Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar 8. nóvember 2025 07:01 Morgunsólin skín í gegnum gluggatjöldin og vekur mig. Ég lít á klukkuna á símanum, hún er 7:45. Æi, vekjaraklukkan hringdi ekki, ég þarf að drífa mig. Ég stekk á fætur, klæði mig, borða hálfan banana, bursta tennurnar og set á mig rakakrem. Kaffibollinn verður að bíða. Þegar ég fer út á stigaganginn heyri ég í hjónunum á hæðinni fyrir neðan. Þau eru að rífast enn eina ferðina. Alltaf þessi hávaði. Ég set heyrnartólin í eyrun og stilli á rás 2. Þegar ég geng niður tröppurnar sé ég dyrnar opnast og eiginkonan stígur fram á gang. Hún er greinilega miður sín og mér sýnist ég sjá mar á vinstri kinninni. Ég set hettuna upp og geng rösklega framhjá henni. Ég finn áfengislykt. Ætli einhver sé búinn að hafa samband við yfirvöld út af börnunum? Ég hlakka til að flytja í nýju íbúðina eftir nokkrar vikur, þá þarf ég ekki að hlusta á þetta lengur. Þegar ég kem út tekur ferskur blær á móti mér. Ég hefði kannski átt að klæða mig betur. Fólkið í útvarpinu ræðir um alþingiskosningarnar sem verða um helgina. Ég hef ekki nennt að setja mig inn í þær, ætli ég skili ekki bara auðu eins og síðast. Á meðan ég hlusta áhugalaus á umræðurnar sé ég kött út í kanti sem hefur verið ekið yfir. Úff, það er hrikalegt að sjá hræið, það mun einhver koma og sækja það fljótlega. Ég hef ekki tíma til að gera eitthvað í þessu. Ég lít á klukkuna, hún er 8:15, ef ég er heppin næ ég strætó 8:20. Ég herði sporið og næ vagninum. Það eru laus sæti á stangli. Ég gríp frekar í súlu og stend. Það er verið að stríða strák í fremstu sætaröðinni. Krakkarnir fyrir aftan hafa tekið húfuna af honum og eru að kasta henni á milli sín. Þeir eru örugglega bara að gantast. Ég lít út um gluggann og hugsa um viðtalið sem ég er að fara í. Ég veit ekkert hvað ég á að segja við þessa vinnusálfræðinga. Ég hef orðið vör við ýmislegt sem er ekki í lagi á vinnustaðnum en ég þoli ekki drama. Þarf að gera svona mikið mál úr þessu? Strætisvagninn stoppar á Lækjartorgi og ég hoppa út. Ég geng framhjá Austurvelli. Ég heyri óminn af ræðuhöldum og palestínskir fánar blakta í vindinum. Hvernig nennir fólk þessu? Það er ekkert sem það getur gert til að stöðva þessar hörmungar. Ég þarf að passa upp á mig og mína geðheilsu. Ég þoli ekki að hlusta og horfa á endalausar fréttir af þessu þegar það er ekkert sem ég get gert. Er ekki hægt að fjalla meira um allt það góða sem er að gerast í heiminum? Ég finn fyrir skyndilegum þrýstingi yfir brjóstið. Mig sundlar. Það heyrist suð í eyrunum. Ég finn hvernig ég missi máttinn í fótunum. Hvað er að gerast? Er ég að deyja? Ég hníg niður. Ég kem ekki upp orði. Er einhver þarna? Það hlýtur einhver að sjá mig, það er svo margt fólk hér í kring. Ég finn hvernig ég kólna. Skjálfti hríslast um allan líkamann. Er ekki einhver hérna? Það hlýtur einhver að koma. Það hlýtur einhver að koma. Það hlýtur einhver að koma. Höfundur er leiklistarkennari og verkefnastjóri forvarna í Hagaskóla. Skrifað í tilefni af alþjóðlegum degi gegn einelti sem er 8. nóvember ár hvert. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Morgunsólin skín í gegnum gluggatjöldin og vekur mig. Ég lít á klukkuna á símanum, hún er 7:45. Æi, vekjaraklukkan hringdi ekki, ég þarf að drífa mig. Ég stekk á fætur, klæði mig, borða hálfan banana, bursta tennurnar og set á mig rakakrem. Kaffibollinn verður að bíða. Þegar ég fer út á stigaganginn heyri ég í hjónunum á hæðinni fyrir neðan. Þau eru að rífast enn eina ferðina. Alltaf þessi hávaði. Ég set heyrnartólin í eyrun og stilli á rás 2. Þegar ég geng niður tröppurnar sé ég dyrnar opnast og eiginkonan stígur fram á gang. Hún er greinilega miður sín og mér sýnist ég sjá mar á vinstri kinninni. Ég set hettuna upp og geng rösklega framhjá henni. Ég finn áfengislykt. Ætli einhver sé búinn að hafa samband við yfirvöld út af börnunum? Ég hlakka til að flytja í nýju íbúðina eftir nokkrar vikur, þá þarf ég ekki að hlusta á þetta lengur. Þegar ég kem út tekur ferskur blær á móti mér. Ég hefði kannski átt að klæða mig betur. Fólkið í útvarpinu ræðir um alþingiskosningarnar sem verða um helgina. Ég hef ekki nennt að setja mig inn í þær, ætli ég skili ekki bara auðu eins og síðast. Á meðan ég hlusta áhugalaus á umræðurnar sé ég kött út í kanti sem hefur verið ekið yfir. Úff, það er hrikalegt að sjá hræið, það mun einhver koma og sækja það fljótlega. Ég hef ekki tíma til að gera eitthvað í þessu. Ég lít á klukkuna, hún er 8:15, ef ég er heppin næ ég strætó 8:20. Ég herði sporið og næ vagninum. Það eru laus sæti á stangli. Ég gríp frekar í súlu og stend. Það er verið að stríða strák í fremstu sætaröðinni. Krakkarnir fyrir aftan hafa tekið húfuna af honum og eru að kasta henni á milli sín. Þeir eru örugglega bara að gantast. Ég lít út um gluggann og hugsa um viðtalið sem ég er að fara í. Ég veit ekkert hvað ég á að segja við þessa vinnusálfræðinga. Ég hef orðið vör við ýmislegt sem er ekki í lagi á vinnustaðnum en ég þoli ekki drama. Þarf að gera svona mikið mál úr þessu? Strætisvagninn stoppar á Lækjartorgi og ég hoppa út. Ég geng framhjá Austurvelli. Ég heyri óminn af ræðuhöldum og palestínskir fánar blakta í vindinum. Hvernig nennir fólk þessu? Það er ekkert sem það getur gert til að stöðva þessar hörmungar. Ég þarf að passa upp á mig og mína geðheilsu. Ég þoli ekki að hlusta og horfa á endalausar fréttir af þessu þegar það er ekkert sem ég get gert. Er ekki hægt að fjalla meira um allt það góða sem er að gerast í heiminum? Ég finn fyrir skyndilegum þrýstingi yfir brjóstið. Mig sundlar. Það heyrist suð í eyrunum. Ég finn hvernig ég missi máttinn í fótunum. Hvað er að gerast? Er ég að deyja? Ég hníg niður. Ég kem ekki upp orði. Er einhver þarna? Það hlýtur einhver að sjá mig, það er svo margt fólk hér í kring. Ég finn hvernig ég kólna. Skjálfti hríslast um allan líkamann. Er ekki einhver hérna? Það hlýtur einhver að koma. Það hlýtur einhver að koma. Það hlýtur einhver að koma. Höfundur er leiklistarkennari og verkefnastjóri forvarna í Hagaskóla. Skrifað í tilefni af alþjóðlegum degi gegn einelti sem er 8. nóvember ár hvert.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun