Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 7. nóvember 2025 12:02 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir börn í brottfararstöðinni ekki eiga að upplifa annað en eðlilegar aðstæður. Vísir/Anton Brink Engin eðlisbreyting veðrur á störfum starfsfólks brottfararstöðvar þó þeir kallist ekki lengur fangaverðir. Dómsmálaráðherra segir engan eiga að þurfa að fara í brottfararstöðina, hún sé aðeins fyrir þá sem ekki virði ákvarðanir stjórnvalda. Frumvarp Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra um brottfararstöð fyrir útlendinga hefur verið afgreitt úr ríkisstjórn og var lagt fyrir á Alþingi í gær. Frumvarpið tók örlitlum breytingum eftir samráðsferlið, þar sem fangavörðum var hent út og starfsfólk, ráðið af lögreglustjóra, kom inn í staðin. „Enginn á í sjálfu sér að þurfa að fara inn í þetta úrræði. Þetta er fyrir þann hóp sem hefur fengið synjun og ætlar ser ekki að virða ákvarðanir íslenskra stjórnvalda,“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlagusdóttir, dómsmálaráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Markmiðið óbreytt eftir samráð Í frumvarpinu er kveðið á um heimild starfsmanna til valdbeitingar. Ráðherra segir að þó að þarna sé nú kveðið á um starfsfólk en ekki fangaverði verði engin eðlisbreyting á starfi þeirra. „Það er ekki breyting á eðlinu og markmiðið er algjörlega óbreytt. Þar minni ég alltaf á að íslensk stjórnvöld hafa frá árinu 2010 verið skuldbundin að vera með brottfararstöð. Við erum eina Schengen-ríkið sem hefur það ekki undir höndum.“ Fjölmörg mannréttindasamtök hafa gert athugasemdir við frumvarpið, til að mynda að þar myndu aðeins starfa fangaverðir. Þorbjörg segir að þarna verði líka annað starfsfólk, eins og heilbrigðisstarfsfólk. „Þetta er í grundvallaratriðum óbreytt en það er kannski verið að ná því fram að breyddin í starfsliðinu er meiri og því þótti óþarfi að nota þetta orð,“ segir Þorbjörg. Börn eigi að upplifa eðlilegar aðstæður Eins hafa verið gerðar athugasemdir við að börn verði vistuð í brottfararstöðinni. Það mun aðeins eiga við börn sem eru í fylgd, sem hingað til hafa verið skilin að frá foreldrum sínum. „Auðvitað er það langtum mýkri leið að leyfa fjölskyldum að vera saman þessa síðustu klukkutíma eða daga áður en þau fara af landi brott. Það verða þarna ákveðin fjölskyldurými þannig að lítið barn, sem er þarna með foreldrum sínum á ekki að upplifa annað en að það geti farið út að leika og sé í eðlilegum aðstæðum,“ segir Þorbjörg. Fjallað er um í frumvarpinu að ekki megi beita valdheimildum gegn börnum nema það sé nauðsynlegt. Hvenær er það nauðsynlegt? „Það er matskennt en það ætti þá kannski frekar við um unglinga. Þarna verðum við líka að horfa á hvernig frumvörp eru smíðuð og það er gert ráð fyrir öllum tilvikum. Við vitum að börn eru börn upp að átján ára aldri og maður getur hugsað þetta í samhengi við Stuðla og önnur úrræði, þar sem eru til valdbeitingarheimildir.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Hælisleitendur Landamæri Viðreisn Brottfararstöð fyrir útlendinga Tengdar fréttir Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Frumvarp dómsmálaráðherra um svokallaða brottfararstöð fyrir útlendinga er komið til Alþingis. Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að heimilt verði að reka slíka brottfararstöð á fleiri en einum stað en lögreglustjóranum á Suðurnesjum verði falin ábyrgð á rekstri stöðvarinnar. Frumvarpið felur í sér heimild til frelsissviptingar þeirra einstaklinga sem vistaðir verða í brottfararstöð, og meðal annars heimild til valdbeitingar og agaviðurlaga. Þá gerir frumvarpið ráð fyrir að „starfsfólk“ ráðið af lögreglustjóra starfi í miðstöðinni, en ekki fangaverðir líkt og gert var ráð fyrir í frumvarpsdrögum sem fóru í samráð. 7. nóvember 2025 07:38 Börn eiga ekki heima í fangelsi Það er magnað að þurfa að útskýra af hverju það er slæm hugmynd að setja saklaus börn í fangelsi, en samt er það staðan sem við stöndum frammi fyrir. 22. október 2025 13:30 Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Rauði krossinn gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarpsdrög dómsmálaráðherra um brottfararstöð fyrir hælisleitendur. Stjórnvöld boði varðhaldsstöð með fáum takmörkunum og vistun barna geti falið í sér brot á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. 17. október 2025 23:31 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Fleiri fréttir Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Sjá meira
Frumvarp Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra um brottfararstöð fyrir útlendinga hefur verið afgreitt úr ríkisstjórn og var lagt fyrir á Alþingi í gær. Frumvarpið tók örlitlum breytingum eftir samráðsferlið, þar sem fangavörðum var hent út og starfsfólk, ráðið af lögreglustjóra, kom inn í staðin. „Enginn á í sjálfu sér að þurfa að fara inn í þetta úrræði. Þetta er fyrir þann hóp sem hefur fengið synjun og ætlar ser ekki að virða ákvarðanir íslenskra stjórnvalda,“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlagusdóttir, dómsmálaráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Markmiðið óbreytt eftir samráð Í frumvarpinu er kveðið á um heimild starfsmanna til valdbeitingar. Ráðherra segir að þó að þarna sé nú kveðið á um starfsfólk en ekki fangaverði verði engin eðlisbreyting á starfi þeirra. „Það er ekki breyting á eðlinu og markmiðið er algjörlega óbreytt. Þar minni ég alltaf á að íslensk stjórnvöld hafa frá árinu 2010 verið skuldbundin að vera með brottfararstöð. Við erum eina Schengen-ríkið sem hefur það ekki undir höndum.“ Fjölmörg mannréttindasamtök hafa gert athugasemdir við frumvarpið, til að mynda að þar myndu aðeins starfa fangaverðir. Þorbjörg segir að þarna verði líka annað starfsfólk, eins og heilbrigðisstarfsfólk. „Þetta er í grundvallaratriðum óbreytt en það er kannski verið að ná því fram að breyddin í starfsliðinu er meiri og því þótti óþarfi að nota þetta orð,“ segir Þorbjörg. Börn eigi að upplifa eðlilegar aðstæður Eins hafa verið gerðar athugasemdir við að börn verði vistuð í brottfararstöðinni. Það mun aðeins eiga við börn sem eru í fylgd, sem hingað til hafa verið skilin að frá foreldrum sínum. „Auðvitað er það langtum mýkri leið að leyfa fjölskyldum að vera saman þessa síðustu klukkutíma eða daga áður en þau fara af landi brott. Það verða þarna ákveðin fjölskyldurými þannig að lítið barn, sem er þarna með foreldrum sínum á ekki að upplifa annað en að það geti farið út að leika og sé í eðlilegum aðstæðum,“ segir Þorbjörg. Fjallað er um í frumvarpinu að ekki megi beita valdheimildum gegn börnum nema það sé nauðsynlegt. Hvenær er það nauðsynlegt? „Það er matskennt en það ætti þá kannski frekar við um unglinga. Þarna verðum við líka að horfa á hvernig frumvörp eru smíðuð og það er gert ráð fyrir öllum tilvikum. Við vitum að börn eru börn upp að átján ára aldri og maður getur hugsað þetta í samhengi við Stuðla og önnur úrræði, þar sem eru til valdbeitingarheimildir.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Hælisleitendur Landamæri Viðreisn Brottfararstöð fyrir útlendinga Tengdar fréttir Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Frumvarp dómsmálaráðherra um svokallaða brottfararstöð fyrir útlendinga er komið til Alþingis. Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að heimilt verði að reka slíka brottfararstöð á fleiri en einum stað en lögreglustjóranum á Suðurnesjum verði falin ábyrgð á rekstri stöðvarinnar. Frumvarpið felur í sér heimild til frelsissviptingar þeirra einstaklinga sem vistaðir verða í brottfararstöð, og meðal annars heimild til valdbeitingar og agaviðurlaga. Þá gerir frumvarpið ráð fyrir að „starfsfólk“ ráðið af lögreglustjóra starfi í miðstöðinni, en ekki fangaverðir líkt og gert var ráð fyrir í frumvarpsdrögum sem fóru í samráð. 7. nóvember 2025 07:38 Börn eiga ekki heima í fangelsi Það er magnað að þurfa að útskýra af hverju það er slæm hugmynd að setja saklaus börn í fangelsi, en samt er það staðan sem við stöndum frammi fyrir. 22. október 2025 13:30 Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Rauði krossinn gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarpsdrög dómsmálaráðherra um brottfararstöð fyrir hælisleitendur. Stjórnvöld boði varðhaldsstöð með fáum takmörkunum og vistun barna geti falið í sér brot á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. 17. október 2025 23:31 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Fleiri fréttir Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Sjá meira
Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Frumvarp dómsmálaráðherra um svokallaða brottfararstöð fyrir útlendinga er komið til Alþingis. Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að heimilt verði að reka slíka brottfararstöð á fleiri en einum stað en lögreglustjóranum á Suðurnesjum verði falin ábyrgð á rekstri stöðvarinnar. Frumvarpið felur í sér heimild til frelsissviptingar þeirra einstaklinga sem vistaðir verða í brottfararstöð, og meðal annars heimild til valdbeitingar og agaviðurlaga. Þá gerir frumvarpið ráð fyrir að „starfsfólk“ ráðið af lögreglustjóra starfi í miðstöðinni, en ekki fangaverðir líkt og gert var ráð fyrir í frumvarpsdrögum sem fóru í samráð. 7. nóvember 2025 07:38
Börn eiga ekki heima í fangelsi Það er magnað að þurfa að útskýra af hverju það er slæm hugmynd að setja saklaus börn í fangelsi, en samt er það staðan sem við stöndum frammi fyrir. 22. október 2025 13:30
Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Rauði krossinn gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarpsdrög dómsmálaráðherra um brottfararstöð fyrir hælisleitendur. Stjórnvöld boði varðhaldsstöð með fáum takmörkunum og vistun barna geti falið í sér brot á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. 17. október 2025 23:31