstraust og draga úr félagslegri einangrun. Annað sem kemur skýrt fram er að flest finna hjá Hugarafli það sem vantaði annars staðar í kerfinu þ.e. virðingu, tíma og rými til að vaxa á eigin forsendum. „Það sem greinir Hugarafl frá öðrum úrræðum er að enginn pressar mann til að flýta sér út á vinnumarkað,“ segir einn þátttakandi í könnuninni. „Ég gat farið á mínum hraða, án þess að óttast að missa stuðninginn ef mér tókst ekki að mæta á hverjum degi. Það var það sem virkaði fyrir mig – smátt og smátt fór ég að treysta mér til að taka þátt, einn dag í einu.“ Frá vonleysi til vonar Áður en leitað var þjónustu hjá Hugarafli lýsti yfirgnæfandi meirihluti þátttakenda mjög slæmri líðan. Um 86 prósent þátttakenda sögðu líðan sína hafa verið „slæma“ eða „mjög slæma“ áður en þau komu til Hugarafls. Eftir þátttöku í starfi samtakanna sögðust hins vegar 57 prósent hafa góða líðan, 18 prósent hvorki né, og aðeins 24 prósent töldu sig enn búa við slæma líðan. Þetta er góður árangur á tiltölulega skömmum tíma og samræmist rannsókn Félagsvísindadeildar Háskóla Íslands sem unnin var árið 2022. Þær niðurstöður sýndu einnig fram á að þjónusta Hugarafls dregur mikið úr vanlíðan einstaklinga sem glíma við alvarlegan andlegan vanda. Þessi breyting speglast einnig í því hvernig trú á eigin getu eykst. Áður en einstaklingar hófu þátttöku hjá Hugarafli töldu 72 prósent litlar líkur á að þau gætu snúið aftur í nám eða vinnu. Aðeins 11 prósent höfðu mikla trú á því. Eftir endurhæfingu hjá Hugarafli snýst þetta við: tæp 45 prósent höfðu mikla trú á framtíðarmöguleikum sínum, og hlutfall þeirra sem töldu sig vonlausa minnkaði niður í 22 prósent. „Ég var dæmd óendurhæfanleg í öðru úrræði,“ segir annar viðmælandi. „Þar var áherslan aðeins á að koma mér aftur út á vinnumarkað sem fyrst. En ég var ekki tilbúin – ég þurfti að vinna í mér sjálfri fyrst. Hugarafl var eini staðurinn sem gaf mér tíma og stuðning til að gera það. Þau björguðu lífi mínu.“ Þegar önnur úrræði brugðust Rannsókn Gallup á þjónustu Hugarafls leiðir í ljós að tveir þriðju þeirra sem nýttu sér endurhæfingu hjá Hugarafli höfðu áður prófað önnur úrræði, svo sem Virk, geðteymi eða starfsendurhæfingu á öðrum stöðum. Mörg lýsa því að þau hafi ekki fundið sig þar. Í sumum tilvikum var ástæðan einfaldlega sú að úrræðið lagði of mikla áherslu á að hraða endurkomu á vinnumarkaðinn um of. Í öðrum tilvikum upplifði fólk að kerfið væri of stíft, of lítið svigrúm væri að finna til að mæta einstaklingsbundnum þörfum eða upplifðu skort á skilningi. „Í Virk var bara pressa,“ segir einn. „Það gerði mig verri og jók streitu. Í Hugarafli upplifði ég í fyrsta sinn að það væri hlustað á mig sem manneskju – ekki bara sjúkling sem átti að afkasta.“ Annar bætir við: „Þegar ég kom í Hugarafl fann ég að andinn í húsinu var allt annar. Þar var ekki verið að ýta mér áfram heldur studdi fólk mig í að velja sjálfur hvernig ég vildi vinna í mínum bata. Það skiptir öllu máli.“ Hópar sem breyta lífi Einn af hornsteinum í starfsemi Hugarafls er fjölbreytt hópastarf sem þjónustan byggir á. Hóparnir eru misjafnir og markmiðin einnig en allir eiga það sameiginlegt að skapa vettvang þar sem þátttakendur geta eflt sjálfa sig, öðlast nýja færni og upplifað að þau séu ekki ein. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að áhrif hópanna eru afgerandi og yfir 60 prósent þátttakenda sögðust hafa upplifað „mjög mikla“ eða „frekar mikla“ hjálp. „Ég fann loksins stað þar sem ég gat rætt það sem ég er að ganga í gegnum, án þess að þurfa að skýra mig út eða réttlæta tilfinningarnar,“ segir einn karlmaður. „Það er ómetanlegt að sitja á fundi þar sem rödd mín hefur jafnmikið vægi og allra annarra,“ segir ein kona á fertugsaldri. Líðan sem snýst við Það mikilvægasta sem stendur upp úr rannsókninni er hvernig líðan fólks breytist eftir að batavegferðin hefst hjá félaginu. Áður en þjónustan hófst lýstu 63 prósent „mjög slæmri“ líðan og aðeins 2 prósent góðri líðan. Eftir dvölina í Hugarafli hafði hlutfallið snúist við og 57 prósent sögðust hafa góða líðan og aðeins tæp 12 prósent segjast vera með mjög slæma líðan. Þessi þróun í átt að betri líðan kemur líka fram þegar kannað var hvort fólk glímdi við sjálfsvíghugsanir. Áður en aðstoð Hugarafls kom til sögðust nær helmingur svarenda hafa hugleitt sjálfsvíg, mörg oft eða mjög oft. Eftir aðstoðina hafði þessi tala lækkað verulega. Meirihluti sagðist ekki hafa hugleitt sjálfsvíg eftir að hafa fengið stuðninginn sem Hugarafl býður uppá. Það er sterkur vitnisburður um lífsnauðsynlegt hlutverk samtakanna. „Ég var á þeim stað að ég sá enga framtíð,“ segir einn svarandinn. „Ég hafði íhugað að taka eigið líf margoft. Það breyttist þegar ég fór í Hugarafl. Þar fékk ég að finna fyrir von, að ég gæti byggt mér líf sem væri þess virði að lifa.“ Endurhæfing sem eflir trú á framtíðina Endurhæfingarstarf Hugarafls er sérstaklega miðað að því að byggja upp sjálfstraust og trú á endurkomu út í samfélagið á ný. Í rannsókninni kemur fram að flest sem hófu endurhæfingu höfðu litla sem enga trú á því að komast aftur í nám eða vinnu. Eins og áður sagði þá voru aðeins 11,8% svarenda sem höfðu trú á því að þau færu aftur til vinnu eða í nám áður en þau hófu endurhæfingu hjá Hugarafli. Eftir að svarendur höfðu tekið þátt í endurhæfingarstarfi hjá Hugarafli var trúin á því að komast aftur til vinnu eða í nám komin í 50 prósent. „Ég var búin að reyna margar aðrar endurhæfingar,“ segir einn þátttakandi. „En það var alltaf eins og þær væru fyrir kerfið, ekki fyrir mig. Í Hugarafli fann ég að ég mátti vera ég sjálf. Það gaf mér trú á að ég gæti einn daginn farið aftur í nám.“ Þátttakendur benda líka á að jafningjastuðningurinn, það að sjá að aðra sem voru í svipuðum sporum hafi náð bata, hafi haft gríðarleg áhrif og veitt mikla von. „Ég sá manneskju sem ég þekkti úr neyslu blómstra í Hugarafli,“ segir einn. „Það gaf mér hugrekki til að prófa, og það hefur bjargað mér.“ Framtíðin björt eftir Hugarafl Þegar fólk er spurt hvert það stefni eftir að endurhæfingu lýkur kemur í ljós að margir líta til náms og atvinnu. Aðrir leggja áherslu á að halda áfram að styrkja andlega heilsu og viðhalda virkni. Það er áberandi að mjög fáir tala um að „gefast upp“. Könnunin sýnir einnig að yfirgnæfandi meirihluti er ánægður með þjónustuna. Flestir sögðu hana vera í samræmi við væntingar eða umfram þær. Rúmlega tveir af hverjum þremur segjast myndu mæla eindregið með Hugarafli við vini eða ættingja. „Hugarafl er ekki bara úrræði, heldur samfélag,“ segir einn notandi. „Þetta er staður þar sem maður finnur að maður er metinn og virkur þátttakandi í eigin bata. Það er það sem skiptir öllu máli.“ Samfélagslegt gildi sem ekki verður hunsað Niðurstöður Gallup-rannsóknarinnar sýna svart á hvítu það sem margir sem hafa kynnst hjá Hugarafli hafa lengi vitað; að hér er á ferðinni úrræði sem skiptir sköpum fyrir fólk í viðkvæmri stöðu. Þjónustan nær til þeirra sem hafa upplifað alvarleg áföll, félagslega einangrun eða misst trú á framtíðina. Þjónusta Hugarafls sem byggir á gildum valdeflingar og bata breytir vonleysi í von. Það sést bæði í tölunum, þar sem líðan og framtíðarsýn þátttakenda batnar stórlega og í sögunum þar sem svarendur lýsa veru sinni í Hugarafli sem þáttaskilum í tilveru sinni. Í samfélagsumræðunni um geðheilbrigðismál er oft bent á að kerfið sé of þungt í vöfum, of bundið við greiningar og lítill sveigjanleiki til að mæta ólíkum þörfum fólks. Þar kemur Hugarafl inn sem mikilvægur valmöguleiki i flóru geðheilbrigðisúrræða á Íslandi. Valdefling er í forgrunni, jafningjastuðningur er hornsteinn og hver einstaklingur stýrir sínum hraða í bataferlinu. Hjá Hugarafli eru hugtökin bati og valdefling ekki notuð til dyggðarskreytinga. Nálgunin er gagnreynd sem skilar mælanlegum árangri. Það er augljóst að starf Hugarafls dregur úr álagi á heilbrigðis- og velferðarkerfið. Þau sem finna hjá samtökunum stuðning og tækifæri til að byggja upp líf sitt eiga meiri möguleika á að snúa aftur til atvinnu eða náms. Það hefur ekki aðeins jákvæð áhrif á líðan einstaklingsins sjálfs heldur einnig á fjölskyldur, samfélag og þjóðarbúið. Það er því ekki aðeins mannúðlegt. Það er líka skynsamlegt út frá samfélagslegu sjónarhorni að efla starf af þessu tagi. Margir þátttakendur rannsóknarinnar orða það einfaldlega: „Hugarafl bjargaði lífi mínu.“ Þegar slíkar yfirlýsingar heyrast aftur og aftur og eru studdar með tölulegum gögnum sem sýna stórfelldan árangur verður erfitt að líta fram hjá mikilvægi þessa úrræðis. Það sýnir að geð endurhæfing þarf ekki að vera sniðin út frá greiningum eða sjúkdómsvæðingu að til að skila árangri. Hjá Hugarafli er það frelsi, eigin forsendur, jafningjastuðningur, það að tilheyra samfélagi og virðing sem gera fólki kleift að byggja líf sitt upp á ný. Í ljósi þessa er tímabært að horfa til Hugarafls sem fyrirmyndar innan íslenska geðheilbrigðiskerfisins, tryggja samtökunum langtímasamninga og festa úrræðið í sessi sem mikilvægan hlekk í endurhæfingu á Íslandi. Því ef til vill felst stærsti lærdómurinn í þessari rannsókn ekki aðeins í því að Hugarafl hefur hjálpað stórum fjölda einstaklinga og fjölskyldna þeirra. Rannsóknin sýnir hvernig ósjúkdómsvædd nálgun byggð á valdeflingu og samábyrgð getur náð mikilvægum árangri allri geðheilbrigðisþjónustu. Þegar allt er dregið saman blasir við mynd af samfélagi þar sem fólk sem áður upplifði sig vonlaust en sér nú framtíð í nýju ljósi. Hugarafl hefur skapað vettvang þar sem slík umbreyting er möguleg. Í landi þar sem geðheilbrigðisúrræði eru oftar en ekki gagnrýnd fyrir biðlista, ofuráherslu á sjúkdómsvæðingu mannlegrar þjáningar, kerfisbundinn þrýsting og skort á sveigjanleika stendur Hugarafl upp úr sem dæmi um að það er hægt að fara leið. Leið sem byggir á trú á getu hvers einstaklings til að vaxa og blómstra á eigin forsendum. Sjá má niðurstöður rannsóknar Gallup ásamt niðurstöðum Félagsvísindastofnunar HÍ á vef Hugarafls (www.hugarafl.is) Höfundar eru Auður Axelsdóttir framkvæmdastjóri Hugarafls og Grétar Björnsson geðheilsufélagsfræðingur og varaformaður Hugarafls.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun