Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar 6. nóvember 2025 22:02 Húsnæðismarkaðurinn hefur tekið gríðarlegum breytingum síðustu ár og er í miklu ójafnvægi. Það hefur ekki verið byggt í takti við fjölgun íbúa en það eru líka aðrir drifkraftar sem hafa haft sitt að segja um þá stöðu sem upp er komin. Áskoranirnar eru af ýmsum toga. Háir vextir og verðbólga. Innviðagjöld sveitarfélaga. Airbnb-væðingin. Það er ekki byggt í takt við þarfir markaðarins sem hefur valdið því að margar dýrar íbúðir seljast ekki þar sem fólk hefur ekki efni á þeim. Það vantar sárlega hagkvæmt húsnæði. Verð á húsnæði hefur hækkað verulega og gert kaup íbúðum sem sérlega vænan fjárfestingarkost. Íbúaverð hefur hækkað um meira en 150% á síðustu 10 árum. Sú hækkun er langt umfram verðbólgu á þeim tíma. Engin töfralausn í boði Húsnæðismálin verða ekki leyst með einni kviss bamm búmm aðgerð. Beita þarf fjölmörgum aðgerðum til að ná tökum á húnsæðismarkaðnum. Ein af þeim aðgerðum sem nýkynntur húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar felur í sér er að draga úr hvata til að safna að sér íbúðum. Það er gert með t.d. því að draga úr skattfrelsi söluhagnaðar þeirra sem eiga margar íbúðir og minnka skattaaflátt leigutekna. Þessi aðgerð er til þess fallin að draga úr hækkunum á húsnæðismarkaði og fjölga íbúðum í eigu einstaklinga sem búa þar sjálfir. Íbúðir nýtist sem heimili fólks ekki fjárfestingarvara Hversu margar íbúðir þarf einstaklingur að eiga? Það geta legið fjölmargar eðlilegar ástæður fyrir því að fólk eigi tvær íbúðir, t.a.m. fólk sem er nýtekið saman og á hvort um sig sína íbúð eða foreldrar sem vilja forða fullorðnum börnum sínum frá himinháum leigumarkaði og fjárfesta í íbúð svo börn þeirra búi við húsnæðisöryggi. En færri góðar ástæður liggja fyrir því að eiga þrjár íbúðir nema til að græða á þeim. 7.645 íbúðir eru í eigu einstaklinga sem eiga þrjár íbúðir eða fleiri Alls eru 19.217 íbúðir í eigu einstaklinga sem eiga 2 íbúðir, en 7.645 íbúðir í eigu einstaklinga sem eiga 3 eða fleiri íbúðir. Þróunin síðustu ár hefur farið í þá átt að sífellt fleiri eru að sanka að sér íbúðum. Árið 2005 voru tæp 74% íbúða í eigu einstaklinga á markaðnum í eigu slíkra sem áttu eina íbúð. Nú er þetta hlutfall er komið niður í 64%. Við þorum og framkvæmum Síðasta ríkisstjórn stóð frammi fyrir áþekkum áskorunum á síðasta kjörtímabili og sat aðgerðarlítil á hlíðarlínunni í þeirri von að þetta myndi allt reddast. Aðgerðarleysi er ekki í boði og við verðum að þora að taka ákvarðanir. Fyrsti húsnæðispakkinn er risastór aðgerð til að takast á við stöðuna sem er uppi. Framboð mun aukast, fleiri íbúðir munu nýtast sem heimili og kerfi sem voru ekki að virka lifna aftur til lífsins. En við erum ekki hætt. Þetta er bara byrjunin og þegar er búið að boða næsta húsnæðispakka strax eftir áramót. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arna Lára Jónsdóttir Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Húsnæðismarkaðurinn hefur tekið gríðarlegum breytingum síðustu ár og er í miklu ójafnvægi. Það hefur ekki verið byggt í takti við fjölgun íbúa en það eru líka aðrir drifkraftar sem hafa haft sitt að segja um þá stöðu sem upp er komin. Áskoranirnar eru af ýmsum toga. Háir vextir og verðbólga. Innviðagjöld sveitarfélaga. Airbnb-væðingin. Það er ekki byggt í takt við þarfir markaðarins sem hefur valdið því að margar dýrar íbúðir seljast ekki þar sem fólk hefur ekki efni á þeim. Það vantar sárlega hagkvæmt húsnæði. Verð á húsnæði hefur hækkað verulega og gert kaup íbúðum sem sérlega vænan fjárfestingarkost. Íbúaverð hefur hækkað um meira en 150% á síðustu 10 árum. Sú hækkun er langt umfram verðbólgu á þeim tíma. Engin töfralausn í boði Húsnæðismálin verða ekki leyst með einni kviss bamm búmm aðgerð. Beita þarf fjölmörgum aðgerðum til að ná tökum á húnsæðismarkaðnum. Ein af þeim aðgerðum sem nýkynntur húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar felur í sér er að draga úr hvata til að safna að sér íbúðum. Það er gert með t.d. því að draga úr skattfrelsi söluhagnaðar þeirra sem eiga margar íbúðir og minnka skattaaflátt leigutekna. Þessi aðgerð er til þess fallin að draga úr hækkunum á húsnæðismarkaði og fjölga íbúðum í eigu einstaklinga sem búa þar sjálfir. Íbúðir nýtist sem heimili fólks ekki fjárfestingarvara Hversu margar íbúðir þarf einstaklingur að eiga? Það geta legið fjölmargar eðlilegar ástæður fyrir því að fólk eigi tvær íbúðir, t.a.m. fólk sem er nýtekið saman og á hvort um sig sína íbúð eða foreldrar sem vilja forða fullorðnum börnum sínum frá himinháum leigumarkaði og fjárfesta í íbúð svo börn þeirra búi við húsnæðisöryggi. En færri góðar ástæður liggja fyrir því að eiga þrjár íbúðir nema til að græða á þeim. 7.645 íbúðir eru í eigu einstaklinga sem eiga þrjár íbúðir eða fleiri Alls eru 19.217 íbúðir í eigu einstaklinga sem eiga 2 íbúðir, en 7.645 íbúðir í eigu einstaklinga sem eiga 3 eða fleiri íbúðir. Þróunin síðustu ár hefur farið í þá átt að sífellt fleiri eru að sanka að sér íbúðum. Árið 2005 voru tæp 74% íbúða í eigu einstaklinga á markaðnum í eigu slíkra sem áttu eina íbúð. Nú er þetta hlutfall er komið niður í 64%. Við þorum og framkvæmum Síðasta ríkisstjórn stóð frammi fyrir áþekkum áskorunum á síðasta kjörtímabili og sat aðgerðarlítil á hlíðarlínunni í þeirri von að þetta myndi allt reddast. Aðgerðarleysi er ekki í boði og við verðum að þora að taka ákvarðanir. Fyrsti húsnæðispakkinn er risastór aðgerð til að takast á við stöðuna sem er uppi. Framboð mun aukast, fleiri íbúðir munu nýtast sem heimili og kerfi sem voru ekki að virka lifna aftur til lífsins. En við erum ekki hætt. Þetta er bara byrjunin og þegar er búið að boða næsta húsnæðispakka strax eftir áramót. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun