Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson og Baldur Borgþórsson skrifa 10. nóvember 2025 07:15 Á fyrri hluta árs 2024, skaut upp kollinum frétt um fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM Tryggingar af Kvikubanka. Umsamið kaupverð var 28,6 milljarðar. Þetta var sannarlega óvænt því nokkrum mánuðum áður hafði slitnað upp úr samningsviðræðum milli Íslandsbanka og Kviku um sama félag, TM. Þar hafði Kvika sett TM fram í sameiningarviðræðum á verðinu 21 milljarðar. Það þótti of hátt og sameiningarviðræðum hætt vegna þess og annarra þátta. Hvernig má það vera að aðeins fáum mánuðum síðar geri Landsbankinn tilboð upp á 28,6 milljarða í TM? Félag sem Íslandsbanki vildi ekki fyrir 21 milljarð? Svarið er einfalt. Kaupverðið var stillt af með tilliti til eiginfjárstöðu LÍ og var 9,5% af eigin fé bankans á þeim tímapunkti. Hvers vegna? Vegna þess að stjórnendur bankans þurfa ekki samþykki eiganda, þjóðarinnar, ef kaupverðið er undir 10,0% af eiginfjárstöðu. En þar með er sagan aldeilis ekki öll. Þegar kaupin eru loks gerð upp í febrúar 2025 er kaupverðið ekki lengur 28,6 milljarðar heldur 32,3 sem er 10,66% af eiginfjárstöðu LÍ þegar kaupin voru gerð og því ætti skylda um leyfi eiganda að gilda! Þrjú þúsund og sjö hundruð milljónum hærra en umsamið kaupverð! Hvers vegna? Svarið er einfalt – 32,3 milljarðar eru 9,94% af ,,nýrri´´ eiginfjárstöðu LÍ og: Þá þurfa stjórnendur bankans ekki samþykki eiganda bankans, þjóðarinnar. Þetta var útskýrt sem ,,aðlagað kaupverð.´´ Eigendur Kvikubanka héldu auðvitað mikla veislu í kjölfarið og tilkynntu um útgreiðslu íturvaxinna arðgreiðslna upp á 23 milljarða til hluthafa þann 23.mars 2025 (heimild Viðskiptablaðið). Auðvitað. Það er svo ekki sé meira sagt, áhugavert að skoða þann hóp og sjá hverjir þar leynast og hvaða stjórnmálaflokkum þeir tilheyra. Það er ærið verkefni sem við leggjum í hendur blaðamanna með dug. Við vitum ekki með ykkur en okkur er ekki skemmt. Er ekki kominn tími á breytingar? Höfundar eru forsvarsmenn Okkar Borg – Þvert á Flokka, framboð til borgarstjórnar 2026. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Baldur Borgþórsson Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Á fyrri hluta árs 2024, skaut upp kollinum frétt um fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM Tryggingar af Kvikubanka. Umsamið kaupverð var 28,6 milljarðar. Þetta var sannarlega óvænt því nokkrum mánuðum áður hafði slitnað upp úr samningsviðræðum milli Íslandsbanka og Kviku um sama félag, TM. Þar hafði Kvika sett TM fram í sameiningarviðræðum á verðinu 21 milljarðar. Það þótti of hátt og sameiningarviðræðum hætt vegna þess og annarra þátta. Hvernig má það vera að aðeins fáum mánuðum síðar geri Landsbankinn tilboð upp á 28,6 milljarða í TM? Félag sem Íslandsbanki vildi ekki fyrir 21 milljarð? Svarið er einfalt. Kaupverðið var stillt af með tilliti til eiginfjárstöðu LÍ og var 9,5% af eigin fé bankans á þeim tímapunkti. Hvers vegna? Vegna þess að stjórnendur bankans þurfa ekki samþykki eiganda, þjóðarinnar, ef kaupverðið er undir 10,0% af eiginfjárstöðu. En þar með er sagan aldeilis ekki öll. Þegar kaupin eru loks gerð upp í febrúar 2025 er kaupverðið ekki lengur 28,6 milljarðar heldur 32,3 sem er 10,66% af eiginfjárstöðu LÍ þegar kaupin voru gerð og því ætti skylda um leyfi eiganda að gilda! Þrjú þúsund og sjö hundruð milljónum hærra en umsamið kaupverð! Hvers vegna? Svarið er einfalt – 32,3 milljarðar eru 9,94% af ,,nýrri´´ eiginfjárstöðu LÍ og: Þá þurfa stjórnendur bankans ekki samþykki eiganda bankans, þjóðarinnar. Þetta var útskýrt sem ,,aðlagað kaupverð.´´ Eigendur Kvikubanka héldu auðvitað mikla veislu í kjölfarið og tilkynntu um útgreiðslu íturvaxinna arðgreiðslna upp á 23 milljarða til hluthafa þann 23.mars 2025 (heimild Viðskiptablaðið). Auðvitað. Það er svo ekki sé meira sagt, áhugavert að skoða þann hóp og sjá hverjir þar leynast og hvaða stjórnmálaflokkum þeir tilheyra. Það er ærið verkefni sem við leggjum í hendur blaðamanna með dug. Við vitum ekki með ykkur en okkur er ekki skemmt. Er ekki kominn tími á breytingar? Höfundar eru forsvarsmenn Okkar Borg – Þvert á Flokka, framboð til borgarstjórnar 2026.
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar