Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. nóvember 2025 13:33 Bílakaup, netspilavíti og rafmyntir. Mennirnir fóru ýmsar leiðir til að eyða nýfengnum gróða með millifærslum á milli reikninga. Vísir/Sara Karlmennirnir fimm sem sviku hundruð milljóna króna út úr Landsbankanum virðast fæstir hafa hugsað glæpinn til enda. En í skamma stund lifðu þeir sem kóngar, léku sér í spilavítum á netinu og keyptu sér flotta bíla. Líklegt er að handritshöfundar Áramótaskaupsins hafi ákveðið að hittast á neyðarfundi þegar málið kom upp en það er í meira lagi óvenjulegt og sumir myndu segja kómískt. Villa hjá Reiknistofu bankanna gerði mönnunum kleift að millifæra af einum reikningi yfir á annan og margfalda þannig upphæðir sínar því upphaflega upphæðin hvarf ekki af upphaflega reikningnum. Með endurteknum millifærslum safnaðist saman meiri og meiri peningur. Mögulega algjör tilviljun Samkvæmt heimildum Vísis er það frásögn mannanna að villan hafi uppgötvast fyrir tilviljun. Einn þeirra hafi meira að segja haft samband við viðskiptabanka sinn, bent á að við millifærslu hafi peningurinn ekki farið af reikningi sínum en ekki fengið afgerandi svör frá bankanum. Sólarhring eða tveimur síðar, þegar maðurinn millifærði aftur, endurtók leikurinn sig. Veikleikinn var enn til staðar. Upphaflega var talið að villan hjá Reiknistofu bankanna hefði aðeins verið í nokkra daga en nú hefur lögregla til skoðunar mun lengra tímabil, vikur eða mánuði. Hvað varð til þess að Landsbankinn uppgötvaði peningalekann síðastliðinn föstudag liggur ekki ljóst fyrir. Ekki heldur nákvæmlega hve lengi gallinn var. Forstjórarnir þegja Þannig hafa Lilja Björk Einarsdóttir, forstjóri Landsbankans, og Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri Reiknistofu bankanna, alfarið hafnað viðtalsbeiðnum Vísis og annarra fjölmiðla undanfarna viku. Þær hafa meðal annars vísað til þess að málið sé til rannsóknar hjá lögreglu. Lilja Björk Einarsdóttir er bankastjóri Landsbankans. Þjófarnir stálu 390 milljónum króna af bankanum. Hún hefur hafnað viðtalsbeiðnum fjölmiðla vegna málsins.Vísir/Vilhelm Þegar vísað er til þess að mál séu til rannsóknar hjá lögreglu er það venjulega vegna þess að þau eru á viðkvæmu stigi rannsóknar og ekki gott að spilla rannsóknarhagsmunum. Þeir hagsmunir virðast ekki vera mjög miklir að mati Héraðsdóms Reykjavíkur og Landsréttar sem höfnuðu beiðni lögreglu um gæsluvarðhald yfir hinum grunuðu á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri Reiknistofu bankanna, hefur ekki orðið við beiðnum fjölmiðla um viðtal vegna málsins. Ýmislegt varðandi villuna hjá bankanum er enn á huldu. Lögregla hefur til þessa ekki útskýrt villuna og má merkja á svörum hennar að hún telji það hlutverk Reiknistofu bankanna að svara fyrir gallann sem varð til þess að minnsta kosti fimm karlmenn höfðu um 390 milljónir króna af Landsbankanum og 10 milljónir af Arion banka. Íslandsbanki hefur ekki fundið dæmi um svik enn sem komið er. Því hefur verið velt upp hvort hægt hefði verið að svíkja mun hærri fjárhæðir út úr bönkunum hefði vitneskja um villuna í kerfi Reiknistofu bankanna verið útbreiddari og fleiri nýtt sér hana. Enginn vitorðsmaður Lögregla er með fleiri en fimmmenningana sem sæta farbanni undir grun. Mennirnir fimm eru á þrítugs- og fertugsaldri og sá yngsti rétt yfir tvítugu. Bæði er um að ræða íslenska og erlenda ríkisborgara en flestir þeirra eru búsettir hér á landi og hafa verið í lengri tíma. Þeir virðast ekki vera með nokkrum hætti sérfróðir þegar kemur að tölvu- eða bankamálum enda bendir ekkert til þess að nokkur hökkun hafi átt sér stað. Þá segir Reiknistofa bankanna ekkert benda til þess að þeir hafi átt sér vitorðsmann innan bankans. Í augnablikinu virðist vera algjör tilviljun að mennirnir hafi uppgötvað villuna í bankakerfinu. Freistingin hefur vafalítið verið mikil að geta margfaldað fjárhagslega eign sína með þessum hætti. Aftur á móti má telja með ólíkindum að mennirnir hafi talið sig geta komist upp með glæpinn. Hver millifærsla innan bankakerfisins er merkt með nafni og kennitölu. Sporin eru því nokkuð augljós þótt óvíst sé hvort bankarnir nái að endurheimta allar fjögur hundruð milljónirnar. Glæsikerrur og spilavíti Þegar síðast fréttist hafði tekist að endurheimta um 250 milljónir króna. Þar á meðal eru fimm bílar sem nú eru í vörslu lögreglunnar. Heildarvirði þeirra er 40 milljónir. Vísir fjallaði um litáískan karlmann búsettan á Íslandi í gær sem hafði ekki getað notað bankareikninga sína í fimm daga eftir að hafa selt einum sakborninganna breyttan Nissan Patrol-jeppa á rúmar fimm milljónir. Greitt var úr vanda hans í gær. Samkvæmt heimildum Vísis keyptu sakborningarnir líka Ferrari-bíl, Teslu og þá að minnsta kosti tvo flotta bíla til viðbótar. Nokkrir þeirra nýttu nýfengna peninga til að veðja í spilavítum á netinu og þá mun einn þeirra hafa keypt rafmynt fyrir peningana. Um tíma lifðu þeir því eins og kóngar með næga peninga á milli handanna. Einn heimildarmaður fréttastofu sem þekkir vel til málsins líkti því við atriði í Englum alheimsins þegar sögupersónurnar fundu sniðuga leið til að gera vel við sig í mat og drykk á flottasta stað bæjarins, Grillinu á Hótel Sögu, án þess að vera með krónu í vasanum. Þá gátu söguhetjurnar reyndar látið hringja á leigubíl, skutla sér á Klepp og eftirmálarnir voru ekki miklir. Fimmmenningarnir eiga aftur á móti yfir höfði sér fangelsisdóm verði þeir fundnir sekir um þjófnað. Hvort einhver þeirra hafi náð að koma peningum undan, hvort um skipulagt brot þeirra á milli hafi verið að ræða og hvort fleira fólk, jafnvel utan landsteinanna, hafi komið að svikunum er áfram til rannsóknar hjá lögreglu sem lítur málið mjög alvarlegum augum. Veistu meira um málið? Eða ertu með fréttnæma ábendingu? Ekki hika við að senda okkur fréttaskot, nafnlaust eða undir nafni, með því að smella hér. Sviku milljónir af Landsbankanum Lögreglumál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Sjá meira
Líklegt er að handritshöfundar Áramótaskaupsins hafi ákveðið að hittast á neyðarfundi þegar málið kom upp en það er í meira lagi óvenjulegt og sumir myndu segja kómískt. Villa hjá Reiknistofu bankanna gerði mönnunum kleift að millifæra af einum reikningi yfir á annan og margfalda þannig upphæðir sínar því upphaflega upphæðin hvarf ekki af upphaflega reikningnum. Með endurteknum millifærslum safnaðist saman meiri og meiri peningur. Mögulega algjör tilviljun Samkvæmt heimildum Vísis er það frásögn mannanna að villan hafi uppgötvast fyrir tilviljun. Einn þeirra hafi meira að segja haft samband við viðskiptabanka sinn, bent á að við millifærslu hafi peningurinn ekki farið af reikningi sínum en ekki fengið afgerandi svör frá bankanum. Sólarhring eða tveimur síðar, þegar maðurinn millifærði aftur, endurtók leikurinn sig. Veikleikinn var enn til staðar. Upphaflega var talið að villan hjá Reiknistofu bankanna hefði aðeins verið í nokkra daga en nú hefur lögregla til skoðunar mun lengra tímabil, vikur eða mánuði. Hvað varð til þess að Landsbankinn uppgötvaði peningalekann síðastliðinn föstudag liggur ekki ljóst fyrir. Ekki heldur nákvæmlega hve lengi gallinn var. Forstjórarnir þegja Þannig hafa Lilja Björk Einarsdóttir, forstjóri Landsbankans, og Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri Reiknistofu bankanna, alfarið hafnað viðtalsbeiðnum Vísis og annarra fjölmiðla undanfarna viku. Þær hafa meðal annars vísað til þess að málið sé til rannsóknar hjá lögreglu. Lilja Björk Einarsdóttir er bankastjóri Landsbankans. Þjófarnir stálu 390 milljónum króna af bankanum. Hún hefur hafnað viðtalsbeiðnum fjölmiðla vegna málsins.Vísir/Vilhelm Þegar vísað er til þess að mál séu til rannsóknar hjá lögreglu er það venjulega vegna þess að þau eru á viðkvæmu stigi rannsóknar og ekki gott að spilla rannsóknarhagsmunum. Þeir hagsmunir virðast ekki vera mjög miklir að mati Héraðsdóms Reykjavíkur og Landsréttar sem höfnuðu beiðni lögreglu um gæsluvarðhald yfir hinum grunuðu á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri Reiknistofu bankanna, hefur ekki orðið við beiðnum fjölmiðla um viðtal vegna málsins. Ýmislegt varðandi villuna hjá bankanum er enn á huldu. Lögregla hefur til þessa ekki útskýrt villuna og má merkja á svörum hennar að hún telji það hlutverk Reiknistofu bankanna að svara fyrir gallann sem varð til þess að minnsta kosti fimm karlmenn höfðu um 390 milljónir króna af Landsbankanum og 10 milljónir af Arion banka. Íslandsbanki hefur ekki fundið dæmi um svik enn sem komið er. Því hefur verið velt upp hvort hægt hefði verið að svíkja mun hærri fjárhæðir út úr bönkunum hefði vitneskja um villuna í kerfi Reiknistofu bankanna verið útbreiddari og fleiri nýtt sér hana. Enginn vitorðsmaður Lögregla er með fleiri en fimmmenningana sem sæta farbanni undir grun. Mennirnir fimm eru á þrítugs- og fertugsaldri og sá yngsti rétt yfir tvítugu. Bæði er um að ræða íslenska og erlenda ríkisborgara en flestir þeirra eru búsettir hér á landi og hafa verið í lengri tíma. Þeir virðast ekki vera með nokkrum hætti sérfróðir þegar kemur að tölvu- eða bankamálum enda bendir ekkert til þess að nokkur hökkun hafi átt sér stað. Þá segir Reiknistofa bankanna ekkert benda til þess að þeir hafi átt sér vitorðsmann innan bankans. Í augnablikinu virðist vera algjör tilviljun að mennirnir hafi uppgötvað villuna í bankakerfinu. Freistingin hefur vafalítið verið mikil að geta margfaldað fjárhagslega eign sína með þessum hætti. Aftur á móti má telja með ólíkindum að mennirnir hafi talið sig geta komist upp með glæpinn. Hver millifærsla innan bankakerfisins er merkt með nafni og kennitölu. Sporin eru því nokkuð augljós þótt óvíst sé hvort bankarnir nái að endurheimta allar fjögur hundruð milljónirnar. Glæsikerrur og spilavíti Þegar síðast fréttist hafði tekist að endurheimta um 250 milljónir króna. Þar á meðal eru fimm bílar sem nú eru í vörslu lögreglunnar. Heildarvirði þeirra er 40 milljónir. Vísir fjallaði um litáískan karlmann búsettan á Íslandi í gær sem hafði ekki getað notað bankareikninga sína í fimm daga eftir að hafa selt einum sakborninganna breyttan Nissan Patrol-jeppa á rúmar fimm milljónir. Greitt var úr vanda hans í gær. Samkvæmt heimildum Vísis keyptu sakborningarnir líka Ferrari-bíl, Teslu og þá að minnsta kosti tvo flotta bíla til viðbótar. Nokkrir þeirra nýttu nýfengna peninga til að veðja í spilavítum á netinu og þá mun einn þeirra hafa keypt rafmynt fyrir peningana. Um tíma lifðu þeir því eins og kóngar með næga peninga á milli handanna. Einn heimildarmaður fréttastofu sem þekkir vel til málsins líkti því við atriði í Englum alheimsins þegar sögupersónurnar fundu sniðuga leið til að gera vel við sig í mat og drykk á flottasta stað bæjarins, Grillinu á Hótel Sögu, án þess að vera með krónu í vasanum. Þá gátu söguhetjurnar reyndar látið hringja á leigubíl, skutla sér á Klepp og eftirmálarnir voru ekki miklir. Fimmmenningarnir eiga aftur á móti yfir höfði sér fangelsisdóm verði þeir fundnir sekir um þjófnað. Hvort einhver þeirra hafi náð að koma peningum undan, hvort um skipulagt brot þeirra á milli hafi verið að ræða og hvort fleira fólk, jafnvel utan landsteinanna, hafi komið að svikunum er áfram til rannsóknar hjá lögreglu sem lítur málið mjög alvarlegum augum. Veistu meira um málið? Eða ertu með fréttnæma ábendingu? Ekki hika við að senda okkur fréttaskot, nafnlaust eða undir nafni, með því að smella hér.
Veistu meira um málið? Eða ertu með fréttnæma ábendingu? Ekki hika við að senda okkur fréttaskot, nafnlaust eða undir nafni, með því að smella hér.
Sviku milljónir af Landsbankanum Lögreglumál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Sjá meira