Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Atli Ísleifsson skrifar 6. nóvember 2025 07:59 Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar, segir ákvörðun Fjarskiptastofu vera óásættanlega. Sýn/Vísir/Vilhelm Stjórn Sýnar hefur falið lögmönnum félagsins að hefja undirbúning að málshöfðun fyrir dómstólum vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu að skylda félaginu að veita áskrifendum Símans aðgang að línulegu efni og þar með talið Enska boltanum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sýn. Þar segir að að mikilvægum áfanga hafi þó verið náð í ágreiningsmálinu við Símann í gær eftir að Fjarskiptastofa féllst í ákvörðun sinni á grundvallarsjónarmið félagsins um aðferðafræði við verðlagningu á sjónvarpsefni. „Ákvörðun stofnunarinnar staðfestir jafnframt þá framtíðarsýn Sýnar að tækniþróun á sjónvarpsmarkaði sé óðfluga á leið frá lokuðum myndlyklakerfum yfir í opnar og aðgengilegar OTT-lausnir (smáforrit - App). Þrátt fyrir þessa afmörkuðu jákvæðu þætti veldur endanleg efnisniðurstaða Fjarskiptastofu, sem skyldar Sýn til að veita Símanum aðgang að línulegu íþróttaefni sínu um lokað sjónvarpsdreifikerfi Símans, verulegum vonbrigðum. Sú niðurstaða gengur þvert á markmið um nýsköpun, virka samkeppni og neytendahagsmuni. Stjórn Sýnar hefur því falið lögmönnum félagsins að hefja undirbúning að málshöfðun fyrir dómstólum,“ segir í tilkynningunni. Fjarskiptastofa hefur ekki birt ákvörðun sína. Eftir ákvörðun Fjarskiptastofu frá í ágúst vísaði Sýn málinu til úrskurðanefndar fjarskipta- og póstmála sem komst að þeirri niðurstöðu um að stytta verulega gildistíma bráðabirgðaákvörðunar Fjarskiptastofu í málinu. Þar var fallist á kröfu Sýnar að hluta. Óásættanleg niðurstaða og þrengir að eignaréttindum Haft er eftir Herdísi Dröfn Fjeldsted, forstjóra Sýnar, að ákvörðun Fjarskiptastofu sé óásættanleg þar sem hún þrengi að atvinnufrelsi og eignaréttindum Sýnar. „Þannig eru inngrip Fjarskiptastofu að koma í veg fyrir heilbrigða samkeppni og stuðla að markaðsráðandi keppinautur viðhaldi eða styrki stöðu sína. Af þeim sökum höfum við ákveðið að leita til dómstóla. Við hvetjum viðskiptavini til að kynna sér þær leiðir sem Sýn býður upp á til að neyta sjónvarpsefnis og fjarskipta frá Sýn. Með því að nýta þessar leiðir eru neytendur að styðja við virka samkeppni og fjölbreyttara efnisframboð,“ er haft eftir Herdísi. Hafna að verð skuli byggt á ímynduðu smásöluverði Í tilkynningunni er tekið fram að Sýn sé ekki skylt að dreifa streymisveitunum SÝN+, Viaplay eða ólínulegu efni frá SÝN Sport á lokuðu kerfi Símans. „Það er því mikilvægt að hafa í huga fyrir neytendur að pakkarnir sem Síminn býður eru langt frá því að vera sambærilegir. Hjá Símanum er eingöngu boðið upp á línulegu rásirnar SÝN, SÝN Sport og undirstöðvar. Áfangasigur Í ákvörðun sinni hafnaði Fjarskiptastofa alfarið kröfu Símans um að endurgjald fyrir flutningsrétt skyldi byggja á „ímynduðu smásöluverði“ og veittum afslætti af því. Þess í stað féllst stofnunin að öllu leyti á kröfu Sýnar um að beita bæri viðurkenndri aðferðafræði sem byggir á kostnaði við öflun efnis að viðbættri sanngjarnri álagningu. Fjarskiptastofa telur þá aðferð fela í sér „meira meðalhóf gagnvart Sýn“. Þetta tryggir að verðlagning byggir á raunverulegum og málefnalegum forsendum en ekki tilbúnum útreikningum keppinautar. Nýsköpun og hagsmunir neytenda í húfi Sýn bauð Símanum, líkt og öðrum samstarfsaðilum, aðgang að öllu sínu framúrskarandi sjónvarpsefni í gegnum app. Slík lausn er í fullu samræmi við markmið laga um að rjúfa tengsl efnis og dreifikerfa og stuðla að virkri samkeppni. Það er því miður ljóst að ákvörðun Fjarskiptastofu gengur gegn þessum markmiðum. Hún heftir nýsköpun og þjónar sérhagsmunum markaðsráðandi fyrirtækis á kostnað neytenda og framþróunar á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Ákvörðunin grefur undan heilbrigðri samkeppni og hvata til þess að taka áhættu í kaupum á íslensku og erlendu íþróttaefni á viðskiptalegum forsendum,“ segir í tilkynningunni. Vísir er í eigu Sýnar. Sýn Fjölmiðlar Fjarskipti Síminn Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sýn. Þar segir að að mikilvægum áfanga hafi þó verið náð í ágreiningsmálinu við Símann í gær eftir að Fjarskiptastofa féllst í ákvörðun sinni á grundvallarsjónarmið félagsins um aðferðafræði við verðlagningu á sjónvarpsefni. „Ákvörðun stofnunarinnar staðfestir jafnframt þá framtíðarsýn Sýnar að tækniþróun á sjónvarpsmarkaði sé óðfluga á leið frá lokuðum myndlyklakerfum yfir í opnar og aðgengilegar OTT-lausnir (smáforrit - App). Þrátt fyrir þessa afmörkuðu jákvæðu þætti veldur endanleg efnisniðurstaða Fjarskiptastofu, sem skyldar Sýn til að veita Símanum aðgang að línulegu íþróttaefni sínu um lokað sjónvarpsdreifikerfi Símans, verulegum vonbrigðum. Sú niðurstaða gengur þvert á markmið um nýsköpun, virka samkeppni og neytendahagsmuni. Stjórn Sýnar hefur því falið lögmönnum félagsins að hefja undirbúning að málshöfðun fyrir dómstólum,“ segir í tilkynningunni. Fjarskiptastofa hefur ekki birt ákvörðun sína. Eftir ákvörðun Fjarskiptastofu frá í ágúst vísaði Sýn málinu til úrskurðanefndar fjarskipta- og póstmála sem komst að þeirri niðurstöðu um að stytta verulega gildistíma bráðabirgðaákvörðunar Fjarskiptastofu í málinu. Þar var fallist á kröfu Sýnar að hluta. Óásættanleg niðurstaða og þrengir að eignaréttindum Haft er eftir Herdísi Dröfn Fjeldsted, forstjóra Sýnar, að ákvörðun Fjarskiptastofu sé óásættanleg þar sem hún þrengi að atvinnufrelsi og eignaréttindum Sýnar. „Þannig eru inngrip Fjarskiptastofu að koma í veg fyrir heilbrigða samkeppni og stuðla að markaðsráðandi keppinautur viðhaldi eða styrki stöðu sína. Af þeim sökum höfum við ákveðið að leita til dómstóla. Við hvetjum viðskiptavini til að kynna sér þær leiðir sem Sýn býður upp á til að neyta sjónvarpsefnis og fjarskipta frá Sýn. Með því að nýta þessar leiðir eru neytendur að styðja við virka samkeppni og fjölbreyttara efnisframboð,“ er haft eftir Herdísi. Hafna að verð skuli byggt á ímynduðu smásöluverði Í tilkynningunni er tekið fram að Sýn sé ekki skylt að dreifa streymisveitunum SÝN+, Viaplay eða ólínulegu efni frá SÝN Sport á lokuðu kerfi Símans. „Það er því mikilvægt að hafa í huga fyrir neytendur að pakkarnir sem Síminn býður eru langt frá því að vera sambærilegir. Hjá Símanum er eingöngu boðið upp á línulegu rásirnar SÝN, SÝN Sport og undirstöðvar. Áfangasigur Í ákvörðun sinni hafnaði Fjarskiptastofa alfarið kröfu Símans um að endurgjald fyrir flutningsrétt skyldi byggja á „ímynduðu smásöluverði“ og veittum afslætti af því. Þess í stað féllst stofnunin að öllu leyti á kröfu Sýnar um að beita bæri viðurkenndri aðferðafræði sem byggir á kostnaði við öflun efnis að viðbættri sanngjarnri álagningu. Fjarskiptastofa telur þá aðferð fela í sér „meira meðalhóf gagnvart Sýn“. Þetta tryggir að verðlagning byggir á raunverulegum og málefnalegum forsendum en ekki tilbúnum útreikningum keppinautar. Nýsköpun og hagsmunir neytenda í húfi Sýn bauð Símanum, líkt og öðrum samstarfsaðilum, aðgang að öllu sínu framúrskarandi sjónvarpsefni í gegnum app. Slík lausn er í fullu samræmi við markmið laga um að rjúfa tengsl efnis og dreifikerfa og stuðla að virkri samkeppni. Það er því miður ljóst að ákvörðun Fjarskiptastofu gengur gegn þessum markmiðum. Hún heftir nýsköpun og þjónar sérhagsmunum markaðsráðandi fyrirtækis á kostnað neytenda og framþróunar á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Ákvörðunin grefur undan heilbrigðri samkeppni og hvata til þess að taka áhættu í kaupum á íslensku og erlendu íþróttaefni á viðskiptalegum forsendum,“ segir í tilkynningunni. Vísir er í eigu Sýnar.
Sýn Fjölmiðlar Fjarskipti Síminn Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Sjá meira