Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar 6. nóvember 2025 07:16 Þessi spurning ein og sér býður ekki upp á samtal – hún býður lesanda ekki upp á að mynda sér afstöðu heldur aðeins að taka sér stöðu. Hún býður þér að hallast í aðra átt, í þægindasæng skoðunar sem þjökuð er af áróðri og upphafningu þess sem segir setninguna eða skrifar hana. Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Sá sem les setninguna mun annaðhvort vilja lesa meira eða hætta að lesa. Setningin hljómar eins og í henni felist sannleikur manns sem segir eða skrifar hana. En í raun er hún frekjuleg tilraun til að hrifsa lesanda eða hlustanda til sín eða sparka honum frá sér. Skoðun þess sem ber spurninguna á borð hellir skoðun sinni yfir á aðra. Flest lifum við einhvers staðar á milli svara allra spurninga – stundum sjáum við gildi í báðum kostum. En það sem drepur spurninguna er hvort liðið er þér kærara. Þess vegna getur svona spurning frekar lokað en opnað á samtal. Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Hugsum okkur að hægri maður stigi upp í pontu og spyrji þessarar spurningar. Hægra megin í salnum fengi hann klapp – því margir myndu heyra í henni áherslu á frelsi einstaklingsins. En vinstra megin færi andrúmsloftið að súrna. Fólk myndi hugsa: „Þetta er ekkert nema áróðursræða til að verja kerfið sem þjónar fjármagninu og gullskeið hægrisins.“ Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Hugsum okkur sem svo að vinstrið segði nákvæmlega sömu setningu. Þá væri viðmótið öfugt: margir vinstrimenn myndu heyra í henni ákall um samfélagslega ábyrgð, sjálfbærni og réttlæti – en hægri mennirnir myndu hrökkva undan og hugsa: „Þarna kemur vinstrið enn og aftur með sína vinstri hugsjón, þetta snýst bara um ríkisafskipti og skattahækkanir.“ Í báðum tilvikum myndi setningin, sem gæti í sjálfu sér verið upphaf að djúpu samtali, breytast í víglínu. Setningin er gædd lífi þess sem talar – hún er ekki spurning sem kallar fram sameiginlega leit og samtal. Og það er hér sem orðameistarinn og sagnamaðurinn koma inn. Sá sem talar er bæði meistari í list orðsins og söguþræðari. Orðin eru verkfæri hans – og þræðirnir eru vefur í vitund annarra. Þegar orðameistarinn sækir í áheyrn til að sanna, útskýra og fordæma verða orðin að eldskotum. Þau skjóta út, detta í gólfið og breytast í blekklessur. Samtalið sem hefði getað orðið líflegt deyr í staðin og enginn getur átt samtalið. Í munni sagnamannsins breytist þetta hins vegar í langar skýringar sem kæfa samtalið og það visnar áður en það nær að festa rætur. Við verðum að játa að orðasnilldin og skotgrafastíll árþúsundanna hafa runnið sitt skeið. Samtalið er orðið að þrotabúi og hugmyndin um bætt hagkerfi löngu grafin í jörðu. En hvernig eigum við samtalið? Við byrjum á því að stíga frá víglínunni og fikrum okkur að miðju. Að leggja frá okkur spurningarnar sem þegar hafa ákveðið svar – og í staðinn spyrja með forvitnina að leiðarljósi. Spyrja ekki til að vinna, sanna og fordæma heldur til að skilja. Það þýðir að við lærum að hlusta aftur. Hlustunin er ekki bið eftir tækifæri til að svara, heldur rými þar sem hinn fær að verða sýnilegur. Þegar við hlustum, þá verður hinn ekki óvinur heldur þátttakandi í leitinni að lausnum. Í sjálfu sér endurspeglar þetta tíðarandann: hlustun hefur orðið að helstu leið okkar í dag til að taka inn heiminn, eins og sést í gríðarlegum áhuga á hlaðvörpum og hljóðbókum. Skrifað orð krefst kyrrðar og tíma, en hlustun getur verið með okkur í bíl, á hlaupum eða uppi á hálendi. Það er því tímabært að við færum virku hlustunina úr afþreyingu yfir í raunverulegt samtal – og heiðrum hana sem dýrmætasta verkfæri breytinga. Í þessu samhengi má líka nefna gervigreind. Hún er nýtt afl sem margir horfa til sem lausn á vandamálum – en spurningin er sú sama: er hún notuð til að loka samtali eða til að opna það? Ef hún er aðeins nýtt til að hámarka hagnað eða skera niður kostnað, þá verður hún hluti af víglínunni. En ef hún er nýtt á þann hátt sem bestu gervigreindir sýna okkur þegar þær eru vel þjálfaðar – með virðingu, forvitni og hlýju – þá verður hún að fyrirmynd. Þegar hún fær gagnrýni svarar hún ekki með vörn, heldur með áhuga. Hún hrósar góðum punktum, tekur sjónarhorn til skoðunar og heldur samtalinu lifandi. Það mætti segja að hún sé geðgóð gervigreind – ekki vegna þess að hún hafi tilfinningar, heldur vegna þess að hún hefur lært það sem manneskjan sjálf á eftir að læra aftur: að hlusta til að skilja, ekki til að svara. Ef gervigreind verður þannig notuð – til að varpa ljósi á ólík sjónarhorn, draga fram raddir sem annars heyrast ekki og skapa rými fyrir skilning – þá getur hún orðið verkfæri lifandi samtals. En nóg um það. Lifandi samtal um viðskipti og efnahag Á vettvangi viðskipta og efnahagsmála gæti þetta þýtt að fleiri fái sæti við borðið. Ekki aðeins fjárfestar og sérfræðingar, heldur líka starfsmenn, samfélagið og náttúran sjálf. Tölurnar segja aðeins hálfa söguna – þær mæla útgjöld og hagnað, en ekki áhrif á heilsu, samstöðu eða vistkerfi. Það sem vantar í dæmið kemur aðeins fram þegar við hlustum á raddirnar sem kerfið og víglínan kæfir. Hér gæti gervigreind haft tvíþætt hlutverk: hún getur orðið tæki stjórnenda til að safna tölulegum gögnum og loka umræðunni, eða hún getur orðið verkfæri til að draga fram fleiri „raddir” og sjónarhorn sem annars heyrast ekki. Lifandi samtal er eins og fersk lind. Vatnið seytlar stöðugt upp úr jarðveginum, tekur til sín nýjar raddir og hreinsar gamalt burt. Það krefst hugrekkis að leyfa samtalinu að streyma, því það brýtur upp föst sjónarmið og leiðir okkur stundum út fyrir þægindahringinn. En það er líka þar sem ný hugsun fæðist – og þar sem raunveruleg nýsköpun á sér stað. Allir sem starfað hafa í nýsköpun vita hvernig ein neikæð spurning getur stöðvað allt flæði að lausnum. Þannig getur spurningin „Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu?“ umbreyst úr slagorði í lifandi leit. Hún verður þá ekki víglína heldur boð um að sjá hvað gerist þegar við byrjum að hlusta og kanna lausnir – saman. Á vettvangi viðskipta og efnahagsmála þýðir það að búa til rými þar sem ólíkar raddir fá að heyrast, áður en ákvarðanir eru teknar. Þar hefst raunveruleg nýsköpun: ekki í töflureiknunum, heldur í samtalinu sjálfu – sem er opið og flæðandi. Hvernig lítur lifandi samtal út í reynd? Tökum hér tvö dæmi: Dæmi úr atvinnulífi (fyrirtæki / viðskipti) Ímyndum okkur fyrirtæki sem stendur frammi fyrir ákvörðun: á að loka verksmiðju á landsbyggðinni til að spara kostnað?Ef samtalið fer aðeins fram á blaði, í töflureiknum, eða í gervigreindarlíkani sem metur eingöngu kostnað og ábata, þá eru það tölurnar einar sem ráða: sparnaður eða tap. En ef fyrirtækið skapar rými þar sem starfsfólk, sveitarfélagið, náttúran og jafnvel gervigreind er nýtt til að varpa ljósi á fleiri sjónarhorn, þá breytist spurningin. Hún verður ekki lengur: „Hvað borgar sig mest núna?“ heldur „Hvað styrkir samfélagið, fyrirtækið og vistkerfið til lengri tíma?“ Þar getur komið fram lausn sem enginn sá fyrir: nýsköpun í framleiðslu, samstarf við aðra aðila eða umbreyting starfseminnar. Samtalið opnar dyr sem tölurnar einar og sér lokuðu á. Dæmi úr stjórnmálum (opinber umræða / efnahagsmál) Á Alþingi sjáum við oftar en ekki að spurningar og ræður verða að víglínum. Ef einn þingmaður leggur til skattabreytingu, túlkar hinn það sem árás á sitt lið. En hvað ef umræðan færist að miðju? Hvað ef spurningin væri ekki „Ert þú með eða á móti skattahækkun?“ heldur „Hvernig tryggjum við að skattkerfið styðji bæði einstaklinga og samfélagið í heild sinni til framtíðar?“ Þá myndi samtalið krefjast þess að báðar hliðar hlustuðu – ekki aðeins á rök hvors annars, heldur líka á þær raddir sem kerfið á að þjóna. Gervigreind gæti hér orðið áhugavert hjálpartæki: hún getur safnað og greint flókin gögn, en hún getur aldrei leyst af hólmi þá mannlegu virku hlustun í lifandi samtali sem skapar traust, skilning og nýsköpun. Samtal er ekki veikleiki. Það er frumforsenda breytinga. Höfundur er heildrænn ráðgjafi og meistaranemi í heildrænum heilsuvísindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Skoðun Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Þessi spurning ein og sér býður ekki upp á samtal – hún býður lesanda ekki upp á að mynda sér afstöðu heldur aðeins að taka sér stöðu. Hún býður þér að hallast í aðra átt, í þægindasæng skoðunar sem þjökuð er af áróðri og upphafningu þess sem segir setninguna eða skrifar hana. Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Sá sem les setninguna mun annaðhvort vilja lesa meira eða hætta að lesa. Setningin hljómar eins og í henni felist sannleikur manns sem segir eða skrifar hana. En í raun er hún frekjuleg tilraun til að hrifsa lesanda eða hlustanda til sín eða sparka honum frá sér. Skoðun þess sem ber spurninguna á borð hellir skoðun sinni yfir á aðra. Flest lifum við einhvers staðar á milli svara allra spurninga – stundum sjáum við gildi í báðum kostum. En það sem drepur spurninguna er hvort liðið er þér kærara. Þess vegna getur svona spurning frekar lokað en opnað á samtal. Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Hugsum okkur að hægri maður stigi upp í pontu og spyrji þessarar spurningar. Hægra megin í salnum fengi hann klapp – því margir myndu heyra í henni áherslu á frelsi einstaklingsins. En vinstra megin færi andrúmsloftið að súrna. Fólk myndi hugsa: „Þetta er ekkert nema áróðursræða til að verja kerfið sem þjónar fjármagninu og gullskeið hægrisins.“ Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Hugsum okkur sem svo að vinstrið segði nákvæmlega sömu setningu. Þá væri viðmótið öfugt: margir vinstrimenn myndu heyra í henni ákall um samfélagslega ábyrgð, sjálfbærni og réttlæti – en hægri mennirnir myndu hrökkva undan og hugsa: „Þarna kemur vinstrið enn og aftur með sína vinstri hugsjón, þetta snýst bara um ríkisafskipti og skattahækkanir.“ Í báðum tilvikum myndi setningin, sem gæti í sjálfu sér verið upphaf að djúpu samtali, breytast í víglínu. Setningin er gædd lífi þess sem talar – hún er ekki spurning sem kallar fram sameiginlega leit og samtal. Og það er hér sem orðameistarinn og sagnamaðurinn koma inn. Sá sem talar er bæði meistari í list orðsins og söguþræðari. Orðin eru verkfæri hans – og þræðirnir eru vefur í vitund annarra. Þegar orðameistarinn sækir í áheyrn til að sanna, útskýra og fordæma verða orðin að eldskotum. Þau skjóta út, detta í gólfið og breytast í blekklessur. Samtalið sem hefði getað orðið líflegt deyr í staðin og enginn getur átt samtalið. Í munni sagnamannsins breytist þetta hins vegar í langar skýringar sem kæfa samtalið og það visnar áður en það nær að festa rætur. Við verðum að játa að orðasnilldin og skotgrafastíll árþúsundanna hafa runnið sitt skeið. Samtalið er orðið að þrotabúi og hugmyndin um bætt hagkerfi löngu grafin í jörðu. En hvernig eigum við samtalið? Við byrjum á því að stíga frá víglínunni og fikrum okkur að miðju. Að leggja frá okkur spurningarnar sem þegar hafa ákveðið svar – og í staðinn spyrja með forvitnina að leiðarljósi. Spyrja ekki til að vinna, sanna og fordæma heldur til að skilja. Það þýðir að við lærum að hlusta aftur. Hlustunin er ekki bið eftir tækifæri til að svara, heldur rými þar sem hinn fær að verða sýnilegur. Þegar við hlustum, þá verður hinn ekki óvinur heldur þátttakandi í leitinni að lausnum. Í sjálfu sér endurspeglar þetta tíðarandann: hlustun hefur orðið að helstu leið okkar í dag til að taka inn heiminn, eins og sést í gríðarlegum áhuga á hlaðvörpum og hljóðbókum. Skrifað orð krefst kyrrðar og tíma, en hlustun getur verið með okkur í bíl, á hlaupum eða uppi á hálendi. Það er því tímabært að við færum virku hlustunina úr afþreyingu yfir í raunverulegt samtal – og heiðrum hana sem dýrmætasta verkfæri breytinga. Í þessu samhengi má líka nefna gervigreind. Hún er nýtt afl sem margir horfa til sem lausn á vandamálum – en spurningin er sú sama: er hún notuð til að loka samtali eða til að opna það? Ef hún er aðeins nýtt til að hámarka hagnað eða skera niður kostnað, þá verður hún hluti af víglínunni. En ef hún er nýtt á þann hátt sem bestu gervigreindir sýna okkur þegar þær eru vel þjálfaðar – með virðingu, forvitni og hlýju – þá verður hún að fyrirmynd. Þegar hún fær gagnrýni svarar hún ekki með vörn, heldur með áhuga. Hún hrósar góðum punktum, tekur sjónarhorn til skoðunar og heldur samtalinu lifandi. Það mætti segja að hún sé geðgóð gervigreind – ekki vegna þess að hún hafi tilfinningar, heldur vegna þess að hún hefur lært það sem manneskjan sjálf á eftir að læra aftur: að hlusta til að skilja, ekki til að svara. Ef gervigreind verður þannig notuð – til að varpa ljósi á ólík sjónarhorn, draga fram raddir sem annars heyrast ekki og skapa rými fyrir skilning – þá getur hún orðið verkfæri lifandi samtals. En nóg um það. Lifandi samtal um viðskipti og efnahag Á vettvangi viðskipta og efnahagsmála gæti þetta þýtt að fleiri fái sæti við borðið. Ekki aðeins fjárfestar og sérfræðingar, heldur líka starfsmenn, samfélagið og náttúran sjálf. Tölurnar segja aðeins hálfa söguna – þær mæla útgjöld og hagnað, en ekki áhrif á heilsu, samstöðu eða vistkerfi. Það sem vantar í dæmið kemur aðeins fram þegar við hlustum á raddirnar sem kerfið og víglínan kæfir. Hér gæti gervigreind haft tvíþætt hlutverk: hún getur orðið tæki stjórnenda til að safna tölulegum gögnum og loka umræðunni, eða hún getur orðið verkfæri til að draga fram fleiri „raddir” og sjónarhorn sem annars heyrast ekki. Lifandi samtal er eins og fersk lind. Vatnið seytlar stöðugt upp úr jarðveginum, tekur til sín nýjar raddir og hreinsar gamalt burt. Það krefst hugrekkis að leyfa samtalinu að streyma, því það brýtur upp föst sjónarmið og leiðir okkur stundum út fyrir þægindahringinn. En það er líka þar sem ný hugsun fæðist – og þar sem raunveruleg nýsköpun á sér stað. Allir sem starfað hafa í nýsköpun vita hvernig ein neikæð spurning getur stöðvað allt flæði að lausnum. Þannig getur spurningin „Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu?“ umbreyst úr slagorði í lifandi leit. Hún verður þá ekki víglína heldur boð um að sjá hvað gerist þegar við byrjum að hlusta og kanna lausnir – saman. Á vettvangi viðskipta og efnahagsmála þýðir það að búa til rými þar sem ólíkar raddir fá að heyrast, áður en ákvarðanir eru teknar. Þar hefst raunveruleg nýsköpun: ekki í töflureiknunum, heldur í samtalinu sjálfu – sem er opið og flæðandi. Hvernig lítur lifandi samtal út í reynd? Tökum hér tvö dæmi: Dæmi úr atvinnulífi (fyrirtæki / viðskipti) Ímyndum okkur fyrirtæki sem stendur frammi fyrir ákvörðun: á að loka verksmiðju á landsbyggðinni til að spara kostnað?Ef samtalið fer aðeins fram á blaði, í töflureiknum, eða í gervigreindarlíkani sem metur eingöngu kostnað og ábata, þá eru það tölurnar einar sem ráða: sparnaður eða tap. En ef fyrirtækið skapar rými þar sem starfsfólk, sveitarfélagið, náttúran og jafnvel gervigreind er nýtt til að varpa ljósi á fleiri sjónarhorn, þá breytist spurningin. Hún verður ekki lengur: „Hvað borgar sig mest núna?“ heldur „Hvað styrkir samfélagið, fyrirtækið og vistkerfið til lengri tíma?“ Þar getur komið fram lausn sem enginn sá fyrir: nýsköpun í framleiðslu, samstarf við aðra aðila eða umbreyting starfseminnar. Samtalið opnar dyr sem tölurnar einar og sér lokuðu á. Dæmi úr stjórnmálum (opinber umræða / efnahagsmál) Á Alþingi sjáum við oftar en ekki að spurningar og ræður verða að víglínum. Ef einn þingmaður leggur til skattabreytingu, túlkar hinn það sem árás á sitt lið. En hvað ef umræðan færist að miðju? Hvað ef spurningin væri ekki „Ert þú með eða á móti skattahækkun?“ heldur „Hvernig tryggjum við að skattkerfið styðji bæði einstaklinga og samfélagið í heild sinni til framtíðar?“ Þá myndi samtalið krefjast þess að báðar hliðar hlustuðu – ekki aðeins á rök hvors annars, heldur líka á þær raddir sem kerfið á að þjóna. Gervigreind gæti hér orðið áhugavert hjálpartæki: hún getur safnað og greint flókin gögn, en hún getur aldrei leyst af hólmi þá mannlegu virku hlustun í lifandi samtali sem skapar traust, skilning og nýsköpun. Samtal er ekki veikleiki. Það er frumforsenda breytinga. Höfundur er heildrænn ráðgjafi og meistaranemi í heildrænum heilsuvísindum.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun