Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar 10. nóvember 2025 09:31 Það er svo oft rætt um hvað börnin eigi að læra í leikskólanum. En hvað með okkur sem vinnum þar, spyrjum við okkur sjálf nægilega oft: Af hverju er ég hérna? Hvaða gildi vil ég miðla til barnanna? Mér finnst margir í leikskólastarfi vera óvissir um þessi svör og ég hef sjálf fundið þörf fyrir að staldra við og hugsa: hvað vil ég standa fyrir? Fyrir mér byrjar allt á gleðinni. Leikskólinn á að vera staður þar sem börnin hlæja, þar sem við eigum augnablik sem skipta máli og þar sem húmorinn brýtur upp hversdaginn. Ef gleðin er til staðar þá skapast andrúmsloft sem kallar fram áhuga og sköpun. En gleði getur ekki staðið ein og sér, hún þarf að hvíla á trausti og öryggi. Það er þar sem umhyggjan kemur inn. Ég vil að börnin, foreldrar og samstarfsfólk finni að þau séu í öruggu umhverfi, þar sem er hlustað, tekið utan um og staðið saman. Umhyggja er ekki bara hlý orð, hún er verknaður sem býr til tengsl. Að lokum er virðingin. Hún er ekki eitthvað sem við krefjumst, heldur eitthvað sem við byggjum upp í daglegum samskiptum. Virðing fyrir börnunum og fjölskyldum þeirra, fyrir samstarfsfólki og fyrir sjálfum okkur. Þegar við berum virðingu birtist hún í augnsambandi, í því að hlusta af einlægni, í því að meta hvert framlag sem mikilvægt. Þessi þrjú gildi – gleði, umhyggja og virðing – eru ekki bara orð á blaði. Þau eru stefna mín í starfi. Þau eru leiðarljós sem ég vil að allir í leikskólanum finni, bæði börnin og við sem vinnum með þeim. En mín gildi eru ekki eina leiðin. Það sem skiptir máli er að hver og einn gefi sér tíma til að íhuga sín eigin. Fyrir einhvern gæti frumkvæði verið í forgrunni, fyrir annan sjálfstæði eða útsjónarsemi. Það er ekkert minna virði en gleði, umhyggja eða virðing því það sem skiptir máli er að við vitum hvað við stöndum fyrir. Með því að kynnast okkar eigin gildum og leyfa þeim að leiða starfið, verður það bæði meðvitaðra og markvissara. Það var í þessum hugleiðingum sem hugmyndin kviknaði: að mynda eins konar lærdómssamfélag í leikskólanum mínum. Ég vildi skapa vettvang þar sem við tökum okkur tíma til að kafa inn á við, ræða gildin okkar og deila hugmyndum um hvað við teljum mikilvægast í starfinu. Ég lagði hugmyndina fram á stjórnendafundi og fékk góðar viðtökur. Nú á döfinni er stefnan að halda örnámskeið fyrir samstarfsfólkið, þar sem við íhugum þessa spurningu saman: Hvaða gildi vil ég kenna? Hugmyndin fékk fljótt byr undir báða vængi og nú erum við með plan um mánaðarleg örnámskeið þar sem starfsfólk fær tækifæri til að miðla vitneskju sinni og áhuga til annarra. Þannig byggjum við upp lærdómssamfélag sem er lifandi, fjölbreytt og styrkjandi fyrir okkur öll. Ég trúi því að þegar við gefum okkur tíma til að staldra við og spyrja: Af hverju vinn ég hér? Hvað vil ég leggja af mörkum? þá styrkjum við ekki bara okkur sjálf heldur líka leikskólastarfið í heild. Leikskólinn á að vera staður þar sem börnin upplifa gildi eins og virðingu, umhyggju og gleði eða hvaða gildi sem við sem starfsfólk höfum í hávegum. Það gerist aðeins þegar við stöldrum við, finnum okkar eigin gildi, látum þau skína og deilum þeim með öðrum. Höfundur er háskólamenntaður deildarstjóri á leikskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Það er svo oft rætt um hvað börnin eigi að læra í leikskólanum. En hvað með okkur sem vinnum þar, spyrjum við okkur sjálf nægilega oft: Af hverju er ég hérna? Hvaða gildi vil ég miðla til barnanna? Mér finnst margir í leikskólastarfi vera óvissir um þessi svör og ég hef sjálf fundið þörf fyrir að staldra við og hugsa: hvað vil ég standa fyrir? Fyrir mér byrjar allt á gleðinni. Leikskólinn á að vera staður þar sem börnin hlæja, þar sem við eigum augnablik sem skipta máli og þar sem húmorinn brýtur upp hversdaginn. Ef gleðin er til staðar þá skapast andrúmsloft sem kallar fram áhuga og sköpun. En gleði getur ekki staðið ein og sér, hún þarf að hvíla á trausti og öryggi. Það er þar sem umhyggjan kemur inn. Ég vil að börnin, foreldrar og samstarfsfólk finni að þau séu í öruggu umhverfi, þar sem er hlustað, tekið utan um og staðið saman. Umhyggja er ekki bara hlý orð, hún er verknaður sem býr til tengsl. Að lokum er virðingin. Hún er ekki eitthvað sem við krefjumst, heldur eitthvað sem við byggjum upp í daglegum samskiptum. Virðing fyrir börnunum og fjölskyldum þeirra, fyrir samstarfsfólki og fyrir sjálfum okkur. Þegar við berum virðingu birtist hún í augnsambandi, í því að hlusta af einlægni, í því að meta hvert framlag sem mikilvægt. Þessi þrjú gildi – gleði, umhyggja og virðing – eru ekki bara orð á blaði. Þau eru stefna mín í starfi. Þau eru leiðarljós sem ég vil að allir í leikskólanum finni, bæði börnin og við sem vinnum með þeim. En mín gildi eru ekki eina leiðin. Það sem skiptir máli er að hver og einn gefi sér tíma til að íhuga sín eigin. Fyrir einhvern gæti frumkvæði verið í forgrunni, fyrir annan sjálfstæði eða útsjónarsemi. Það er ekkert minna virði en gleði, umhyggja eða virðing því það sem skiptir máli er að við vitum hvað við stöndum fyrir. Með því að kynnast okkar eigin gildum og leyfa þeim að leiða starfið, verður það bæði meðvitaðra og markvissara. Það var í þessum hugleiðingum sem hugmyndin kviknaði: að mynda eins konar lærdómssamfélag í leikskólanum mínum. Ég vildi skapa vettvang þar sem við tökum okkur tíma til að kafa inn á við, ræða gildin okkar og deila hugmyndum um hvað við teljum mikilvægast í starfinu. Ég lagði hugmyndina fram á stjórnendafundi og fékk góðar viðtökur. Nú á döfinni er stefnan að halda örnámskeið fyrir samstarfsfólkið, þar sem við íhugum þessa spurningu saman: Hvaða gildi vil ég kenna? Hugmyndin fékk fljótt byr undir báða vængi og nú erum við með plan um mánaðarleg örnámskeið þar sem starfsfólk fær tækifæri til að miðla vitneskju sinni og áhuga til annarra. Þannig byggjum við upp lærdómssamfélag sem er lifandi, fjölbreytt og styrkjandi fyrir okkur öll. Ég trúi því að þegar við gefum okkur tíma til að staldra við og spyrja: Af hverju vinn ég hér? Hvað vil ég leggja af mörkum? þá styrkjum við ekki bara okkur sjálf heldur líka leikskólastarfið í heild. Leikskólinn á að vera staður þar sem börnin upplifa gildi eins og virðingu, umhyggju og gleði eða hvaða gildi sem við sem starfsfólk höfum í hávegum. Það gerist aðeins þegar við stöldrum við, finnum okkar eigin gildi, látum þau skína og deilum þeim með öðrum. Höfundur er háskólamenntaður deildarstjóri á leikskóla.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun