„Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Andri Már Eggertsson skrifar 5. nóvember 2025 22:00 Daníel Andri Halldórsson er orðinn þjálfari KR. KR KR tapaði með 17 stiga mun gegn Grindavík á heimavelli 68-85. Daníel Andri Halldórsson, þjálfari KR, var svekktur með fjórða leikhluta liðsins þar sem Grindavík gekk á lagið. „Við fórum í svæðisvörn í þriðja leikhluta sem kom okkur inn í leikinn. Það kostaði slatta af orku að komast úr þessari holu. Ég var síðan ekki nógu snöggur að lesa í mannskapinn í Grindavík og fara úr svæðisvörninni sem við hefðum átt að gera fyrr. Við leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur,“ sagði Daníel í viðtali eftir leik. Jafnræði var með liðunum til að byrja með í fyrri hálfleik en Grindavík endaði fyrri hálfleik betur og var níu stigum yfir í hálfleik 35-44. „Mér fannst spilamennskan okkar ekki vera góð og það boðaði gott að vera aðeins níu stigum undir á móti svona sterku liði. Við vinnum enga leiki með 12 prósent þriggja stiga nýtingu og tveggja stiga nýtingin okkar var ekki frábær heldur.“ KR fór í svæðisvörn í þriðja leikhluta sem skilaði liðinu ellefu stigum í röð og heimakonur minnkuðu forskot Grindavíkur niður í tvö stig sem Daníel var ánægður með. „Við þurftum að gera einhverjar breytingar og svæðisvörnin virkaði en ég hefði átt að bregðast fyrr við.“ Aðspurður út í fjórða leikhluta þar sem Grindavík gekk á lagið á meðan KR gerði aðeins tíu stig og að sögn Daníels fór margt úrskeiðis. „Þetta helst allt í hendur. Þegar við vorum að fá stöðvanir þá fengum við á okkur skref, ein steig út af, svo var tvígrip og önnur steig út af. Þetta var niðurdrepandi og svo fengum við á okkur þrist frá Abby Beeman í grillið og þá var þetta fljótt að fjara út.“ Daníel var ekki sáttur með dómara leiksins og fékk tæknivillu fyrir vikið. Aðspurður út í atvikið sagðist hann hafa tuðað það mikið að hann var ekki viss hvað hann hafi sagt. „Ég tuðaði svo mikið og mér fannst svo mikið ójafnvægi þegar það var verið að dæma skref og á baráttu undir körfunni að ég man ekki yfir hverju ég var að tuða þegar ég fékk þessa tæknivillu og ég hefði alveg geta fengið aðra því það var svo mikið sem ég hafði skoðun á í þessum leik,“ sagði Daníel að lokum. KR Bónus-deild kvenna Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
„Við fórum í svæðisvörn í þriðja leikhluta sem kom okkur inn í leikinn. Það kostaði slatta af orku að komast úr þessari holu. Ég var síðan ekki nógu snöggur að lesa í mannskapinn í Grindavík og fara úr svæðisvörninni sem við hefðum átt að gera fyrr. Við leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur,“ sagði Daníel í viðtali eftir leik. Jafnræði var með liðunum til að byrja með í fyrri hálfleik en Grindavík endaði fyrri hálfleik betur og var níu stigum yfir í hálfleik 35-44. „Mér fannst spilamennskan okkar ekki vera góð og það boðaði gott að vera aðeins níu stigum undir á móti svona sterku liði. Við vinnum enga leiki með 12 prósent þriggja stiga nýtingu og tveggja stiga nýtingin okkar var ekki frábær heldur.“ KR fór í svæðisvörn í þriðja leikhluta sem skilaði liðinu ellefu stigum í röð og heimakonur minnkuðu forskot Grindavíkur niður í tvö stig sem Daníel var ánægður með. „Við þurftum að gera einhverjar breytingar og svæðisvörnin virkaði en ég hefði átt að bregðast fyrr við.“ Aðspurður út í fjórða leikhluta þar sem Grindavík gekk á lagið á meðan KR gerði aðeins tíu stig og að sögn Daníels fór margt úrskeiðis. „Þetta helst allt í hendur. Þegar við vorum að fá stöðvanir þá fengum við á okkur skref, ein steig út af, svo var tvígrip og önnur steig út af. Þetta var niðurdrepandi og svo fengum við á okkur þrist frá Abby Beeman í grillið og þá var þetta fljótt að fjara út.“ Daníel var ekki sáttur með dómara leiksins og fékk tæknivillu fyrir vikið. Aðspurður út í atvikið sagðist hann hafa tuðað það mikið að hann var ekki viss hvað hann hafi sagt. „Ég tuðaði svo mikið og mér fannst svo mikið ójafnvægi þegar það var verið að dæma skref og á baráttu undir körfunni að ég man ekki yfir hverju ég var að tuða þegar ég fékk þessa tæknivillu og ég hefði alveg geta fengið aðra því það var svo mikið sem ég hafði skoðun á í þessum leik,“ sagði Daníel að lokum.
KR Bónus-deild kvenna Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum