Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 7. nóvember 2025 07:01 Mikill meirihluti utanríkismálanefndar þings Evrópusambandsins samþykkti í fyrradag skýrslu um stefnu sambandsins á norðurslóðum þar sem meðal annars er hvatt til þess að Ísland, Noregur og Grænland gangi í raðir þess. Haft var eftir Urmas Paet, umsjónarmanni skýrslunnar, á fréttavef Ríkisútvarpsins í fyrradag að staða öryggis- og varnarmála á norðurslóðum væri að taka örum breytingum „og við stöndum líka frammi fyrir auknum áskorunum hvað varðar orkuöryggi.“ Fram kemur á norska fréttavefnum Energi og Klima að stofnanir Evrópusambandsins séu í skýrslunni hvattar til þess að beita sér fyrir því að löndin þrjú gangi í sambandið meðal annars í ljósi þess að þau búi yfir miklum náttúru- og orkuauðlindum á sama tíma og slíkar auðlindir séu grundvallarforsenda þess að hægt verði að byggja upp efnahag þess. Þá segi að Noregur og Ísland gengi lykilhlutverki þegar komi að öryggismálum Evrópusambandsins og aðgangi ríkja þess að orku. Vegna fyrirhugaðrar þjóðaratkvæðagreiðslu hér á landi, um það hvort sózt verði eftir inngöngu í Evrópusambandið, sé Ísland nær því en Noregur. Fyrir vikið kalli utanríkismálanefndin eftir því að ráðamenn í Brussel eigi í „virku samtali við ríkisstjórn Íslands um að tala fyrir kostum mögulegrar inngöngu í sambandið.“ Hafi einhver séð ástæðu til þess að efast um það að Evrópusambandið ásældist auðlindir okkar Íslendinga þarf líklega ekki að velkjast í vafa um það lengur. Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið færi yfirstjórn íslenzkra orkumála, eins og flestra annarra málaflokka landsins, til stofnana þess í samræmi við Lissabon-sáttmálann, grundvallarlöggjöf sambandsins samanber 2. og 3. grein sáttmálans (TEC). Evrópusambandið hefur búið við mikla orkukrísu eftir að rússneski herinn réðist inn í Úkraínu og ríki þess þurftu í kjölfarið að draga verulega úr kaupum á þarlendri orku sem þau voru mörg orðin mjög háð. Fyrir vikið hefur Evrópusambandið leitað logandi ljósi að aðgengi að orku nánast hvar sem hana er að finna sem aftur hefur meðal annars leitt til þess að sambandið er orðið álíka háð Bandaríkjunum með gas og það var áður Rússlandi. Raunar kaupa ríki þess enn rússneskt gas í verulegt magni og á hærra verði en áður og munu gera áfram allavega þar til í byrjun árs 2027, þegar fimm ár verða liðin frá innrásinni í Úkraínu, og munu því halda áfram að fjármagna hernað Rússa. „Evrópusambandið ætti að vera opið fyrir stækkun á norðurslóðum, ekki síður en í austurhluta Evrópu og á Balkanskaganum,“ sagði Paet enn fremur við Ríkisútvarpið en á liðnum áratugum hefur sambandið tekið inn 13 ríki sem greiða minna til þess en þau fá til baka. Í flestum tilfellum miklu minna. Rúm 30 ár eru síðan ríki gengu í Evrópusambandið sem greiða meira til þess en þau fá til baka. Mikill áhugi er því á fleiri slíkum ríkjum. Eins og yrði í tilfelli Íslands. Fyrir utan auðlindirnar. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Mikill meirihluti utanríkismálanefndar þings Evrópusambandsins samþykkti í fyrradag skýrslu um stefnu sambandsins á norðurslóðum þar sem meðal annars er hvatt til þess að Ísland, Noregur og Grænland gangi í raðir þess. Haft var eftir Urmas Paet, umsjónarmanni skýrslunnar, á fréttavef Ríkisútvarpsins í fyrradag að staða öryggis- og varnarmála á norðurslóðum væri að taka örum breytingum „og við stöndum líka frammi fyrir auknum áskorunum hvað varðar orkuöryggi.“ Fram kemur á norska fréttavefnum Energi og Klima að stofnanir Evrópusambandsins séu í skýrslunni hvattar til þess að beita sér fyrir því að löndin þrjú gangi í sambandið meðal annars í ljósi þess að þau búi yfir miklum náttúru- og orkuauðlindum á sama tíma og slíkar auðlindir séu grundvallarforsenda þess að hægt verði að byggja upp efnahag þess. Þá segi að Noregur og Ísland gengi lykilhlutverki þegar komi að öryggismálum Evrópusambandsins og aðgangi ríkja þess að orku. Vegna fyrirhugaðrar þjóðaratkvæðagreiðslu hér á landi, um það hvort sózt verði eftir inngöngu í Evrópusambandið, sé Ísland nær því en Noregur. Fyrir vikið kalli utanríkismálanefndin eftir því að ráðamenn í Brussel eigi í „virku samtali við ríkisstjórn Íslands um að tala fyrir kostum mögulegrar inngöngu í sambandið.“ Hafi einhver séð ástæðu til þess að efast um það að Evrópusambandið ásældist auðlindir okkar Íslendinga þarf líklega ekki að velkjast í vafa um það lengur. Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið færi yfirstjórn íslenzkra orkumála, eins og flestra annarra málaflokka landsins, til stofnana þess í samræmi við Lissabon-sáttmálann, grundvallarlöggjöf sambandsins samanber 2. og 3. grein sáttmálans (TEC). Evrópusambandið hefur búið við mikla orkukrísu eftir að rússneski herinn réðist inn í Úkraínu og ríki þess þurftu í kjölfarið að draga verulega úr kaupum á þarlendri orku sem þau voru mörg orðin mjög háð. Fyrir vikið hefur Evrópusambandið leitað logandi ljósi að aðgengi að orku nánast hvar sem hana er að finna sem aftur hefur meðal annars leitt til þess að sambandið er orðið álíka háð Bandaríkjunum með gas og það var áður Rússlandi. Raunar kaupa ríki þess enn rússneskt gas í verulegt magni og á hærra verði en áður og munu gera áfram allavega þar til í byrjun árs 2027, þegar fimm ár verða liðin frá innrásinni í Úkraínu, og munu því halda áfram að fjármagna hernað Rússa. „Evrópusambandið ætti að vera opið fyrir stækkun á norðurslóðum, ekki síður en í austurhluta Evrópu og á Balkanskaganum,“ sagði Paet enn fremur við Ríkisútvarpið en á liðnum áratugum hefur sambandið tekið inn 13 ríki sem greiða minna til þess en þau fá til baka. Í flestum tilfellum miklu minna. Rúm 30 ár eru síðan ríki gengu í Evrópusambandið sem greiða meira til þess en þau fá til baka. Mikill áhugi er því á fleiri slíkum ríkjum. Eins og yrði í tilfelli Íslands. Fyrir utan auðlindirnar. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun