Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir og Ögmundur Jónasson skrifa 7. nóvember 2025 09:45 Hinn áttundi nóvember er eineltisdagurinn, dagur helgaður baráttu gegn einelti. Í þeim skilningi ættu allir dagar í raun og sann að vera eineltisdagar; dagar sem minna okkur á mikilvægi þess að sofna ekki á verðinum í baráttu gegn þessum vágesti sem lagt hefur í rúst líf fjölmargra einstaklinga, í sumum tilvikum frá barnsaldri og fram á fullorðinsár. Fram hefur komið í fjölmiðlum að sjálfsvígum hafi farið fjölgandi í seinni tíð. Orsakirnar eru taldar vera margbreytilegar og um sumt á huldu en þó er vitað að einn helsti skaðvaldurinn er einelti. Fólk verður fyrir einelti af ýmsum sökum, börn sem þykja sérstök á einhvern hátt, vinnufélagar geta tekið upp á því að sækja að einstaklingi, eða horft fram hjá því þegar einstaklingur er beittur ofbeldi. Þá er kynferðislegt áreiti útbreitt. Í sumum tilvikum virðist sem eitthvert óeðli grípi um sig í hópi sem veldur því að hann sameinast um að veitast að einhverjum einum oftar en ekki af tilefnislausu að því er best verður séð og án þess að sá eða sú sem fyrir ofbeldinu verður hafi nokkuð til sakar unnið. Gegn neikvæðu hópefli af þessu tagi dugar ekki að þegja og leiða það hjá sér heldur ber öllum að bregðast við.Út á það gengur vitundarvakning eineltisdagsins; að vekja okkur sjálf, hvert og eitt, til eigin ábyrgðar. Dagur helgaður baráttunni gegn einelti kom fyrst til sögunnar haustið 2011 og hefur árlega verið vakin á honum athygli með ýmsum hætti. Kirkjuklukkum hefur verið hringt og eitt árið mátti heyra skipsklukkur varðskipa minna á daginn. Sú hefð mætti gjarnan festast í sessi að á hádegi þennan dag sé bjöllum hringt og flautur og horn þeytt. Þannig væri gefinn til kynna stuðningur við þennan þátt mannréttindabaráttunnar. Við undirrituð höfum undanfarin ár reynt að minna á þennan dag með ýmsum hætti, meðal annars greinarskrifum þar sem við hvetjum alla sem vilja ljá þessari mannréttindabaráttu stuðning til þess að láta í sér heyra á einhvern hátt á hádegi á eineltisdaginn, 8. nóvember. Með þessu móti sýnum við táknrænan stuðning við fórnarlömb eineltis og vilja til þess að rjúfa þögnina sem hefur lengi hulið einelti. Með þessu móti minnumst við einnig þeirra fjölmörgu sem svipt hafa sig lífi vegna eineltis. Mikilvægt er að enginn standi þögull hjá. Reynum þvert á móti að hafa góð áhrif á umhverfi okkar nær og fjær, ekki síst það sem stendur okkur næst.Mikilvægt er að bera virðingu fyrir fjölbreytileikanum og beita ekki valdi í samskiptum. Það á við um einelti eins og mörg þjóðfélagsmein að það krefst stöðugrar árvekni að ná árangri í glímunni við þau. Hringjum bjöllum og þeytum horn klukkan eitt laugardaginn 8. nóvember.Vekjum samfélagið, vöknum sjálf. Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir, tónlistarkona og aktívistiÖgmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Hinn áttundi nóvember er eineltisdagurinn, dagur helgaður baráttu gegn einelti. Í þeim skilningi ættu allir dagar í raun og sann að vera eineltisdagar; dagar sem minna okkur á mikilvægi þess að sofna ekki á verðinum í baráttu gegn þessum vágesti sem lagt hefur í rúst líf fjölmargra einstaklinga, í sumum tilvikum frá barnsaldri og fram á fullorðinsár. Fram hefur komið í fjölmiðlum að sjálfsvígum hafi farið fjölgandi í seinni tíð. Orsakirnar eru taldar vera margbreytilegar og um sumt á huldu en þó er vitað að einn helsti skaðvaldurinn er einelti. Fólk verður fyrir einelti af ýmsum sökum, börn sem þykja sérstök á einhvern hátt, vinnufélagar geta tekið upp á því að sækja að einstaklingi, eða horft fram hjá því þegar einstaklingur er beittur ofbeldi. Þá er kynferðislegt áreiti útbreitt. Í sumum tilvikum virðist sem eitthvert óeðli grípi um sig í hópi sem veldur því að hann sameinast um að veitast að einhverjum einum oftar en ekki af tilefnislausu að því er best verður séð og án þess að sá eða sú sem fyrir ofbeldinu verður hafi nokkuð til sakar unnið. Gegn neikvæðu hópefli af þessu tagi dugar ekki að þegja og leiða það hjá sér heldur ber öllum að bregðast við.Út á það gengur vitundarvakning eineltisdagsins; að vekja okkur sjálf, hvert og eitt, til eigin ábyrgðar. Dagur helgaður baráttunni gegn einelti kom fyrst til sögunnar haustið 2011 og hefur árlega verið vakin á honum athygli með ýmsum hætti. Kirkjuklukkum hefur verið hringt og eitt árið mátti heyra skipsklukkur varðskipa minna á daginn. Sú hefð mætti gjarnan festast í sessi að á hádegi þennan dag sé bjöllum hringt og flautur og horn þeytt. Þannig væri gefinn til kynna stuðningur við þennan þátt mannréttindabaráttunnar. Við undirrituð höfum undanfarin ár reynt að minna á þennan dag með ýmsum hætti, meðal annars greinarskrifum þar sem við hvetjum alla sem vilja ljá þessari mannréttindabaráttu stuðning til þess að láta í sér heyra á einhvern hátt á hádegi á eineltisdaginn, 8. nóvember. Með þessu móti sýnum við táknrænan stuðning við fórnarlömb eineltis og vilja til þess að rjúfa þögnina sem hefur lengi hulið einelti. Með þessu móti minnumst við einnig þeirra fjölmörgu sem svipt hafa sig lífi vegna eineltis. Mikilvægt er að enginn standi þögull hjá. Reynum þvert á móti að hafa góð áhrif á umhverfi okkar nær og fjær, ekki síst það sem stendur okkur næst.Mikilvægt er að bera virðingu fyrir fjölbreytileikanum og beita ekki valdi í samskiptum. Það á við um einelti eins og mörg þjóðfélagsmein að það krefst stöðugrar árvekni að ná árangri í glímunni við þau. Hringjum bjöllum og þeytum horn klukkan eitt laugardaginn 8. nóvember.Vekjum samfélagið, vöknum sjálf. Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir, tónlistarkona og aktívistiÖgmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar