Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2025 09:02 Guðbjörg Valdimarsdóttir og Bjarni Leifsson hafa bæði orðið Íslandsmeistarar í CrossFit áður. @crossfit.iceland Guðbjörg Valdimarsdóttir og Bjarni Leifsson urðu Íslandsmeistarar í CrossFit um helgina eftir flotta keppni. CrossFit Reykjavík hélt keppnina að vanda og fóru allar greinar fram í stöðinni fyrir utan eina í sundlauginni í Hveragerði. Bæði Guðbjörg og Bjarni voru að endurheimta Íslandsmeistaratitilinn. Bjarni vann hann árið 2023 og Guðbjörg var búin að bíða frá árinu 2022. Silfurfólkið þurfti að sætta sig við annað sætið annað árið í röð en það eru þau Rökkvi Guðnason og Elín Birna Hallgrímsdóttir. Þeirra tími mun vonandi koma. Svo margt til að vera stolt af Guðbjörg sýndi mikinn styrk í keppninni í ár og náði í 850 stig af 1000 mögulegum. Hún vann fimm greinar og varð í öðru sæti í fjórum til viðbótar. Frábær frammistaða. Guðbjörg endaði 74 stigum á undan Elínu Birnu sem náði í 776 stig. Andrea Ingibjörg Orradóttir varð þriðja með 690 stig, Hrafnhildur Emilía Helgadóttir fjórða með 504 stig og í fimmta sæti var Tinna Marín Sigurðardóttir með 477 stig. View this post on Instagram A post shared by Guðbjörg Valdimarsdóttir (@guccivaldimarsdottir) Þrjár náðu að vinna grein í kvennaflokki í ár en það voru þær Guðbjörg Valdimarsdóttir (5), Elín Birna Hallgrímsdóttir (4) og Steinunn Anna Svansdóttir (1). „Svo margt til að vera stolt af og óendanlega þakklát fyrir að fá að keppa fyrir framan fólkið mitt sem styður mig á hverjum degi. Markmið helgarinnar var að sigra og það er það sem við gerðum,“ skrifaði Guðbjörg á ensku á samfélagsmiðla. Gott að vera komin aftur Bjarni endaði með 808 stig og kláraði með 65 stigum meira í húsi en Rökkvi. Bjarni vann fimm greinar og var meðal þriggja efstu í öllum nema tveimur. Bjarni byrjaði mjög vel með því að vinna þrjár af fyrstu fjórum greinunum. Bjarni og Rökkvi voru í sérflokki því það voru næstum því tvö hundruð stig niður í þriðja sætið þar sem Brynjar Ari Magnússon endaði með 564 stig. Lini Linason var með 556 stig og Ægir Björn Gunnsteinsson tók fimmta sætið með 512 stig. Þrír náðu að vinna grein í karlaflokki í ár en það voru þeir Bjarni Leifsson (5), Rökkvi Guðnason (3) og Brynjar Ari Magnússon (2). „Þeir sögðu að það væri kominn tími til að einbeita sér að þessu, svo ég einbeitti mér,“ skrifaði Bjarni á ensku á samfélagsmiðla. „Gott að vera komin aftur,“ skrifaði Bjarni. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Reykjavík (@crossfitreykjavik) CrossFit Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ „Það féll ekki mikið með okkur“ „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ United missti frá sér sigurinn í lokin „Missum þetta klaufalega frá okkur“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Snæfríður Sól í sjötta sæti á EM Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjá meira
Bæði Guðbjörg og Bjarni voru að endurheimta Íslandsmeistaratitilinn. Bjarni vann hann árið 2023 og Guðbjörg var búin að bíða frá árinu 2022. Silfurfólkið þurfti að sætta sig við annað sætið annað árið í röð en það eru þau Rökkvi Guðnason og Elín Birna Hallgrímsdóttir. Þeirra tími mun vonandi koma. Svo margt til að vera stolt af Guðbjörg sýndi mikinn styrk í keppninni í ár og náði í 850 stig af 1000 mögulegum. Hún vann fimm greinar og varð í öðru sæti í fjórum til viðbótar. Frábær frammistaða. Guðbjörg endaði 74 stigum á undan Elínu Birnu sem náði í 776 stig. Andrea Ingibjörg Orradóttir varð þriðja með 690 stig, Hrafnhildur Emilía Helgadóttir fjórða með 504 stig og í fimmta sæti var Tinna Marín Sigurðardóttir með 477 stig. View this post on Instagram A post shared by Guðbjörg Valdimarsdóttir (@guccivaldimarsdottir) Þrjár náðu að vinna grein í kvennaflokki í ár en það voru þær Guðbjörg Valdimarsdóttir (5), Elín Birna Hallgrímsdóttir (4) og Steinunn Anna Svansdóttir (1). „Svo margt til að vera stolt af og óendanlega þakklát fyrir að fá að keppa fyrir framan fólkið mitt sem styður mig á hverjum degi. Markmið helgarinnar var að sigra og það er það sem við gerðum,“ skrifaði Guðbjörg á ensku á samfélagsmiðla. Gott að vera komin aftur Bjarni endaði með 808 stig og kláraði með 65 stigum meira í húsi en Rökkvi. Bjarni vann fimm greinar og var meðal þriggja efstu í öllum nema tveimur. Bjarni byrjaði mjög vel með því að vinna þrjár af fyrstu fjórum greinunum. Bjarni og Rökkvi voru í sérflokki því það voru næstum því tvö hundruð stig niður í þriðja sætið þar sem Brynjar Ari Magnússon endaði með 564 stig. Lini Linason var með 556 stig og Ægir Björn Gunnsteinsson tók fimmta sætið með 512 stig. Þrír náðu að vinna grein í karlaflokki í ár en það voru þeir Bjarni Leifsson (5), Rökkvi Guðnason (3) og Brynjar Ari Magnússon (2). „Þeir sögðu að það væri kominn tími til að einbeita sér að þessu, svo ég einbeitti mér,“ skrifaði Bjarni á ensku á samfélagsmiðla. „Gott að vera komin aftur,“ skrifaði Bjarni. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Reykjavík (@crossfitreykjavik)
CrossFit Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ „Það féll ekki mikið með okkur“ „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ United missti frá sér sigurinn í lokin „Missum þetta klaufalega frá okkur“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Snæfríður Sól í sjötta sæti á EM Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjá meira