Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 9. nóvember 2025 13:15 Sigríður Á. Andersen þingflokksformaður Miðflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra ræddi mál ríkislögreglustjóra á Sprengisandi. Vísir Þingflokksformaður Miðflokksins segir mörg dæmi um að opinberar stofnanir fari of frjálslega með opinbert fé. Hún kallar eftir því að dómsmálaráðherra leiði mál ríkislögreglustjóra til lykta út frá lögum en ekki almenningsáliti. Sigríður Á. Andersen þingflokksformaður Miðflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra og Sigmar Guðmundsson þingflokksformaður Viðreisnar ræddu mál Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra á Sprengisandi í morgun. Embættið hefur verið til umfjöllunar að undanförnu vegna kaupa þess á þjónustu ráðgjafarfyrirtækisins Intra ráðgjöf, en verkefni sem fyrirtækið sinnti voru ekki boðin út. Kostnaður vegna þjónustunnar nam 160 milljónum króna. Sigríður segir mál nöfnu sinnar ekki einsdæmi í stjórnsýslunni, mörg dæmi um að embætti og stofnanir fari of frjálslega með opinbert fé, bæði hjá ríki og sveitarfélögum. „Menn byrja að kaupa, svo myndast eitthvað þægilegt samband milli einhvers ráðgjafa eða verktaka. Það heldur áfram ár eftir ár og menn gá ekki að sér. Þetta er spurning um stjórnun, að menn hafi augun á boltanum og láti þetta ekki gerast en þetta gerist allt of oft í ríkisrekstrinum,“ segir Sigríður. Samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins þurfi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra að meta hvort óreiða á bókhaldi embættisins hafi verið slík að tilefni sé til að leysa ríkislögreglustjóra frá störfum. Meti hún það svo verði ríkislögreglustjóra veitt lausn frá störfum tímabundið til að byrja með. „Það þarf þá að víkja viðkomandi um stundarsakir, kalla saman nefnd sem þarf að meta hvort rétt hafi verið að víkja um stundarsakir í ljósi ásakana. Svo þarf þessi nefnd líka að leggja mat á hvort rétt sé að víkja viðkomandi alfarið úr starfi,“ segir Sigríður. Mjög fátítt sé að slík nefnd sé kölluð saman en það sé helst í tilfelli lögreglumanna. Hún segir afstöðu dómsmálaráðherra í málinu hafa litast of mikið af almenningsáliti. „Þetta er eftir sem áður á ábyrgð ráðherra, og ráðherra þarf að hafa hrygg í sér til að segja það sem segja þarf. Taka ákvörðun um það sem þarf að gera og vísa ekki bara til skoðanakannana meðal almennings,“ segir Sigríður en Sigmar segir þá framsetningu hennar ekki sanngjarna. „Eins og ég var að rekja áðan hefur ráðherra verið alveg skýr með það að hún færi eftir lagarammanum sem um þetta gildir,“ segir Sigmar. Fer ekki saman Sigríður Björk kveðst ekki íhuga stöðu sína vegna málsins. Sigmar segir það skjóta skökku við í ljósi þess að hún hafi viðurkennt mistök sem rýri traust almennings til embættisins. „Þetta slær mann bara illa. Menn hljóta auðvitað að velta því fyrir sér þegar þeir eru að stýra þessu: Er ég endilega rétta manneskjan til að endurvinna traustið?“ segir Sigmar. Umræðurnar í heild sinni má nálgast í spilaranum að neðan. Greiðslur ríkislögreglustjóra til Intra Miðflokkurinn Viðreisn Rekstur hins opinbera Lögreglan Sprengisandur Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Sigríður Á. Andersen þingflokksformaður Miðflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra og Sigmar Guðmundsson þingflokksformaður Viðreisnar ræddu mál Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra á Sprengisandi í morgun. Embættið hefur verið til umfjöllunar að undanförnu vegna kaupa þess á þjónustu ráðgjafarfyrirtækisins Intra ráðgjöf, en verkefni sem fyrirtækið sinnti voru ekki boðin út. Kostnaður vegna þjónustunnar nam 160 milljónum króna. Sigríður segir mál nöfnu sinnar ekki einsdæmi í stjórnsýslunni, mörg dæmi um að embætti og stofnanir fari of frjálslega með opinbert fé, bæði hjá ríki og sveitarfélögum. „Menn byrja að kaupa, svo myndast eitthvað þægilegt samband milli einhvers ráðgjafa eða verktaka. Það heldur áfram ár eftir ár og menn gá ekki að sér. Þetta er spurning um stjórnun, að menn hafi augun á boltanum og láti þetta ekki gerast en þetta gerist allt of oft í ríkisrekstrinum,“ segir Sigríður. Samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins þurfi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra að meta hvort óreiða á bókhaldi embættisins hafi verið slík að tilefni sé til að leysa ríkislögreglustjóra frá störfum. Meti hún það svo verði ríkislögreglustjóra veitt lausn frá störfum tímabundið til að byrja með. „Það þarf þá að víkja viðkomandi um stundarsakir, kalla saman nefnd sem þarf að meta hvort rétt hafi verið að víkja um stundarsakir í ljósi ásakana. Svo þarf þessi nefnd líka að leggja mat á hvort rétt sé að víkja viðkomandi alfarið úr starfi,“ segir Sigríður. Mjög fátítt sé að slík nefnd sé kölluð saman en það sé helst í tilfelli lögreglumanna. Hún segir afstöðu dómsmálaráðherra í málinu hafa litast of mikið af almenningsáliti. „Þetta er eftir sem áður á ábyrgð ráðherra, og ráðherra þarf að hafa hrygg í sér til að segja það sem segja þarf. Taka ákvörðun um það sem þarf að gera og vísa ekki bara til skoðanakannana meðal almennings,“ segir Sigríður en Sigmar segir þá framsetningu hennar ekki sanngjarna. „Eins og ég var að rekja áðan hefur ráðherra verið alveg skýr með það að hún færi eftir lagarammanum sem um þetta gildir,“ segir Sigmar. Fer ekki saman Sigríður Björk kveðst ekki íhuga stöðu sína vegna málsins. Sigmar segir það skjóta skökku við í ljósi þess að hún hafi viðurkennt mistök sem rýri traust almennings til embættisins. „Þetta slær mann bara illa. Menn hljóta auðvitað að velta því fyrir sér þegar þeir eru að stýra þessu: Er ég endilega rétta manneskjan til að endurvinna traustið?“ segir Sigmar. Umræðurnar í heild sinni má nálgast í spilaranum að neðan.
Greiðslur ríkislögreglustjóra til Intra Miðflokkurinn Viðreisn Rekstur hins opinbera Lögreglan Sprengisandur Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira