Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar 10. nóvember 2025 08:03 Tveimur árum eftir að bærinn var rýmdur brennur sársaukinn enn í minningunni – en líka vonin, samhugurinn og styrkurinn sem gerir Grindavík að Grindavík. Í dag eru liðin tvö ár frá því að Grindavík var rýmd. Þessi dagur brennur í minni okkar Grindvíkinga. Við munum eftir nóttinni þegar ljósin slökknuðu, þegar heimilin urðu að óvissu og við stóðum frammi fyrir því sem enginn hafði ímyndað sér – að yfirgefa bæinn okkar. Þessi reynsla hefur markað okkur, tekið sinn toll og hún mun fylgja okkur lífsleiðina. En í dag minnum við okkur líka á allt það sem lifir –á vonina sem hefur fest rætur í hjörtum okkar þrátt fyrir allt, og leiðir okkur áfram inn í það sem koma skal.Því Grindavík lifir. Hún lifir í fólkinu sem heldur atvinnulífinu gangandi, í íþróttahreyfingunni sem sameinar okkur og gleður, í kvenfélaginu sem stendur vörð um hefðirnar, í björgunarsveitinni sem aldrei hikar og í vinahópum og fjölskyldum sem halda í grindvískar rætur og samhug.Hún lifir í öllum þeim sem ákveða, dag eftir dag, að byggja upp Grindavík þrátt fyrir breyttar aðstæður. Grindavík var og er alltaf einstök. Grindavík lifði og lifir líka utan landamæra sinna sem og í Grindavík. Því það sem gerir Grindavík að Grindavík eru ekki húsin sem standa nú mörg hver auð. – Grindavík er fólkið, samfélagið, samkenndin og gulu og bláu hjörtun.Við Grindvíkingar erum eins og geitin sem lengi hefur verið tákn bæjarins– harðger, aðlögunarhæf og úrræðagóð. Við höfum staðið á grýttum stöðum og fundið jafnvægi þegar allt skelfur í kringum okkur. Við höfum sýnt seiglu og hugrekki til að feta nýjar leiðir og samkennd til að halda í hvert annað þegar mest á reynir. Þetta eru ekki bara einkenni táknsins okkar, þetta eru einkenni okkar íbúa. Þannig höfum við haldið samfélaginu lifandi og haldið tengslum milli okkar þrátt fyrir allt sem á okkur hefur dunið og þær fjarlægðir sem skyndilega mynduðust á milli okkar. Í dag eru Grindvíkingar dreifðir um Ísland, eins og neistar úr sama eldi sem tengja okkur saman. Í dag er líka Grindavík byrjuð að byggjast upp á ný og iðar af lífi og orku. Grindvíkingar gegna þar lykilhlutverki með þátttöku sinni á fjölbreyttan hátt við uppbygginguna. ---- Þegar á reynir, þá stendur samfélagið á herðum margra.Það verður ekki til í orðum, heldur í verkum.Í höndum sem hjálpast að, í þrautseigju þeirra sem mæta dag eftir dag. Því hvert verk, hvert handtak og hver von skiptir máli. ---- Höfundur er Grindvíkingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Tveimur árum eftir að bærinn var rýmdur brennur sársaukinn enn í minningunni – en líka vonin, samhugurinn og styrkurinn sem gerir Grindavík að Grindavík. Í dag eru liðin tvö ár frá því að Grindavík var rýmd. Þessi dagur brennur í minni okkar Grindvíkinga. Við munum eftir nóttinni þegar ljósin slökknuðu, þegar heimilin urðu að óvissu og við stóðum frammi fyrir því sem enginn hafði ímyndað sér – að yfirgefa bæinn okkar. Þessi reynsla hefur markað okkur, tekið sinn toll og hún mun fylgja okkur lífsleiðina. En í dag minnum við okkur líka á allt það sem lifir –á vonina sem hefur fest rætur í hjörtum okkar þrátt fyrir allt, og leiðir okkur áfram inn í það sem koma skal.Því Grindavík lifir. Hún lifir í fólkinu sem heldur atvinnulífinu gangandi, í íþróttahreyfingunni sem sameinar okkur og gleður, í kvenfélaginu sem stendur vörð um hefðirnar, í björgunarsveitinni sem aldrei hikar og í vinahópum og fjölskyldum sem halda í grindvískar rætur og samhug.Hún lifir í öllum þeim sem ákveða, dag eftir dag, að byggja upp Grindavík þrátt fyrir breyttar aðstæður. Grindavík var og er alltaf einstök. Grindavík lifði og lifir líka utan landamæra sinna sem og í Grindavík. Því það sem gerir Grindavík að Grindavík eru ekki húsin sem standa nú mörg hver auð. – Grindavík er fólkið, samfélagið, samkenndin og gulu og bláu hjörtun.Við Grindvíkingar erum eins og geitin sem lengi hefur verið tákn bæjarins– harðger, aðlögunarhæf og úrræðagóð. Við höfum staðið á grýttum stöðum og fundið jafnvægi þegar allt skelfur í kringum okkur. Við höfum sýnt seiglu og hugrekki til að feta nýjar leiðir og samkennd til að halda í hvert annað þegar mest á reynir. Þetta eru ekki bara einkenni táknsins okkar, þetta eru einkenni okkar íbúa. Þannig höfum við haldið samfélaginu lifandi og haldið tengslum milli okkar þrátt fyrir allt sem á okkur hefur dunið og þær fjarlægðir sem skyndilega mynduðust á milli okkar. Í dag eru Grindvíkingar dreifðir um Ísland, eins og neistar úr sama eldi sem tengja okkur saman. Í dag er líka Grindavík byrjuð að byggjast upp á ný og iðar af lífi og orku. Grindvíkingar gegna þar lykilhlutverki með þátttöku sinni á fjölbreyttan hátt við uppbygginguna. ---- Þegar á reynir, þá stendur samfélagið á herðum margra.Það verður ekki til í orðum, heldur í verkum.Í höndum sem hjálpast að, í þrautseigju þeirra sem mæta dag eftir dag. Því hvert verk, hvert handtak og hver von skiptir máli. ---- Höfundur er Grindvíkingur.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar